Elísabet Ólafía hefur um árabil getið sér gott orð sem kvikmyndaklippari, bæði hér á landi sem og erlendis. Hún hefur til að mynda klippt stórmyndir á borð við Deadpool 2, John Wick og Contraband. Árið 2021 koma út myndirnar Kate og Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings sem klipptar eru af Elísabetu.
Í öðru sæti á lista yfir tekjuhæstu listamenn landsins er Óskar Magnússon rithöfundur og bóndi en hann þénaði rúmlega fjórar og hálfa milljón króna á síðasta ári. Óskar er einn eigenda Þórsmarkar ehf. sem gefur út Morgunblaðið.
Þriðja sætið á listanum vermir Tolli Morthens myndlistarmaður með mánaðartekjur upp á þrjár milljónir króna.
Í fjórða sæti er rithöfundurinn og lögfræðingurinn Ragnar Jónasson en hann þénaði rúmlega tvær milljónir króna á mánuði. Bækur Ragnars eru gefnar út um allan heim og hafa selst vel. Ragnar starfar á fjárfestingarsviði Arion banka samhliða ritstörfum.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Steinþór Birgisson er fimmti tekjuhæsti listamaður ársins 2020 með tekjur upp á 1,8 milljón króna á mánuði.
Tekjuhæstu listamenn landsins árið 2020
- Elísabet Ólafía Ronaldsdóttir, kvikmyndagerðarmaður 6.242 þúsund
- Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi 4.648 þúsund
- Tolli Morthens, listamaður 3.028 þúsund
- Ragnar Jónasson, rithöfundur og lögfræðingur 2.171 þúsund
- Steinþór Birgisson, kvikmyndagerðarmaður 1.783 þúsund
- Baltasar Kormákur Baltarsson, leikstjóri 1.524 þúsund
- Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón), rithöfundur 1.495 þúsund
- Margrét Einarsdóttir, búningahönnuður 1.390 þúsund
- Stefán Sigurður Stefánsson, tónlistarmaður 1.374 þúsund
- Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri 1.347 þúsund
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2020 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2019 sem var greiddur árið 2020.
Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði.