„Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2021 10:34 Íslensk stjórnvöld sömdu sig frá markmiðum Kýótóbókunarinnar til að hægt væri að reisa ný stóriðjuver og stækka, þar meðal nýtt álver á Reyðarfirði. Vísir/Vilhelm Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. Þegar þjóðarleiðtogar komu saman í Marrakech í Marokkó til að leggja lokahönd á Kýótóbókunina, fyrsta stóra alþjóðlega samkomulagið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og berjast gegn loftslagsbreytingum af völdum manna, í nóvember árið 2001 var stóra markmið íslenskra stjórnvalda að tryggja að Ísland gæti aukið losun sína. Stóriðjustefna stjórnvalda var þá í algleymingi með nýjum álverum á Grundartanga og í Reyðarfirði, stækkun álversins í Straumsvík og járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samdi því um sérstakt ákvæði sem fríaði smáríki undan ábyrgð á losun vegna nýrra stórverkefna. Siv Friðleifsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra úr Framsóknarflokknum, fagnaði því að þetta samningsmarkmið Íslands hefði náðst í viðtali við Morgunblaðið 10. nóvember árið 2001. Ísland var ekki nefnt á nafn í ákvæðinu en í raun var það sérsniðið að nýrri stóriðju á Íslandi. Ísland var eina ríkið sem nýtti sér ákvæðið á meðan það var í gildi á fyrra skuldbindingartímabili bókunarinnar frá 2008 til 2012. Fyrir utan undanþáguna fyrir stóriðju sömdu íslensk stjórnvöld um að fá að auka losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum um 10% miðað við árið 1990. Kýótóbókunin sjálf gekk út á að á fjórða tug þróaðra ríki drægju úr losun um 5%. Náðu markmiðinu þökk sé ákvæðinu Saga „íslenska ákvæðis“ Kýótóbókunarinnar er rifjuð upp í svari umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, á Alþingi í vikunni. Ákvæðið gerði Íslandi kleift að undanskilja losun á tæplega 3,3 milljónum tonna koltvísýringsígilda frá skuldbindingum sínum gagnvart Kýótóbókuninni á fyrra skuldbindingatímabili hennar. Það slagar hátt upp í árslosun Íslands á þeim tíma sem ákvæðið var samþykkt sem var þá í kringum fjórar milljónir tonna. Ísland stóðst skuldbindingar sínar á fyrra tímabili Kýótó þökk sé ákvæðinu. Heimildir Íslands um losun á tuttugu milljónum tonna af koltvísýringsígildum voru fullnýttar á tímabilinu en afgangurinn af meira en 23 milljón tonna heildarlosun var undanskilinn. Siv Friðleifsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, var kampakát þegar íslenska ákvæðið var samþykkt í Marokkó í nóvember árið 2001. Gátu aldrei framselt losunarheimildir Misskilnings á eðli íslenska ákvæðisins og Kýótóbókunarinnar virðist gæta í fyrirspurn þingmannsins. Spurningarnar ganga flestar út á hversu miklar losunarheimildir Ísland hafi fengið með ákvæðinu, hvert markaðsverð þeirra hafi verið og hefði verið væri ákvæðið enn í gildi. Íslandi var aldrei úthlutaður sérstakur fjöldi losunareininga eða heimilda með ákvæðinu heldur var losun frá nýrri stóriðju einfaldlega undanþegin skuldbindingum Íslands. Skilyrði voru um að losunin sem væri undanþegin mætti ekki vera meiri en 1,6 milljónir tonna á ári og aðeins mátti telja fram þá losun sem væri umfram skuldbindingar Íslands gagnvart bókuninni. Sérstaklega var tekið fram í ákvæðinu að Ísland gæti ekki framselt þá losun sem það mætti skilja undan bókhaldinu til annarra ríkja. Því segir í svari umhverfisráðherra að losun Íslands sem féll undir ákvæðið hefði aldrei haft neitt markaðsvirði. Sakaði ráðherra um að afsala þjóðinni milljarða króna Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem verulegs misskilnings um íslenska ákvæðið gætir. Árið 2009 sakaði Vigdís Hauksdóttir, þáverandi þingkona Framsóknarflokksins og núverandi kosningastjóri Miðflokksins, Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, um að afsala íslensku þjóðinni fimmtán milljörðum króna verðmæti með því að endurnýja ekki ákvæðið fyrir annað skuldbindingatímabil Kýótóbókunarinnar. Ekki er ljóst hverju Vigdís byggði þá upphæð en þá líkt og nú lá fyrir að undanþágan sem Ísland naut á fyrri skuldbindingatímabili Kýótó var ekki framseljanleg. Verulegar breytingar urðu á losunarbókhaldi Íslands fyrir seinna skuldbindingatímabilið sem hófst árið 2013. Ísland hafði skuldbindingum að gegna í loftslagsmálum gagnvart EES-samningnum og úr varð að landið gekkst undir svonefnt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS). Losun frá stóriðju féll þá undir viðskiptakerfið og var ekki lengur á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Frá 2013 hefur aðeins losun sem fellur utan kerfisins verið á ábyrgð Íslands. „Þetta fyrirkomulag þýddi að ekki var þörf á framhaldi af íslenska ákvæðinu á 2. skuldbindingartímabili [Kýótó],“ segir í svari umhverfisráðherra við fyrirspurninni. Vigdís Hauksdóttir, kosningastjóri Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Þurfa að kaupa heimildir til að standa við skuldbindingarnar Þrátt fyrir að vera laus undan ábyrgð á losun stóriðjunnar á seinni skuldbindingatímabili Kýótó tókst íslenskum stjórnvöldum ekki að standa við skuldbindingar sínar. Þegar eitt ár var eftir af tímabilinu í fyrra hafði Ísland losað 10% meira en þær rúmlega 15,3 milljónir tonna í losunarheimildir sem það fékk úthlutað á tímabilinu. Tölur um losun árið 2020, síðasta ár Kýótó-bókunarinnar, liggja ekki fyrr en samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Himinn og haf, þar sem finna má tölulegar upplýsingar um losun Íslands og loftslagsskuldbindingar, gætu íslenskt stjórnvöld þurft að kaupa heimildir fyrir um 3,7 milljónum tonna til að uppfylla skuldbindingar sínar. Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Fréttaskýringar Tengdar fréttir Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53 Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30 Hefji undirbúning til að kaupa losunarheimildir fyrir Ísland Íslendingar geta ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Kyotobókuninni um losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisstofnun segir að grípa þurfi til róttækra aðgerða eigi Íslendingar að standa við skuldbindingarnar árið 2030. 25. júní 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Þegar þjóðarleiðtogar komu saman í Marrakech í Marokkó til að leggja lokahönd á Kýótóbókunina, fyrsta stóra alþjóðlega samkomulagið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og berjast gegn loftslagsbreytingum af völdum manna, í nóvember árið 2001 var stóra markmið íslenskra stjórnvalda að tryggja að Ísland gæti aukið losun sína. Stóriðjustefna stjórnvalda var þá í algleymingi með nýjum álverum á Grundartanga og í Reyðarfirði, stækkun álversins í Straumsvík og járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samdi því um sérstakt ákvæði sem fríaði smáríki undan ábyrgð á losun vegna nýrra stórverkefna. Siv Friðleifsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra úr Framsóknarflokknum, fagnaði því að þetta samningsmarkmið Íslands hefði náðst í viðtali við Morgunblaðið 10. nóvember árið 2001. Ísland var ekki nefnt á nafn í ákvæðinu en í raun var það sérsniðið að nýrri stóriðju á Íslandi. Ísland var eina ríkið sem nýtti sér ákvæðið á meðan það var í gildi á fyrra skuldbindingartímabili bókunarinnar frá 2008 til 2012. Fyrir utan undanþáguna fyrir stóriðju sömdu íslensk stjórnvöld um að fá að auka losun Íslands á gróðurhúsalofttegundum um 10% miðað við árið 1990. Kýótóbókunin sjálf gekk út á að á fjórða tug þróaðra ríki drægju úr losun um 5%. Náðu markmiðinu þökk sé ákvæðinu Saga „íslenska ákvæðis“ Kýótóbókunarinnar er rifjuð upp í svari umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, á Alþingi í vikunni. Ákvæðið gerði Íslandi kleift að undanskilja losun á tæplega 3,3 milljónum tonna koltvísýringsígilda frá skuldbindingum sínum gagnvart Kýótóbókuninni á fyrra skuldbindingatímabili hennar. Það slagar hátt upp í árslosun Íslands á þeim tíma sem ákvæðið var samþykkt sem var þá í kringum fjórar milljónir tonna. Ísland stóðst skuldbindingar sínar á fyrra tímabili Kýótó þökk sé ákvæðinu. Heimildir Íslands um losun á tuttugu milljónum tonna af koltvísýringsígildum voru fullnýttar á tímabilinu en afgangurinn af meira en 23 milljón tonna heildarlosun var undanskilinn. Siv Friðleifsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, var kampakát þegar íslenska ákvæðið var samþykkt í Marokkó í nóvember árið 2001. Gátu aldrei framselt losunarheimildir Misskilnings á eðli íslenska ákvæðisins og Kýótóbókunarinnar virðist gæta í fyrirspurn þingmannsins. Spurningarnar ganga flestar út á hversu miklar losunarheimildir Ísland hafi fengið með ákvæðinu, hvert markaðsverð þeirra hafi verið og hefði verið væri ákvæðið enn í gildi. Íslandi var aldrei úthlutaður sérstakur fjöldi losunareininga eða heimilda með ákvæðinu heldur var losun frá nýrri stóriðju einfaldlega undanþegin skuldbindingum Íslands. Skilyrði voru um að losunin sem væri undanþegin mætti ekki vera meiri en 1,6 milljónir tonna á ári og aðeins mátti telja fram þá losun sem væri umfram skuldbindingar Íslands gagnvart bókuninni. Sérstaklega var tekið fram í ákvæðinu að Ísland gæti ekki framselt þá losun sem það mætti skilja undan bókhaldinu til annarra ríkja. Því segir í svari umhverfisráðherra að losun Íslands sem féll undir ákvæðið hefði aldrei haft neitt markaðsvirði. Sakaði ráðherra um að afsala þjóðinni milljarða króna Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem verulegs misskilnings um íslenska ákvæðið gætir. Árið 2009 sakaði Vigdís Hauksdóttir, þáverandi þingkona Framsóknarflokksins og núverandi kosningastjóri Miðflokksins, Svandísi Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, um að afsala íslensku þjóðinni fimmtán milljörðum króna verðmæti með því að endurnýja ekki ákvæðið fyrir annað skuldbindingatímabil Kýótóbókunarinnar. Ekki er ljóst hverju Vigdís byggði þá upphæð en þá líkt og nú lá fyrir að undanþágan sem Ísland naut á fyrri skuldbindingatímabili Kýótó var ekki framseljanleg. Verulegar breytingar urðu á losunarbókhaldi Íslands fyrir seinna skuldbindingatímabilið sem hófst árið 2013. Ísland hafði skuldbindingum að gegna í loftslagsmálum gagnvart EES-samningnum og úr varð að landið gekkst undir svonefnt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS). Losun frá stóriðju féll þá undir viðskiptakerfið og var ekki lengur á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Frá 2013 hefur aðeins losun sem fellur utan kerfisins verið á ábyrgð Íslands. „Þetta fyrirkomulag þýddi að ekki var þörf á framhaldi af íslenska ákvæðinu á 2. skuldbindingartímabili [Kýótó],“ segir í svari umhverfisráðherra við fyrirspurninni. Vigdís Hauksdóttir, kosningastjóri Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Þurfa að kaupa heimildir til að standa við skuldbindingarnar Þrátt fyrir að vera laus undan ábyrgð á losun stóriðjunnar á seinni skuldbindingatímabili Kýótó tókst íslenskum stjórnvöldum ekki að standa við skuldbindingar sínar. Þegar eitt ár var eftir af tímabilinu í fyrra hafði Ísland losað 10% meira en þær rúmlega 15,3 milljónir tonna í losunarheimildir sem það fékk úthlutað á tímabilinu. Tölur um losun árið 2020, síðasta ár Kýótó-bókunarinnar, liggja ekki fyrr en samkvæmt upplýsingum á vefsíðunni Himinn og haf, þar sem finna má tölulegar upplýsingar um losun Íslands og loftslagsskuldbindingar, gætu íslenskt stjórnvöld þurft að kaupa heimildir fyrir um 3,7 milljónum tonna til að uppfylla skuldbindingar sínar.
Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Fréttaskýringar Tengdar fréttir Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53 Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30 Hefji undirbúning til að kaupa losunarheimildir fyrir Ísland Íslendingar geta ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Kyotobókuninni um losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisstofnun segir að grípa þurfi til róttækra aðgerða eigi Íslendingar að standa við skuldbindingarnar árið 2030. 25. júní 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53
Segir aukna losun skýrast af því að Ísland greip ekki fyrr til markvissra aðgerða í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það vonbrigði og alvarlegt að losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hafi aukist um 2,2 prósent á milli áranna 2016 og 2017. 30. apríl 2019 10:30
Hefji undirbúning til að kaupa losunarheimildir fyrir Ísland Íslendingar geta ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Kyotobókuninni um losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisstofnun segir að grípa þurfi til róttækra aðgerða eigi Íslendingar að standa við skuldbindingarnar árið 2030. 25. júní 2018 07:00