Þegar bílinn stöðvaði loks var ökumaður hans handtekinn. Sá reyndist einungis sautján ára gamall og er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Auk hans voru þrír sextán ára farþegar í bílnum.
Samkvæmt dagbók lögreglu var ökumaðurinn vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins, sem er framkvæmd með aðkomu Barnaverndar og foreldra.
Þó nokkuð virðist hafa verið um að ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna í nótt. Þá voru minnst tveir ökumenn stöðvaðir sem voru án gildra ökuréttinda og annar þeirra hefur ítrekað verið tekinn fyrir akstur, þó hann hafi verið sviptur réttindum.