Stefnt á staðnám þó félagslífið muni líklega litast af sóttvarnareglum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2021 18:31 Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. sigurjón ólason Lagt verður upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum í haust þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Formaður Skólameistarafélags Íslands óttast þó að félagslíf nemenda muni líða fyrir sóttvarnareglur. „Framhalds- og háskólanemar munu þurfa að bera grímur í byggingum skólans þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra fjarlægðarreglu. Þessi hér verður því staðalbúnaður nemenda á göngum skólans. Menntamálaráðherra sagði þó í gær að nemendur mættu taka niður grímu á meðan á kennslu stendur.“ „Börn fædd árið 2006 eða síðar, það eru grunnskólabörn, eru undanþegin grímuskyldu með öllu. Það er því ljóst að þessi bláa hér mun ekki sjást á göngum grunnskólanna.“ Formaður Skólameistarafélags Íslands segir að lagt verði upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum landsins þrátt fyrir að einungis tvö hundruð megi koma saman. Félagslífið muni þó líklega líða fyrir sóttvarnareglur. „Hefðbundið skólastarf verður ekki undir þessum reglum þar sem nemendur geta ekki haldið sín böll, farið í ferðir og annað slíkt en auðvitað reynum við að slá skjaldborg um skólana eins og við getum og allir munu leggjast á eitt um að halda úti eins miklu starfi og við getum en óneitanlega er það erfitt við þessar kringumstæður og frekar sárt að við stöndum hér ári síðar og endurtökum sömu spurningarnar,“ sagði Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Samkvæmt tilkynningu frá rektor Háskóla Íslands mun nám þar einnig fara fram með eins hefðbundnum hætti og hægt er og áhersla lögð á staðnám. Kristinn segir að sóttkví nemenda gæti þó raskað staðnámi. „Það getur vel verið fari svo að gríðarlega mikill fjöldi nemenda þurfi í sóttkví nú þá verður kannski eina leiðin að færa hann í fjarnám meðan að smittölur eru svona háar.“ Stjórnarliðar í nemendafélagi Fjölgbrautarskólans í Garðabæ voru búnir að skipuleggja komandi önn að miklu leyti. Á dagskrá voru böll og nemendaferðir svo dæmi séu tekin sem nú þurfi að fresta. Þeir segja að nemendur séu brattir þrátt fyrir bakslag. „Ég heyri allavegana að þau séu spennt og vonandi fá þau tækifæri til að vera með venjulegt skólaár, en vonandi verður covid ekki að eyðileggja allt. Ég held að allir séu vongóðir um að nú verði þetta betra.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Grunnskólar Háskólar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
„Framhalds- og háskólanemar munu þurfa að bera grímur í byggingum skólans þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra fjarlægðarreglu. Þessi hér verður því staðalbúnaður nemenda á göngum skólans. Menntamálaráðherra sagði þó í gær að nemendur mættu taka niður grímu á meðan á kennslu stendur.“ „Börn fædd árið 2006 eða síðar, það eru grunnskólabörn, eru undanþegin grímuskyldu með öllu. Það er því ljóst að þessi bláa hér mun ekki sjást á göngum grunnskólanna.“ Formaður Skólameistarafélags Íslands segir að lagt verði upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum landsins þrátt fyrir að einungis tvö hundruð megi koma saman. Félagslífið muni þó líklega líða fyrir sóttvarnareglur. „Hefðbundið skólastarf verður ekki undir þessum reglum þar sem nemendur geta ekki haldið sín böll, farið í ferðir og annað slíkt en auðvitað reynum við að slá skjaldborg um skólana eins og við getum og allir munu leggjast á eitt um að halda úti eins miklu starfi og við getum en óneitanlega er það erfitt við þessar kringumstæður og frekar sárt að við stöndum hér ári síðar og endurtökum sömu spurningarnar,“ sagði Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Samkvæmt tilkynningu frá rektor Háskóla Íslands mun nám þar einnig fara fram með eins hefðbundnum hætti og hægt er og áhersla lögð á staðnám. Kristinn segir að sóttkví nemenda gæti þó raskað staðnámi. „Það getur vel verið fari svo að gríðarlega mikill fjöldi nemenda þurfi í sóttkví nú þá verður kannski eina leiðin að færa hann í fjarnám meðan að smittölur eru svona háar.“ Stjórnarliðar í nemendafélagi Fjölgbrautarskólans í Garðabæ voru búnir að skipuleggja komandi önn að miklu leyti. Á dagskrá voru böll og nemendaferðir svo dæmi séu tekin sem nú þurfi að fresta. Þeir segja að nemendur séu brattir þrátt fyrir bakslag. „Ég heyri allavegana að þau séu spennt og vonandi fá þau tækifæri til að vera með venjulegt skólaár, en vonandi verður covid ekki að eyðileggja allt. Ég held að allir séu vongóðir um að nú verði þetta betra.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Grunnskólar Háskólar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira