Afhjúpa hvernig glæpamenn geta keypt ensk knattspyrnulið til að þvætta illa fengið fé Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. ágúst 2021 14:30 Blaðamenn dulbjuggu sig sem umboðsmenn tilbúins auðjöfurs frá Kína með glæpi á bakinu sem vildi kaupa enskt félagslið. Scott Wilson/PA Images - Getty Images) Ef marka má rannsókn rannsóknarblaðamanna Al Jazeera geta glæpamenn keypt enskt knattspyrnulið með það að markmiði að þvætta illa fengið fé. Þetta er niðurstaða ítarlegrar rannsóknar blaðamanna Al Jazeera sem kafað hafa ofan í gruggugan poll eignarhalds enskra knattspyrnufélaga, en rannsóknin var birt í vikunni. Um er að ræða tvær greinar sem lesa má hér og hér, auk sjónvarpsþáttar sem horfa má á hér fyrir neðan. Umfjöllun Al Jazeera ber heitið The Men Who Sell Football eða Mennirnir sem selja knattspyrnu. Þar má lesa um hvernig blaðamenn á vegum Al Jazeera dulbjuggust sem umboðsmenn kínversks auðjöfurs og glæpamanns, með það að markmiði að kaupa enskt knattspyrnuliðið. Gekk þetta svo langt að þeir fengu fund með eiganda Derby County til að ræða möguleg kaup á félagsliðinu. Bjuggu til glæpamann að nafni Hr. X Umræddur kínverskur auðjöfur, Hr. X, var tilbúningur en baksaga hans var sú að hann hafi verið sakfelldur og dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir mútugreiðslur og peningaþvætti. Samkvæmt tilbúningnum hafði hann þó ekki setið af sér þennan dóm. Þá var einnig sagður hafa smyglað fjármunum út úr Kína í gegnum spilavíti á Makaó. Var hann sagður vilja kaupa enskt knattspyrnufélag til þess að þvætta illa fengna fjármuni sína. Undir þessi yfirskini hittu hinir dulbúnu blaðamenn Englending að nafni Cristopher Samuelson, sem þekktur er í knattspyrnuheiminum sem maður sem landar samningum. Í umfjöllun Al Jazeera kemur meðal annars fram að hann hafi átt aðkomu að kaupum á ensku knattspyrnuliðinum Reading og Aston Villa árið 2012 og 2016. Rússneskur auðjöfur var viðriðinn kaup á Reading árið 2012 en kínverskur auðjöfur keypti Aston Villa árið 2016. Aston Villa fór illa út úreignarhaldi kínversja auðjöfursins. „Þetta venjulega kjaftæði“ Í umfjöllun Al Jazeera kemur fram að þrátt fyrir þá glæpi sem hinn uppskáldaði Hr. X átti að hafa framið hafi Samuelson gefið upp nákvæmar upplýsingar um það hvernig hann myndi nota reikninga á aflandseyjum til þess að fela slóðina að aðild hins tilbúna kínverska auðjöfurs að kaupunum. Þar kemur einnig fram að Samuelson hafi látið sér fátt um finnast þegar hann fékk upplýsingar um glæpsamlegt athæfi Hr. X. Segir í umfjöllun Al Jazeer að þetta hafi verið lykilatriði í rannsókninni. Blaðamennirnir hafi búist við því að með þessar upplýsingar myndi Samuelson láta sig hverfa. „Þetta venjulega kjaftæði, ég er vanur þessu,“ segir Samuelson. „Við erum í hinum raunverulega heimi. Ég skil þetta allt saman. Við lendum ekki í neinum vandræðum í tengslum við þetta,“ sagði Samuelson þá. „Hann deplaði ekki auga. Þess í stað bauð hann fram aðstoð við að finna stað fyrir fjármuni glæpamannins,“ skrifa blaðamenn Al Jazeera. Til þess að fela sakfellingu Hr. X myndi hann finna tvo minnihlutaeigendur sem myndu vera andlit kaupana á Derby County. Sagði Samuelson að hann myndi ganga úr skugga um það að forsvarsmenn deildarinnar sem Derby County spilar í myndu samþykkja Hr. X sem eiganda. Minnihlutaeigendurnir sem yrðu andlit hins nýja eigenda myndi svo skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir væru einungis að halda á bréfunum í nafni Hr. X. Hann yrði hinn raunverulegi eigandi. Bent er á í umfjöllun Al Jazeera að reglur deildarinnar eigi að koma í veg fyrir að menn með sambærilegan dóm og Hr.X var sagður vera með á bakinu eignist félagslið í deildinni. Málið gekk svo langt að Samuelson kom á fundi með blaðamönnunum og Mel Morris, núverandi eiganda Derby County, þar sem möguleg sala á félaginu fyrir 99 miljón pund, um 17 milljarða íslenskra króna, var rædd. Stakk Morris upp á því að hann yrði áfram sem minnihlutaeigandi í félaginu. Í umfjölluninni kemur einnig fram að hann og samstarfsmaður hans, fyrrverandi lögreglumaður að nafni Keith Hunter gætu gert ýmislegt til að liðka fyrir viðskiptinum. Þannig gætu þeir komið því í kring að Hr. X fengi nýtt vegabréf og nýtt nafn til þess að blekkja knattspyrnuyfirvöld. „Við höfum gert þetta oft áður“ „Við höfum gert þetta oft áður fyrir aðra sem ég get fullvissað þig um að voru í verri stöðu en yfirmaður ykkar,“ hefur Al Jazeera eftir Hunter. Því næst kynnti Hunter blaðamönnunum dulbúnu fyrir samstarfsmönnum í Kýpur. Þar voru blaðamennirnir kynntir fyrir ferli sem afhjúpað var á síðasta ári, einmitt af rannsóknarteymi Al Jazeera, þar sem hægt var að sækja um svokölluð „gyllt vegabréf“. Kemur fram í umfjölluninni að þar hafi blaðamennirnir hitt háttsetta aðila sem hafi lýst sig reiðubúna til að tryggja Hr. X vegabréf með nýju nafni, þrátt fyrir að reglur hafi sagt til að hrein sakaskrá væri nauðsynleg krafa til þess að fá umrætt vegabréf útgefið. Blaðamennirnir komust svo langt að þeir fengu fund með núverandi eiganda Derby County, Mel Morris sem sést hér. Þar var sala á félaginu til Hr. X rædd.Getty/Jon Hobley Lögfræðingar Samuelson þvertaka fyrir að hann hafi fengið upplýsingar um sakaskrá hins uppskálda auðjöfurs, þrátt fyrir að rannsókn Al Jazeera leiði annað í ljós. Hunter neitaði að tjá sig um málið að öðru leyti en að hann væri ósammála flestum þeim atriðum sem þar koma fram. Mel Morris, eigandi Derby County, segir að töluverður tími sé síðan félagið hafi átt í einhverjum tengslum við Samuelson, og að félagið yrði aðeins selt til eiganda við hæfi. Enski boltinn Kýpur Bretland Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þetta er niðurstaða ítarlegrar rannsóknar blaðamanna Al Jazeera sem kafað hafa ofan í gruggugan poll eignarhalds enskra knattspyrnufélaga, en rannsóknin var birt í vikunni. Um er að ræða tvær greinar sem lesa má hér og hér, auk sjónvarpsþáttar sem horfa má á hér fyrir neðan. Umfjöllun Al Jazeera ber heitið The Men Who Sell Football eða Mennirnir sem selja knattspyrnu. Þar má lesa um hvernig blaðamenn á vegum Al Jazeera dulbjuggust sem umboðsmenn kínversks auðjöfurs og glæpamanns, með það að markmiði að kaupa enskt knattspyrnuliðið. Gekk þetta svo langt að þeir fengu fund með eiganda Derby County til að ræða möguleg kaup á félagsliðinu. Bjuggu til glæpamann að nafni Hr. X Umræddur kínverskur auðjöfur, Hr. X, var tilbúningur en baksaga hans var sú að hann hafi verið sakfelldur og dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir mútugreiðslur og peningaþvætti. Samkvæmt tilbúningnum hafði hann þó ekki setið af sér þennan dóm. Þá var einnig sagður hafa smyglað fjármunum út úr Kína í gegnum spilavíti á Makaó. Var hann sagður vilja kaupa enskt knattspyrnufélag til þess að þvætta illa fengna fjármuni sína. Undir þessi yfirskini hittu hinir dulbúnu blaðamenn Englending að nafni Cristopher Samuelson, sem þekktur er í knattspyrnuheiminum sem maður sem landar samningum. Í umfjöllun Al Jazeera kemur meðal annars fram að hann hafi átt aðkomu að kaupum á ensku knattspyrnuliðinum Reading og Aston Villa árið 2012 og 2016. Rússneskur auðjöfur var viðriðinn kaup á Reading árið 2012 en kínverskur auðjöfur keypti Aston Villa árið 2016. Aston Villa fór illa út úreignarhaldi kínversja auðjöfursins. „Þetta venjulega kjaftæði“ Í umfjöllun Al Jazeera kemur fram að þrátt fyrir þá glæpi sem hinn uppskáldaði Hr. X átti að hafa framið hafi Samuelson gefið upp nákvæmar upplýsingar um það hvernig hann myndi nota reikninga á aflandseyjum til þess að fela slóðina að aðild hins tilbúna kínverska auðjöfurs að kaupunum. Þar kemur einnig fram að Samuelson hafi látið sér fátt um finnast þegar hann fékk upplýsingar um glæpsamlegt athæfi Hr. X. Segir í umfjöllun Al Jazeer að þetta hafi verið lykilatriði í rannsókninni. Blaðamennirnir hafi búist við því að með þessar upplýsingar myndi Samuelson láta sig hverfa. „Þetta venjulega kjaftæði, ég er vanur þessu,“ segir Samuelson. „Við erum í hinum raunverulega heimi. Ég skil þetta allt saman. Við lendum ekki í neinum vandræðum í tengslum við þetta,“ sagði Samuelson þá. „Hann deplaði ekki auga. Þess í stað bauð hann fram aðstoð við að finna stað fyrir fjármuni glæpamannins,“ skrifa blaðamenn Al Jazeera. Til þess að fela sakfellingu Hr. X myndi hann finna tvo minnihlutaeigendur sem myndu vera andlit kaupana á Derby County. Sagði Samuelson að hann myndi ganga úr skugga um það að forsvarsmenn deildarinnar sem Derby County spilar í myndu samþykkja Hr. X sem eiganda. Minnihlutaeigendurnir sem yrðu andlit hins nýja eigenda myndi svo skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir væru einungis að halda á bréfunum í nafni Hr. X. Hann yrði hinn raunverulegi eigandi. Bent er á í umfjöllun Al Jazeera að reglur deildarinnar eigi að koma í veg fyrir að menn með sambærilegan dóm og Hr.X var sagður vera með á bakinu eignist félagslið í deildinni. Málið gekk svo langt að Samuelson kom á fundi með blaðamönnunum og Mel Morris, núverandi eiganda Derby County, þar sem möguleg sala á félaginu fyrir 99 miljón pund, um 17 milljarða íslenskra króna, var rædd. Stakk Morris upp á því að hann yrði áfram sem minnihlutaeigandi í félaginu. Í umfjölluninni kemur einnig fram að hann og samstarfsmaður hans, fyrrverandi lögreglumaður að nafni Keith Hunter gætu gert ýmislegt til að liðka fyrir viðskiptinum. Þannig gætu þeir komið því í kring að Hr. X fengi nýtt vegabréf og nýtt nafn til þess að blekkja knattspyrnuyfirvöld. „Við höfum gert þetta oft áður“ „Við höfum gert þetta oft áður fyrir aðra sem ég get fullvissað þig um að voru í verri stöðu en yfirmaður ykkar,“ hefur Al Jazeera eftir Hunter. Því næst kynnti Hunter blaðamönnunum dulbúnu fyrir samstarfsmönnum í Kýpur. Þar voru blaðamennirnir kynntir fyrir ferli sem afhjúpað var á síðasta ári, einmitt af rannsóknarteymi Al Jazeera, þar sem hægt var að sækja um svokölluð „gyllt vegabréf“. Kemur fram í umfjölluninni að þar hafi blaðamennirnir hitt háttsetta aðila sem hafi lýst sig reiðubúna til að tryggja Hr. X vegabréf með nýju nafni, þrátt fyrir að reglur hafi sagt til að hrein sakaskrá væri nauðsynleg krafa til þess að fá umrætt vegabréf útgefið. Blaðamennirnir komust svo langt að þeir fengu fund með núverandi eiganda Derby County, Mel Morris sem sést hér. Þar var sala á félaginu til Hr. X rædd.Getty/Jon Hobley Lögfræðingar Samuelson þvertaka fyrir að hann hafi fengið upplýsingar um sakaskrá hins uppskálda auðjöfurs, þrátt fyrir að rannsókn Al Jazeera leiði annað í ljós. Hunter neitaði að tjá sig um málið að öðru leyti en að hann væri ósammála flestum þeim atriðum sem þar koma fram. Mel Morris, eigandi Derby County, segir að töluverður tími sé síðan félagið hafi átt í einhverjum tengslum við Samuelson, og að félagið yrði aðeins selt til eiganda við hæfi.
Enski boltinn Kýpur Bretland Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira