Litríkar ruslafötur vekja lukku í Vestmannaeyjum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 13:19 Hér má sjá tvær af þeim litríku og skemmtilegu ruslafötum sem finna má í Vestmannaeyjum. Helgi Rasmussen Tórzhamar Listaverk sem máluð hafa verið á ruslafötur víðs vegar í Vestmannaeyjum hafa vakið mikla lukku. Bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar segir listaverkin hafa orðið til þess að fólk sé nú duglegra að henda rusli í ruslafötur en áður. „Hérna í Vestmannaeyjum er algengt að þegar fólk ætlar að skreyta eitthvað þá setur það bara upp stóran stein. Mér fannst vanta líf í bæinn og einhverja liti og gleði,“ segir Óskar Guðjón Kjartansson, bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar um það hvernig hugmyndin af listaverkunum kviknaði fyrir þremur árum. Óskar vissi af Ísabellu Maí Tórshamar, ungri Eyjastúlku ættaðri frá Færeyjum, sem væri mikill listamaður. Óskar réði Ísabellu, ásamt systur hennar og frænku, þeim Sögu Tórshamar og Guðnýju Emilíönu Tórshamar til þess að mála listaverk á ruslafötur bæjarins. „Upphaflega hugmyndin var að mála skrímsli á tunnurnar, þannig að fólk væri að henda rusli upp í skrímslin. En svo er lögunin á tunnunum bara þannig að hún býður ekki upp á margt. Ég gaf stelpunum því bara frjálsar hendur og þetta er útkoman.“ Hér má sjá Ísabellu, eina af listakonunum þremur, ásamt nýjustu listaverkunum.Helgi Rasmussen Tórzhamar Þetta er þriðja sumarið sem stúlkurnar mála á ruslaföturnar og er óhætt að segja að þær hafi vakið mikla lukku. Gríðarleg vinna liggur að baki hverrar tunnu en listaverkin eru hvert öðru glæsilegra. Óskar segir að tunnurnar veki gríðarlega eftirtekt sem skili sér í því að fólk sé duglegra að nota ruslaföturnar. „Þú finnur hvergi bæjarfélag sem er með eins margar ruslafötur fyrir almenning eins og hér í Vestmannaeyjum.“ Það er þó ekki búið að mála á allar ruslafötur bæjarins, heldur aðeins þær sem eru orðnar lúnar og þarfnast yfirhalningar. Stúlkurnar þrjár hafa málað á ruslatunnurnar síðustu þrjú sumur.Helgi Rasmussen Tórzhamar „Þetta hefur vakið ansi mikla lukku og maður sér mikið af túristum stoppa til að taka myndir. Fólk hefur meira að segja beðið um að fá að kaupa tunnurnar en það er ekki í boði.“ Stúlkurnar þrjár hafa verið í fullri vinnu við að mála á tunnurnar og segist Óskar hafa heyrt gagnrýnisraddir tala um kostnaðinn sem hefur farið í verkefnið. Hann segir þó að það sé vel þess virði að nýta slíka hæfileika og um leið fegra og gera bæinn litríkari. Óskar segir fleiri verkefni bíða stúlknanna þegar veður leyfir. Stefnt er að því að máluð verði listaverk á umferðaeyjur og önnur „dauð“ svæði. „En sumarið er stutt og ruslatunnurnar eru í forgangi,“ segir Óskar og bætir því við að fimm til sex ný listaverk muni brátt líta dagsins ljós. Listaverkin eru jafn mismunandi eins og þau eru mörg.Helgi Rasmussen Tórzhamar Ruslaföturnar eru hver annarri glæsilegri.Helgi Rasmussen Tórzhamar Óskar telur að listaverkin hafi orðið til þess að fólk sé nú duglegra að nota ruslaföturnar.Helgi Rasmussen Tórzhamar Ruslaföturnar eru ekki til sölu þrátt fyrir mikinn áhuga.Helgi Rasmussen Tórzhamar Fleiri listaverk eru væntanleg á næstunni.Helgi Rasmussen Tórzhamar Stefnan er að í framtíðinni verði einnig máluð listaverk á umferðaeyjur bæjarins.Helgi Rasmussen Tórzhamar Vestmannaeyjar Myndlist Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Sjá meira
„Hérna í Vestmannaeyjum er algengt að þegar fólk ætlar að skreyta eitthvað þá setur það bara upp stóran stein. Mér fannst vanta líf í bæinn og einhverja liti og gleði,“ segir Óskar Guðjón Kjartansson, bæjarverkstjóri Vestmannaeyjabæjar um það hvernig hugmyndin af listaverkunum kviknaði fyrir þremur árum. Óskar vissi af Ísabellu Maí Tórshamar, ungri Eyjastúlku ættaðri frá Færeyjum, sem væri mikill listamaður. Óskar réði Ísabellu, ásamt systur hennar og frænku, þeim Sögu Tórshamar og Guðnýju Emilíönu Tórshamar til þess að mála listaverk á ruslafötur bæjarins. „Upphaflega hugmyndin var að mála skrímsli á tunnurnar, þannig að fólk væri að henda rusli upp í skrímslin. En svo er lögunin á tunnunum bara þannig að hún býður ekki upp á margt. Ég gaf stelpunum því bara frjálsar hendur og þetta er útkoman.“ Hér má sjá Ísabellu, eina af listakonunum þremur, ásamt nýjustu listaverkunum.Helgi Rasmussen Tórzhamar Þetta er þriðja sumarið sem stúlkurnar mála á ruslaföturnar og er óhætt að segja að þær hafi vakið mikla lukku. Gríðarleg vinna liggur að baki hverrar tunnu en listaverkin eru hvert öðru glæsilegra. Óskar segir að tunnurnar veki gríðarlega eftirtekt sem skili sér í því að fólk sé duglegra að nota ruslaföturnar. „Þú finnur hvergi bæjarfélag sem er með eins margar ruslafötur fyrir almenning eins og hér í Vestmannaeyjum.“ Það er þó ekki búið að mála á allar ruslafötur bæjarins, heldur aðeins þær sem eru orðnar lúnar og þarfnast yfirhalningar. Stúlkurnar þrjár hafa málað á ruslatunnurnar síðustu þrjú sumur.Helgi Rasmussen Tórzhamar „Þetta hefur vakið ansi mikla lukku og maður sér mikið af túristum stoppa til að taka myndir. Fólk hefur meira að segja beðið um að fá að kaupa tunnurnar en það er ekki í boði.“ Stúlkurnar þrjár hafa verið í fullri vinnu við að mála á tunnurnar og segist Óskar hafa heyrt gagnrýnisraddir tala um kostnaðinn sem hefur farið í verkefnið. Hann segir þó að það sé vel þess virði að nýta slíka hæfileika og um leið fegra og gera bæinn litríkari. Óskar segir fleiri verkefni bíða stúlknanna þegar veður leyfir. Stefnt er að því að máluð verði listaverk á umferðaeyjur og önnur „dauð“ svæði. „En sumarið er stutt og ruslatunnurnar eru í forgangi,“ segir Óskar og bætir því við að fimm til sex ný listaverk muni brátt líta dagsins ljós. Listaverkin eru jafn mismunandi eins og þau eru mörg.Helgi Rasmussen Tórzhamar Ruslaföturnar eru hver annarri glæsilegri.Helgi Rasmussen Tórzhamar Óskar telur að listaverkin hafi orðið til þess að fólk sé nú duglegra að nota ruslaföturnar.Helgi Rasmussen Tórzhamar Ruslaföturnar eru ekki til sölu þrátt fyrir mikinn áhuga.Helgi Rasmussen Tórzhamar Fleiri listaverk eru væntanleg á næstunni.Helgi Rasmussen Tórzhamar Stefnan er að í framtíðinni verði einnig máluð listaverk á umferðaeyjur bæjarins.Helgi Rasmussen Tórzhamar
Vestmannaeyjar Myndlist Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Gærurnar verða að hátísku Tíska og hönnun Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Sjá meira