18 ára drengir eigi að hugsa um að spila fótbolta, ekki peninga Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2021 10:15 Koeman er ósáttur við hinn unga Moriba sem fær ekki að æfa með aðalliði Börsunga vegna málsins. Urbanandsport/NurPhoto via Getty Images Ronald Koeman, þjálfari Barcelona á Spáni, hefur áhyggjur af stöðu ungstirnisins Ilaix Moriba hjá félaginu. Samningaviðræður milli Börsunga og miðjumannsins unga virðast ganga illa og segir Koeman að Moriba leggi meiri áherslu á peninga en að spila fótbolta. Moriba fór mikinn á sinni fyrstu leiktíð með aðalliði Barcelona í fyrra þar sem honum óx ásmegin eftir því sem leið á. Hann er aðeins 18 ára gamall en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að hafa hafnað nýjum samningi frá Börsungum í sumar en Barcelona hefur lagt fleira en eitt tilboð á borðið án þess að ná samkomulagi við unga manninn. Koeman: Ilaix's situation is horrible. My advice is that money cannot be the most important thing for an 18-year-old. It's about playing games. But the player and his camp think differently. I am disappointed— Samuel Marsden (@samuelmarsden) August 20, 2021 Ronald Koeman, þjálfari liðsins, bættist í hóp gagnrýnenda á blaðamannafundi í gær. „Ég ræddi við hann fyrir 2-3 vikum síðan, meira sem manneskja en sem þjálfari. Staða hans vegna málsins er hræðileg,“ sagði Koeman. „Mín ráð eru þau að peningar eru ekki mikilvægasti hluturinn fyrir hann á þessu stigi ferilsins. Það er að spila leiki. Ég er mjög vonsvikinn,“ Moriba hefur verið settur í skammarkrókinn hjá félaginu vegna málsins og fær aðeins að æfa og spila með varaliði félagsins. Hann hefur fátt sagt um málið þrátt fyrir mikla gagnrýni en eftir ummæli Koemans setti hann inn færslu í sögu sína á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem sagði: Þúsundir sögusagna og enginn veit sannleikann. Skjáskot af sögu Moriba á Instagram.Skjáskot/Instagram Það bendir til að það sé önnur hlið á þessu máli en Moriba hefur verið orðaður við brottför vegna málsins, meðal annars til RB Leipzig í Þýskalandi. Barcelona vill þá losa sig við bæði Samuel Umtiti og Miralem Pjanic, sem báðir þéna há laun hjá félaginu, áður en félagsskiptaglugginn lokar eftir tíu daga. Spænski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Moriba fór mikinn á sinni fyrstu leiktíð með aðalliði Barcelona í fyrra þar sem honum óx ásmegin eftir því sem leið á. Hann er aðeins 18 ára gamall en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að hafa hafnað nýjum samningi frá Börsungum í sumar en Barcelona hefur lagt fleira en eitt tilboð á borðið án þess að ná samkomulagi við unga manninn. Koeman: Ilaix's situation is horrible. My advice is that money cannot be the most important thing for an 18-year-old. It's about playing games. But the player and his camp think differently. I am disappointed— Samuel Marsden (@samuelmarsden) August 20, 2021 Ronald Koeman, þjálfari liðsins, bættist í hóp gagnrýnenda á blaðamannafundi í gær. „Ég ræddi við hann fyrir 2-3 vikum síðan, meira sem manneskja en sem þjálfari. Staða hans vegna málsins er hræðileg,“ sagði Koeman. „Mín ráð eru þau að peningar eru ekki mikilvægasti hluturinn fyrir hann á þessu stigi ferilsins. Það er að spila leiki. Ég er mjög vonsvikinn,“ Moriba hefur verið settur í skammarkrókinn hjá félaginu vegna málsins og fær aðeins að æfa og spila með varaliði félagsins. Hann hefur fátt sagt um málið þrátt fyrir mikla gagnrýni en eftir ummæli Koemans setti hann inn færslu í sögu sína á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem sagði: Þúsundir sögusagna og enginn veit sannleikann. Skjáskot af sögu Moriba á Instagram.Skjáskot/Instagram Það bendir til að það sé önnur hlið á þessu máli en Moriba hefur verið orðaður við brottför vegna málsins, meðal annars til RB Leipzig í Þýskalandi. Barcelona vill þá losa sig við bæði Samuel Umtiti og Miralem Pjanic, sem báðir þéna há laun hjá félaginu, áður en félagsskiptaglugginn lokar eftir tíu daga.
Spænski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira