Í tilkynningu segir að Hrafn muni í starfi sínu leiða áframhaldandi uppbyggingu og stafrænna heilbrigðislausna hjá félaginu.
„Hrafn var áður framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Sendiráðsins, en hefur einnig starfað sem stjórnandi hjá Novomatic Lottery Solutions og í hugbúnaðarþróun hjá Betware. Hann er með BS í tölvunarfræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík.
Hrafn, sem er gömul handboltakempa með Aftureldingu úr Mosfellsbæ, sinnir golfi, hjólreiðum og fjallgöngu af kappi þegar tækifæri gefst,“ segir í tilkynningunni.
Hátt í sextíu sérfræðingar vinna í þróun lausna fyrir heilbrigðisþjónustu hjá Origo.