Sprækir Skagamenn koma í heimsókn á Kópavogsvöll og iðuðu þeir eflaust í skinninu að mæta Blikum aðeins þremur dögum eftir að liðið lék einkar erfiðan leik í Skotlandi. KSÍ hefur ákveðið að gefa Blikum smá andrými enda liðið spilað þétt undanfarnar vikur.
Í stað þess að leikurinn verði spilaður klukkan 17.00 á sunnudag fer hann fram klukkan 19.15 á mánudaginn næsta, 16. ágúst. Alls fer heil umferð í Pepsi Max deild karla fram á sunnu- og mánudag.
Breiðablik er í 3. sæti deildarinnar með 29 stig, fjórum stigum minna en topplið Vals sem hefur leikið leik meira. ÍA er enn á botni deildarinnar, með 12 stig, en hefur unnið tvo leiki í röð og virðist ekki hafa gefið upp alla von að halda sæti sínu í deildinni.
Leikur Breiðabliks og ÍA verður sýndur beint á Stöð2.is.

Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.