Bakhjarlar verðmætasköpunar Kristrún Frostadóttir skrifar 19. ágúst 2021 10:30 Viðkvæm staða í heilbrigðiskerfinu gerir það að verkum að erfiðara er að aflétta sóttvarnartakmörkunum en vonir stóðu til. Daglegt líf fjölskyldna og rekstur fyrirtækja líður fyrir ástandið. Ef velferðarþjónustan er löskuð reynist nefnilega erfitt að sækja fram – lífsgæði fólks rýrna. Mikið fór fyrir umræðu fyrri hluta árs um hvaða áhrif fjárframlög vegna COVID hefðu haft á hagvöxt. Að augljóst væri að nóg væri að gert því fall í landsframleiðslu hefði verið minna en áður var spáð. Þessi framsetning er þó grundvallar misskilningur á eðli krísunnar. Aðgerðapakkar hingað til áttu ekki að snúast um örvun hagkerfisins. Þetta áttu að vera rústabjörgunarpakkar. Tilgangurinn var að milda erfiðleika fólks og fyrirtækja þar til bóluefnin væru farin að virka. Styrkja innviði til að takast á við faraldurinn. Skapa þannig forsendur fyrir hagvöxt síðar meir. Einn stór mælikvarði á hversu vel rústabjörgunarpakkarnir skiluðu sér er staðan í heilbrigðiskerfinu í yfirstandandi bylgju. Þó margir hafi veðjað á endalok veirunnar í kjölfar bólusetningar sætir það furðu að ráðstafanir hafi ekki verið gerðar í tæka tíð til að efla þá hluta heilbrigðiskerfisins sem eru viðkvæmastir fyrir annarri bylgju. Þetta kostar peninga. En þetta er fjárfesting sem dregur úr þörf á harðari aðgerðum í daglegu lífi fólks. Dregur úr líkunum á að fólki hólfi sig sjálfkrafa af, sem aftur dregur kraft úr atvinnulífinu. Núverandi aðstæður eru vissulega óvenjulegar. En þetta ástand veitir engu að síður hraðsoðna innsýn inn í miklu stærri mynd hér á landi, sem er algjörlega óháð núverandi aðstæðum: Hversu stór kjölfesta velferðarkerfið raunverulega er fyrir atvinnulífið og verðmætasköpun. Hænan og eggið Frá 1960 til 1990 jukust heildarútgjöld hins opinbera úr 27% af landsframleiðslu í um 40%. Síðan þá hefur hlutfallið verið rúmlega 40% ef frá eru talin áfallaárin eftir 2008 krísuna og nú í fyrra. Umrædd aukning frá 1960 má einna helst rekja til aukinna umsvifa í skólamálum og velferðarkerfinu. Þetta eru umsvif sem við komum okkar saman um sem samfélag því við sáum verðmæti í því. Þessi kerfi okkar hafa gert stórum hópum einstaklinga kleift að fara út á vinnumarkaðinn í krafti aðgangs að umönnunarþjónustu utan heimilis og stuðnings í daglegu lífi. Já, þessi umsvif hafa skapað opinber störf. En þau hafa líka stóraukið þann starfskraft sem einkageiranum býðst. Þar liggja gífurleg verðmæti. Tilkall einkageirans til verðmætasköpunarinnar er því stórkostleg einföldun á þeirri heimsmynd sem blasir við. Þegar talið berst að auknum umsvifum hins opinbera er sjaldan bent á þá staðreynd að við gerum umtalsvert meiri kröfur til samfélagsins í dag en við gerðum árið 1960. Við lifum lengur, menntum okkur meira og berum meiri virðingu fyrir þörfum hvers og eins einstaklings. Samt hefur okkur tekist að halda umsvifum hins opinbera meira og minna í takt við landsframleiðsluna frá 1990. Talið berst stundum að bákninu og íþyngjandi viðveru hins opinbera hvað varðar hagvaxtargetu. En þessu má allt eins snúa á haus – hverjar væru þjóðartekjurnar hér á landi, gjaldeyrissköpunin, ef við hefðum ekki komið öllum þessum fjölbreyttu einstaklingum út á vinnumarkaðinn með meiri þekkingu en nokkru sinni fyrr með öflugu stuðningsneti? COVID lærdómur Þótt fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi aukist á síðustu árum er þar gríðarleg uppsöfnuð innviðaskuld eftir síðustu krísu. Sú skuld hefur gert kerfið dýrara í rekstri fyrir vikið og dregið úr möguleikum þess til að auka hina margumtöluðu framleiðni. Rétt eins og verksmiðja sem keyrir á fullum afköstum áður en fjárfest hefur verið í grunnþáttum nær aldrei ásættanlegum árangri sama hversu mikið starfsfólkið leggur á sig. Til að komast sem fyrst í aðstæður þar sem hægt er að sækja fram, örva efnahagslífið, þarf að losa strax um flöskuhálsa í heilbrigðiskerfinu. Stóra spurningin í komandi kosningum er síðan hvaða lærdóm við drögum af þessu ástandi. Við blasa biðlistar, mannekla í heilbrigðiskerfinu og sálræn áhrif af faraldrinum sem munu kalla á sterkari geðheilbrigðisþjónustu og valda auknu álagi á samtryggingarkerfin okkar. Við megum ekki við því að fleiri sóknarfæri líði fyrir vanfjárfestingu í aðalkjölfestu verðmætasköpunar. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Viðkvæm staða í heilbrigðiskerfinu gerir það að verkum að erfiðara er að aflétta sóttvarnartakmörkunum en vonir stóðu til. Daglegt líf fjölskyldna og rekstur fyrirtækja líður fyrir ástandið. Ef velferðarþjónustan er löskuð reynist nefnilega erfitt að sækja fram – lífsgæði fólks rýrna. Mikið fór fyrir umræðu fyrri hluta árs um hvaða áhrif fjárframlög vegna COVID hefðu haft á hagvöxt. Að augljóst væri að nóg væri að gert því fall í landsframleiðslu hefði verið minna en áður var spáð. Þessi framsetning er þó grundvallar misskilningur á eðli krísunnar. Aðgerðapakkar hingað til áttu ekki að snúast um örvun hagkerfisins. Þetta áttu að vera rústabjörgunarpakkar. Tilgangurinn var að milda erfiðleika fólks og fyrirtækja þar til bóluefnin væru farin að virka. Styrkja innviði til að takast á við faraldurinn. Skapa þannig forsendur fyrir hagvöxt síðar meir. Einn stór mælikvarði á hversu vel rústabjörgunarpakkarnir skiluðu sér er staðan í heilbrigðiskerfinu í yfirstandandi bylgju. Þó margir hafi veðjað á endalok veirunnar í kjölfar bólusetningar sætir það furðu að ráðstafanir hafi ekki verið gerðar í tæka tíð til að efla þá hluta heilbrigðiskerfisins sem eru viðkvæmastir fyrir annarri bylgju. Þetta kostar peninga. En þetta er fjárfesting sem dregur úr þörf á harðari aðgerðum í daglegu lífi fólks. Dregur úr líkunum á að fólki hólfi sig sjálfkrafa af, sem aftur dregur kraft úr atvinnulífinu. Núverandi aðstæður eru vissulega óvenjulegar. En þetta ástand veitir engu að síður hraðsoðna innsýn inn í miklu stærri mynd hér á landi, sem er algjörlega óháð núverandi aðstæðum: Hversu stór kjölfesta velferðarkerfið raunverulega er fyrir atvinnulífið og verðmætasköpun. Hænan og eggið Frá 1960 til 1990 jukust heildarútgjöld hins opinbera úr 27% af landsframleiðslu í um 40%. Síðan þá hefur hlutfallið verið rúmlega 40% ef frá eru talin áfallaárin eftir 2008 krísuna og nú í fyrra. Umrædd aukning frá 1960 má einna helst rekja til aukinna umsvifa í skólamálum og velferðarkerfinu. Þetta eru umsvif sem við komum okkar saman um sem samfélag því við sáum verðmæti í því. Þessi kerfi okkar hafa gert stórum hópum einstaklinga kleift að fara út á vinnumarkaðinn í krafti aðgangs að umönnunarþjónustu utan heimilis og stuðnings í daglegu lífi. Já, þessi umsvif hafa skapað opinber störf. En þau hafa líka stóraukið þann starfskraft sem einkageiranum býðst. Þar liggja gífurleg verðmæti. Tilkall einkageirans til verðmætasköpunarinnar er því stórkostleg einföldun á þeirri heimsmynd sem blasir við. Þegar talið berst að auknum umsvifum hins opinbera er sjaldan bent á þá staðreynd að við gerum umtalsvert meiri kröfur til samfélagsins í dag en við gerðum árið 1960. Við lifum lengur, menntum okkur meira og berum meiri virðingu fyrir þörfum hvers og eins einstaklings. Samt hefur okkur tekist að halda umsvifum hins opinbera meira og minna í takt við landsframleiðsluna frá 1990. Talið berst stundum að bákninu og íþyngjandi viðveru hins opinbera hvað varðar hagvaxtargetu. En þessu má allt eins snúa á haus – hverjar væru þjóðartekjurnar hér á landi, gjaldeyrissköpunin, ef við hefðum ekki komið öllum þessum fjölbreyttu einstaklingum út á vinnumarkaðinn með meiri þekkingu en nokkru sinni fyrr með öflugu stuðningsneti? COVID lærdómur Þótt fjárframlög til heilbrigðiskerfisins hafi aukist á síðustu árum er þar gríðarleg uppsöfnuð innviðaskuld eftir síðustu krísu. Sú skuld hefur gert kerfið dýrara í rekstri fyrir vikið og dregið úr möguleikum þess til að auka hina margumtöluðu framleiðni. Rétt eins og verksmiðja sem keyrir á fullum afköstum áður en fjárfest hefur verið í grunnþáttum nær aldrei ásættanlegum árangri sama hversu mikið starfsfólkið leggur á sig. Til að komast sem fyrst í aðstæður þar sem hægt er að sækja fram, örva efnahagslífið, þarf að losa strax um flöskuhálsa í heilbrigðiskerfinu. Stóra spurningin í komandi kosningum er síðan hvaða lærdóm við drögum af þessu ástandi. Við blasa biðlistar, mannekla í heilbrigðiskerfinu og sálræn áhrif af faraldrinum sem munu kalla á sterkari geðheilbrigðisþjónustu og valda auknu álagi á samtryggingarkerfin okkar. Við megum ekki við því að fleiri sóknarfæri líði fyrir vanfjárfestingu í aðalkjölfestu verðmætasköpunar. Höfundur er hagfræðingur og leiðir lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar