Saksóknarar í Lúxemborg, þar sem Maillet bjó, sögðu að lík tveggja kvenna og eins karlmanns hafi fundist í húsinu skömmu eftir miðnætti aðfararnótt sunnudags. Fyrirtækið sem rekur Spa-Francorchamps staðfesti lát hennar í yfirlýsingu í gær, að því er segir í frétt Motorsport.com.
Maillet hafði verið forstjóri brautarinnar frá árinu 2016 og undir stjórn hennar var ráðist í töluverðar endurbætur á brautinni til að auka öryggi og bæta aðstöðuna. Dauða hennar bar að kvöldið áður en lokaáfangi Ypres-rallsins á heimsmótaröðinni í ralli var haldinn á Spa-brautinni.
Næsti kappakstur á Formúlu 1-mótaröðinni verður haldinn á Spa í lok þessa mánaðar. Hún sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún harmaði dauða Maillet og sendi fjölskyldu hennar samúðarkveðjur.
We are deeply saddened by the awful news that our friend Nathalie Maillet has died. The whole of Formula 1 sends its deepest condolences to her family and friends. The motorsport community has lost an incredible person and we will all miss her greatly.
— F1 Media (@F1Media) August 15, 2021
Spa-Francorchamps er ein sögufrægasta brautin sem keppt er á í Formúlu 1. Þar hafa verið haldnar keppnir allt frá 3. áratug síðustu aldar. Formúla 1 hefur keppt á núverandi útgáfu brautarinnar sem liggur um Ardennes-skóg frá 1985.