Hitinn og lætin milli KR og HK í Kórnum í gær til umræðu í Pepsi Max Stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 10:01 Leikmenn mótmæla í leiknum í Kórnum í gær. Elías Ingi Árnason með gula spjaldið á lofti. Skjámynd/S2 Sport Tíu KR-ingar fóru burt með öll þrjú stigin úr Kórnum í gær þökk sé sigurmarki Kjartans Henrys Finnbogasonar. Það voru mikil læti í leiknum og mörg spjöld fóru á loft. Guðmundur Benediktsson fór yfir hitann í Kórnum með sérfræðingum sínum í Pepsi Max Stúkunni sem að þessu sinni voru Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir. Fjörið byrjaði snemma leiks því KR-ingurinn Arnþór Ingi Kristinsson var farinn af velli með rautt spjald strax á tólftu mínútu eftir tvö gul spjöld á upphafsmínútum leiksins. „Rúnar (Kristinsson) talaði mikið um að það hafi verið hiti og það er alveg rétt. Þetta byrjaði snemma,“ sagði Guðmundur Benediktsson og fyrst voru tekin fyrir gulu spjöldin hjá Arnþóri Inga. Það fyrra á annarri mínútu en það síðara á þeirri tólftu. „Hér hoppar hann inn í þetta og af hverju veit ég ekki,“ sagði Guðmundur um fyrra rauða spjaldið. „Mér finnst þetta alltof ofsafengið hjá honum, hann lyftir báðum fótum og við vitum það öll sem hafa spilað fótbolta í einhvern tíma að þegar þú kemur inn í návígi með þessum hætti þá er það bara spjald,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Svo var það seinna gula spjaldið. „Við erum ekki með frábært sjónarhorn á bak við þetta. Elías (Ingi Árnason dómari) stendur þarna í miðjuhringnum og hann virðist strax vera viss í sinni sök,“ sagði Guðmundur. „Mér finnst þetta klaufalegt hjá Arnþóri. Hann bíður upp á þetta því hann er búinn að senda boltann frá sér og þarf ekkert að vera þarna. Hvort hann slengi hendinni í hann eða ekki þá er þetta of mikil áhætta að taka út á miðjum velli þegar það er engin hætta,“ sagði Reynir Leósson. Guðmundur hélt áfram að sýna atvik þar sem mönnum í liðunum lenti saman. „Hér fór allt í band og brjál. Atli Arnarson og Kristinn Jónsson voru í einhverjum handalögmáli. Kiddi fór í grasið. Þeir fengu aukaspyrnu og það fóru einhver þrjú gul spjöld þarna á loft,“ sagði Guðmundur sem sýndi líka frá því þegar rólyndismaðurinn Kristján Finnbogason fékk rauða spjaldið. „Það voru meiri læti en þetta, hélt Guðmundur áfram. Það má sjá umræðu Pepsi Max Stúkunnar um hitann og lætin milli KR og HK í Kórnum í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Hiti og læti í Kórnum Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR HK Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Guðmundur Benediktsson fór yfir hitann í Kórnum með sérfræðingum sínum í Pepsi Max Stúkunni sem að þessu sinni voru Reynir Leósson og Margrét Lára Viðarsdóttir. Fjörið byrjaði snemma leiks því KR-ingurinn Arnþór Ingi Kristinsson var farinn af velli með rautt spjald strax á tólftu mínútu eftir tvö gul spjöld á upphafsmínútum leiksins. „Rúnar (Kristinsson) talaði mikið um að það hafi verið hiti og það er alveg rétt. Þetta byrjaði snemma,“ sagði Guðmundur Benediktsson og fyrst voru tekin fyrir gulu spjöldin hjá Arnþóri Inga. Það fyrra á annarri mínútu en það síðara á þeirri tólftu. „Hér hoppar hann inn í þetta og af hverju veit ég ekki,“ sagði Guðmundur um fyrra rauða spjaldið. „Mér finnst þetta alltof ofsafengið hjá honum, hann lyftir báðum fótum og við vitum það öll sem hafa spilað fótbolta í einhvern tíma að þegar þú kemur inn í návígi með þessum hætti þá er það bara spjald,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Svo var það seinna gula spjaldið. „Við erum ekki með frábært sjónarhorn á bak við þetta. Elías (Ingi Árnason dómari) stendur þarna í miðjuhringnum og hann virðist strax vera viss í sinni sök,“ sagði Guðmundur. „Mér finnst þetta klaufalegt hjá Arnþóri. Hann bíður upp á þetta því hann er búinn að senda boltann frá sér og þarf ekkert að vera þarna. Hvort hann slengi hendinni í hann eða ekki þá er þetta of mikil áhætta að taka út á miðjum velli þegar það er engin hætta,“ sagði Reynir Leósson. Guðmundur hélt áfram að sýna atvik þar sem mönnum í liðunum lenti saman. „Hér fór allt í band og brjál. Atli Arnarson og Kristinn Jónsson voru í einhverjum handalögmáli. Kiddi fór í grasið. Þeir fengu aukaspyrnu og það fóru einhver þrjú gul spjöld þarna á loft,“ sagði Guðmundur sem sýndi líka frá því þegar rólyndismaðurinn Kristján Finnbogason fékk rauða spjaldið. „Það voru meiri læti en þetta, hélt Guðmundur áfram. Það má sjá umræðu Pepsi Max Stúkunnar um hitann og lætin milli KR og HK í Kórnum í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Hiti og læti í Kórnum
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR HK Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira