Aflífun 154 katta vekur sorg og reiði í Taívan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. ágúst 2021 07:20 Myndir af kettlingum í búrum, sem teknar voru skömmu áður en kettirnir voru aflífaðir, fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Mikil reiði greip um sig á samfélagsmiðlum í Taívan eftir að yfirvöld greindu frá því að 154 kettir hefðu verið aflífaðir eftir að þeir fundust á fiskibát. Um var að ræða hreinræktaða ketti sem smygla átti inn í landið. Báturinn var stöðvaður við strendur Kaohsiung en eftir að áhöfnin hafði verið skimuð fyrir Covid-19 fóru yfirvöld um borð og fundu kettina. Þeir voru aflífaðir á laugardag, sem vill svo til að er alþjóðlegur dagur heimilislausra dýra. Samkvæmt yfirvöldum var ákvörðunin um að aflífa dýrin tekin vegna þess að uppruni þeirra var óþekktur og mögulegrar sjúkdómahættu. Hún var hins vegar harðlega fordæmd, bæði af einstaklingum og dýraverndarsamtökum. Gæludýraeign er útbreidd í Taívan og mikill iðnaður hefur sprottið upp í tengslum við dýrin, meðal annars sala á alls kyns varningi og þjónustu, en í Taívan er til dæmis ekki óalgengt að eiga sérstaka dýrakerru og fara með „besta vininn“ til sérstaks dýra-miðils. Was it necessary for #Taiwan to cull 154 #cats from rare breeds? https://t.co/pTNLw49NBn pic.twitter.com/0S6W2zL53a— Taiwan News (@TaiwanNews886) August 21, 2021 Aflífun dýranna vakti svo mikla hneykslan og sorg að forseti Taívans, sem á sjálf tvo ketti, sá sig tilneydda að senda frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. Þar sagðist hún harma örlög kattanna en að sökudólgarnir væru smyglararnir. Margir þeirra sem tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum vörpuðu hins vegar fram þeirri spurningu hvort það hefði ekki mátt setja kettina í sóttkví eða meðhöndla þá ef þeir voru veikir. Aðrir hvöttu samlanda sína til að draga lærdóm af harmleiknum og taka heldur að sér heimilislaus dýr í stað þess að kaupa hreinræktað. Kettirnir sem voru aflífaðir voru metnir á um 46 milljónir króna. Taívan Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Báturinn var stöðvaður við strendur Kaohsiung en eftir að áhöfnin hafði verið skimuð fyrir Covid-19 fóru yfirvöld um borð og fundu kettina. Þeir voru aflífaðir á laugardag, sem vill svo til að er alþjóðlegur dagur heimilislausra dýra. Samkvæmt yfirvöldum var ákvörðunin um að aflífa dýrin tekin vegna þess að uppruni þeirra var óþekktur og mögulegrar sjúkdómahættu. Hún var hins vegar harðlega fordæmd, bæði af einstaklingum og dýraverndarsamtökum. Gæludýraeign er útbreidd í Taívan og mikill iðnaður hefur sprottið upp í tengslum við dýrin, meðal annars sala á alls kyns varningi og þjónustu, en í Taívan er til dæmis ekki óalgengt að eiga sérstaka dýrakerru og fara með „besta vininn“ til sérstaks dýra-miðils. Was it necessary for #Taiwan to cull 154 #cats from rare breeds? https://t.co/pTNLw49NBn pic.twitter.com/0S6W2zL53a— Taiwan News (@TaiwanNews886) August 21, 2021 Aflífun dýranna vakti svo mikla hneykslan og sorg að forseti Taívans, sem á sjálf tvo ketti, sá sig tilneydda að senda frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins. Þar sagðist hún harma örlög kattanna en að sökudólgarnir væru smyglararnir. Margir þeirra sem tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum vörpuðu hins vegar fram þeirri spurningu hvort það hefði ekki mátt setja kettina í sóttkví eða meðhöndla þá ef þeir voru veikir. Aðrir hvöttu samlanda sína til að draga lærdóm af harmleiknum og taka heldur að sér heimilislaus dýr í stað þess að kaupa hreinræktað. Kettirnir sem voru aflífaðir voru metnir á um 46 milljónir króna.
Taívan Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira