Að afvopna kvíðann Ástþór Ólafsson skrifar 11. ágúst 2021 13:00 Núna eru kennarar, almennt starfsfólk, skólastjórnendur, stuðningsfulltrúar o.s.frv. að koma sér fyrir í þeirri hugsun að skólinn eða grunnskólinn er að hefjast á ný. Vonandi að sumarfríið hafi verið sem sterkt innlegg til að hlaða batteríin fyrir komandi átök. Á meðan vitum við líka af Covid-19 sem vekur upp áhyggjur hvernig eigi að kenna í þessum aðstæðum og hverjar verða aðgerðirnar ef smit fer að berast á milli innan veggjar skólans. En nóg um það enda ætla ég ekki að einblína á Covid-19 heldur kvíðann. Margir kennarar og stuðningsfulltrúar er í vangaveltum yfir þessu langþráða fyrirbæri sem hefur verið með okkur síðan að maðurinn byrjaði að lifa í samfélagi manna, fyrir kristnitökuna, fyrir gríska tímabilið, fyrir Búdda svo lengi mætti telja áfram. En hvernig bregðumst við kennarar og stuðningsfulltrúar við kvíðanum hjá nemendum er flókin og umfangsmikil spurning. Margir kennarar finnst vegið að sér með ósanngjörnum hætti, að þeir þurfi að standa í þessari kreðsu að koma í veg fyrir kvíðann, minnka hann eða reyna að fjarlægja hann alveg. Kennarar spyrja sig spurninga eins og eiga ekki sálfræðingar eða aðrir að sjá um þetta? Vissulega hafa kennarar rétt fyrir sér enda langt fyrir utan þeirra menntun og vinnuumhverfi enda þekkist það að kennarar eiga að kenna námsgreinar ekki vera með vökul augu fyrir kvíða og þeim aðferðum sem hægt er að nota til að fyrirbyggja. En staðreyndin er sú að kennarar eru orðnir hálfgerðir sálfræðingar enda vinna þeir mun meira með nemendum heldur en nokkurn tímann það sem sálfræðingar gera og þá verða kennarar að fara velta þessu fyrir sér meira en minna. Kennarar þurfa að beita öllum ráðum og kúnstum til að geta skilið nemendur út frá þeirra kvíða og hvernig eigið að aðlaga hann að námsefninu þannig að nemendur nái að læra og líði vel inn í kennslustofunni. En stóra spurningin er hvernig? Ég hef rannsakað þetta með mínum nemendum enda er ég menntaður í sálfræði og hef unnið á geðsviðinu þannig ég hef þekkingu og reynslu þegar kemur að þessum efnum. En ástæðan af hverju ég er að skrifa þessa grein er sá að ég hef unnið sem leiðbeinandi og síðast sem grunnskólakennari enda kominn með leyfisbréfið. Þessa á milli hef ég beit ákveðnum leiðum til að vinna með kvíðann hjá nemendum. Málið er þannig byggt að kvíði er fyrir það fyrsta búinn að vera með okkur mannfólkinu síðan fyrir kristnitökuna og langt aftur að steinöld og ábyggilega lengra. En hvernig ég hef nálgast kvíðann finnst mér mjög gott að fjalla um kvíðann í því samhengi þannig að nemendur átti sig á að kvíði er ekkert nýyrði heldur aldar gamalt orð. Með þessu þá hef ég sett upp leikþætti þar sem ég lýsi umhverfinu hjá veiðimanninum (kona eða karl) og fólkinu heima fyrir. Þar sýni ég nemendum að veiðimaðurinn hafi verið kvíðinn yfir því að mögulega gæti hann ekki veidd í matinn og komið með mat heim og fólkið heima fyrir með kvíða yfir því að hugsanlega væri engan mat að fá. Þarna skapast umræða um kvíðann og þá fara nemendur að tengja að sinn kvíði sem er eins og hjá þessu veiðimanni og fólkinu heima fyrir. Með þessu förum við að tala um kvíðann hjá fólki í dag ungu sem öldnu þannig nemendur sjá að kvíði er ekkert einangrað tilvik hjá þeim endilega. Ég nota allskonar aðrar aðferðir eins og hvernig við mætum kvíðanum, skilgreinum kvíðann með þeim og tölum um að kvíði eða ótti er andstæðan við hugrekki. Ég kynni fyrir þeim persónuleikeinkennið hugrekki, skilgreina það og tengi við lífið með margvíslegum hætti. Enda sagði rithöfundurinn Mark Twain á sínum tíma: „ Hugrekki er viðnám við ótta, við eigum að ganga inn í hann ekki forðast hann“ (Ólafsson, 2021). Með þessu fjalla ég um dæmisögur þar sem nemendur leysa verkefni og mynda með sér umræður um hugrekki og kvíðann og hvernig við getum tekist á við hann. Ég veit að ég er að ýta undir að kennara verða áfram í hlutverki sem sálfræðingar en á meðan að biðin í kerfinu er að eiga sér stað þá er óhjákvæmilegt að aðhafast ekki. Enda vitum við að nemendur eru stöðugt að bíða eftir greiningu, sálfræðitíma o.s.frv. þá verðum við kennarar að sjá, skilja, lesa og skilgreina kvíðann ásamt öðru eins og depurð, áföll o.s.frv. Þá er gott að við kennararnir séum að deila hugmyndum hvernig sé hægt að mæta þessu á meðan við reynum að kenna heilum bekk þar sem margir nemendur finna fyrir kvíðanum eða eru greindir með kvíðaröskun. Þetta hefur virkað vel hjá mér enda hafa foreldrar komið til mín og sagt mér að kvíðinn hjá barninu þeirra sé búinn að minnka töluvert. Ég legg miklar áherslur að vera í góðu samstarfi við foreldra enda byrjar vinnsla þar nær oftast ef tök er á. Nemendur hafa líka sagt við mig að kvíðinn sé ekki eins mikill hjá þeim. Þetta hefur fengið mig til að hugsa þetta frá mörgum sjónarhornum. En minn skilningur á kvíða er oft á köflum skortur á upplýsingum og ef við kennarar færum nemendum þessar upplýsingar þá eiga þau auðveldara með að skilgreina kvíðann í allskonar aðstæðum. Með þessu náum við að afvopna kvíðann þannig að kvíðinn verðu máttlausari en áður fyrr. Nemendur læra bjargráðsaðferðir til að mæta kvíðanum þannig að samtal um kvíðann verður ekkert öðruvísi en samtal um hvað er að frétta á Snapchat! Heimild: Ólafsson, Á. Ó. (2021). Sjálfið mitt: Markmið og persónuleika einkenni. Ástþór Óðinn Ólafsson Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Ástþór Ólafsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Núna eru kennarar, almennt starfsfólk, skólastjórnendur, stuðningsfulltrúar o.s.frv. að koma sér fyrir í þeirri hugsun að skólinn eða grunnskólinn er að hefjast á ný. Vonandi að sumarfríið hafi verið sem sterkt innlegg til að hlaða batteríin fyrir komandi átök. Á meðan vitum við líka af Covid-19 sem vekur upp áhyggjur hvernig eigi að kenna í þessum aðstæðum og hverjar verða aðgerðirnar ef smit fer að berast á milli innan veggjar skólans. En nóg um það enda ætla ég ekki að einblína á Covid-19 heldur kvíðann. Margir kennarar og stuðningsfulltrúar er í vangaveltum yfir þessu langþráða fyrirbæri sem hefur verið með okkur síðan að maðurinn byrjaði að lifa í samfélagi manna, fyrir kristnitökuna, fyrir gríska tímabilið, fyrir Búdda svo lengi mætti telja áfram. En hvernig bregðumst við kennarar og stuðningsfulltrúar við kvíðanum hjá nemendum er flókin og umfangsmikil spurning. Margir kennarar finnst vegið að sér með ósanngjörnum hætti, að þeir þurfi að standa í þessari kreðsu að koma í veg fyrir kvíðann, minnka hann eða reyna að fjarlægja hann alveg. Kennarar spyrja sig spurninga eins og eiga ekki sálfræðingar eða aðrir að sjá um þetta? Vissulega hafa kennarar rétt fyrir sér enda langt fyrir utan þeirra menntun og vinnuumhverfi enda þekkist það að kennarar eiga að kenna námsgreinar ekki vera með vökul augu fyrir kvíða og þeim aðferðum sem hægt er að nota til að fyrirbyggja. En staðreyndin er sú að kennarar eru orðnir hálfgerðir sálfræðingar enda vinna þeir mun meira með nemendum heldur en nokkurn tímann það sem sálfræðingar gera og þá verða kennarar að fara velta þessu fyrir sér meira en minna. Kennarar þurfa að beita öllum ráðum og kúnstum til að geta skilið nemendur út frá þeirra kvíða og hvernig eigið að aðlaga hann að námsefninu þannig að nemendur nái að læra og líði vel inn í kennslustofunni. En stóra spurningin er hvernig? Ég hef rannsakað þetta með mínum nemendum enda er ég menntaður í sálfræði og hef unnið á geðsviðinu þannig ég hef þekkingu og reynslu þegar kemur að þessum efnum. En ástæðan af hverju ég er að skrifa þessa grein er sá að ég hef unnið sem leiðbeinandi og síðast sem grunnskólakennari enda kominn með leyfisbréfið. Þessa á milli hef ég beit ákveðnum leiðum til að vinna með kvíðann hjá nemendum. Málið er þannig byggt að kvíði er fyrir það fyrsta búinn að vera með okkur mannfólkinu síðan fyrir kristnitökuna og langt aftur að steinöld og ábyggilega lengra. En hvernig ég hef nálgast kvíðann finnst mér mjög gott að fjalla um kvíðann í því samhengi þannig að nemendur átti sig á að kvíði er ekkert nýyrði heldur aldar gamalt orð. Með þessu þá hef ég sett upp leikþætti þar sem ég lýsi umhverfinu hjá veiðimanninum (kona eða karl) og fólkinu heima fyrir. Þar sýni ég nemendum að veiðimaðurinn hafi verið kvíðinn yfir því að mögulega gæti hann ekki veidd í matinn og komið með mat heim og fólkið heima fyrir með kvíða yfir því að hugsanlega væri engan mat að fá. Þarna skapast umræða um kvíðann og þá fara nemendur að tengja að sinn kvíði sem er eins og hjá þessu veiðimanni og fólkinu heima fyrir. Með þessu förum við að tala um kvíðann hjá fólki í dag ungu sem öldnu þannig nemendur sjá að kvíði er ekkert einangrað tilvik hjá þeim endilega. Ég nota allskonar aðrar aðferðir eins og hvernig við mætum kvíðanum, skilgreinum kvíðann með þeim og tölum um að kvíði eða ótti er andstæðan við hugrekki. Ég kynni fyrir þeim persónuleikeinkennið hugrekki, skilgreina það og tengi við lífið með margvíslegum hætti. Enda sagði rithöfundurinn Mark Twain á sínum tíma: „ Hugrekki er viðnám við ótta, við eigum að ganga inn í hann ekki forðast hann“ (Ólafsson, 2021). Með þessu fjalla ég um dæmisögur þar sem nemendur leysa verkefni og mynda með sér umræður um hugrekki og kvíðann og hvernig við getum tekist á við hann. Ég veit að ég er að ýta undir að kennara verða áfram í hlutverki sem sálfræðingar en á meðan að biðin í kerfinu er að eiga sér stað þá er óhjákvæmilegt að aðhafast ekki. Enda vitum við að nemendur eru stöðugt að bíða eftir greiningu, sálfræðitíma o.s.frv. þá verðum við kennarar að sjá, skilja, lesa og skilgreina kvíðann ásamt öðru eins og depurð, áföll o.s.frv. Þá er gott að við kennararnir séum að deila hugmyndum hvernig sé hægt að mæta þessu á meðan við reynum að kenna heilum bekk þar sem margir nemendur finna fyrir kvíðanum eða eru greindir með kvíðaröskun. Þetta hefur virkað vel hjá mér enda hafa foreldrar komið til mín og sagt mér að kvíðinn hjá barninu þeirra sé búinn að minnka töluvert. Ég legg miklar áherslur að vera í góðu samstarfi við foreldra enda byrjar vinnsla þar nær oftast ef tök er á. Nemendur hafa líka sagt við mig að kvíðinn sé ekki eins mikill hjá þeim. Þetta hefur fengið mig til að hugsa þetta frá mörgum sjónarhornum. En minn skilningur á kvíða er oft á köflum skortur á upplýsingum og ef við kennarar færum nemendum þessar upplýsingar þá eiga þau auðveldara með að skilgreina kvíðann í allskonar aðstæðum. Með þessu náum við að afvopna kvíðann þannig að kvíðinn verðu máttlausari en áður fyrr. Nemendur læra bjargráðsaðferðir til að mæta kvíðanum þannig að samtal um kvíðann verður ekkert öðruvísi en samtal um hvað er að frétta á Snapchat! Heimild: Ólafsson, Á. Ó. (2021). Sjálfið mitt: Markmið og persónuleika einkenni. Ástþór Óðinn Ólafsson Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun