Miðjumaður Spánarmeistara Atlético orðaður við Man Utd og Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 16:31 „Hleypið mér út úr þessu partýi,“ er Saúl eflaust að hugsa hér. Denis Doyle/Getty Images Það virðist nær öruggt að Saúl Ñíguez, miðjumaður Spánarmeistara Atlético Madríd, yfirgefi félagið áður en félagaskiptiglugginn lokar í Evrópu þann 2. september. Saúl er sterklega orðaður við bæði Manchester United og Chelsea. Hinn 26 ára gamli Saúl hefur verið orðaður frá Atlético í sumar og England alltaf talið líklegasti áfangastaðurinn. Nú hefur miðjumaðurinn sagt forráðamönnum Spánarmeistaranna að hann vilji komast frá liðinu áður en glugginn loki. Talið er að Evrópumeistarar Chelsea og Man United séu mjög áhugasöm. Síðarnefnda liðið hefur fylgst með leikmanninum og gaf hann til kynna að hann gæti verið að skipta um félag fyrir rúmu ári síðan. Allt kom þó fyrir ekki. Ensku félögin vilja bæði fá leikmanninn á láni út tímabilið og hafa svo forkaupsrétt á honum næsta sumar. Talið er að hann myndi þá kosta milli 35 til 40 milljónir evra en einnig þyrftu félögin að punga út nokkrum milljónum til að fá hann á láni. Hjá Man Utd ætti Saúl að styrkja miðsvæði liðsins enn frekar og líklega að sjá til þess að Nemanja Matic byrji ekki fleiri leiki það sem eftir lifir tímabils. Hjá Chelsea er aðeins flóknara að lesa í aðstæður en mögulega ætti Saúl að veita N‘Golo Kante samkeppni við hlið Jorginho eða einfaldlega taka sæti annars þeirra í byrjunarliðinu. Saúl is set to leave Atléti.Chelsea opened talks for Saúl days ago. There s official bid now on the table - loan with buy option. #CFCAlso Manchester United have asked for Saúl again in the last 24 hours, he s in the list with Camavinga. #MUFCHe s ready for PL move. pic.twitter.com/dAAFHzdiYq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 24, 2021 Saúl hefur verið í lykilhlutverki hjá Atlético undanfarin ár og varð Spánarmeistari með liðinu á síðustu leiktíð. Þá á hann að baki 19 A-landsleiki fyrir Spán sem og fjölda leikja fyrir yngri landsliðin. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Saúl hefur verið orðaður frá Atlético í sumar og England alltaf talið líklegasti áfangastaðurinn. Nú hefur miðjumaðurinn sagt forráðamönnum Spánarmeistaranna að hann vilji komast frá liðinu áður en glugginn loki. Talið er að Evrópumeistarar Chelsea og Man United séu mjög áhugasöm. Síðarnefnda liðið hefur fylgst með leikmanninum og gaf hann til kynna að hann gæti verið að skipta um félag fyrir rúmu ári síðan. Allt kom þó fyrir ekki. Ensku félögin vilja bæði fá leikmanninn á láni út tímabilið og hafa svo forkaupsrétt á honum næsta sumar. Talið er að hann myndi þá kosta milli 35 til 40 milljónir evra en einnig þyrftu félögin að punga út nokkrum milljónum til að fá hann á láni. Hjá Man Utd ætti Saúl að styrkja miðsvæði liðsins enn frekar og líklega að sjá til þess að Nemanja Matic byrji ekki fleiri leiki það sem eftir lifir tímabils. Hjá Chelsea er aðeins flóknara að lesa í aðstæður en mögulega ætti Saúl að veita N‘Golo Kante samkeppni við hlið Jorginho eða einfaldlega taka sæti annars þeirra í byrjunarliðinu. Saúl is set to leave Atléti.Chelsea opened talks for Saúl days ago. There s official bid now on the table - loan with buy option. #CFCAlso Manchester United have asked for Saúl again in the last 24 hours, he s in the list with Camavinga. #MUFCHe s ready for PL move. pic.twitter.com/dAAFHzdiYq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 24, 2021 Saúl hefur verið í lykilhlutverki hjá Atlético undanfarin ár og varð Spánarmeistari með liðinu á síðustu leiktíð. Þá á hann að baki 19 A-landsleiki fyrir Spán sem og fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Fótbolti Fleiri fréttir Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Coote rekinn úr ensku úrvalsdeildinni eftir alvarleg brot Getur ekki spilað fótbolta næsta árið eftir bílslysið Henti skónum í ruslið eftir leik en mátti ekki segja frá því Rooney ræður fyrrum aðstoðarmann Sir Alex til starfa Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning Ótrúleg endurkoma hjá Chelsea eftir afar erfiða byrjun Bournemouth og Leicester komu til baka á ævintýralegan hátt Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Antonio búinn í aðgerð Brestir í samstarfi Ratcliffe og Ashworth Sjá meira