Nefndin fundaði í dag til að leggja lokahönd á tillögurnar og hafði það að markmiði að leggja þær fyrir ráðherra fyrir eða um helgina svo ríkisstjórn geti fjallað um þær á ríkisstjórnarfundi næstkomandi þriðjudag.
Stefán segir að nefndin muni ekki greina nánar frá því í hverju tillögurnar felast. Það sé nú í höndum ríkisstjórnarinnar.
Nefndin var kölluð saman í vikunni af Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra, sem hefur umsjón með þessum málaflokki. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Ásmundi vegna málsins en ljóst er að tillögurnar munu berast honum fyrir dagslok.