Stjórnmál eru leiðinleg og koma mér ekki við Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 26. ágúst 2021 10:01 Þetta heyrir maður mjög oft þegar talið berst að stjórnmálum. Fólki finnst stjórnmálaumræða leiðinleg, flókin og óskiljanleg. Mörgum finnst þeir líka hafa engin raunveruleg áhrif eða völd yfir stjórnmálunum og þar af leiðandi sé best að vera ekkert að skipta sér af þeim enda skipti stjórnmálin eða stjórnmálamennirnir sér ekkert af þeim. Það gæti hins vegar varla verið fjarri sannleikanum. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem snýr að okkar daglega lífi. Í gegnum stjórnmálin er ákveðið eftir hvaða lögum okkur er ætlað að lifa og hver lífskjör okkar eru. Stjórnmálin ráða því hvaða vöruúrval er í búðunum sem við verslum í, hvað við þurfum að borga af húsnæðinu okkar, hvort við höfum aðgang að heilsugæslu og læknum, hvað það kostar að setja eldsneyti á bílinn, hvaða menntun er í boði fyrir börnin okkar og hvort við fáum öldrunarþjónustu við hæfi svo við getum átt áhyggjulaust ævikvöld. Svona væri lengi hægt að telja. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem þú gerir hvort sem þér líkar það betur eða verr. Þess vegna er það nauðsynlegt að allir skipti sér af stjórnmálunum. Lýðræðið virkar ekki nema sem flestir taki þátt, kynni sér hvað fólk og flokkar standa fyrir og kjósi samkvæmt því sem það tengir best við. Kjósi með hjartanu eins og stundum er sagt. Allir stjórnmálamenn eru óheiðarlegir svikarar. Þetta heyrist líka stundum sagt og þarf af leiðandi skipti engu máli hvað sé kosið og því sé best að sleppa því. Ég get vel skilið að fólki finnist það oft á tíðum en með virkri þátttöku sem flestra kjósenda er hægt að veita fólki sem er í stjórnmálum aðhald. Það er hreint og beint skylda kjósenda og þeirra hlutverk að veita þeim sem hafa orðið uppvísir að óheiðarleika að kjósa þá burt. Það versta sem gerist og hefur því miður lengi viðgengist er að kjósendur fari að styðja ákveðinn flokk eða framboð eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt, sama hvernig gengur. Munurinn er sá að það skiptir engu máli fyrir lífskjör fólks hvernig uppáhalds íþróttaliðinu þeirra gengur en öllu máli hvaða ákvarðanir eru teknar af stjórnmálaflokknum eða stjórnmálamönnunum sem það styður. „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ágætt dæmi um það þegar fólk styður í blindi ákveðin stjórnmálaflokk eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt er samtal sem ég átti við kunningja minn á eftirlaunaaldri varðandi stjórnmál, en í því samtali varpaði hann fram þessari yfirlýsingu hér fyrir ofan. Ég sagðist skilja að hann og einhverjir af hans kynslóð hefðu á einhverjum tíma átt samleið með sjálfstæðisflokknum en sem ellilífeyrisþegi gæti það varla átt við lengur og minnti hann á bréfið fræga frá Bjarna Ben í aðdraganda kosninganna 2013 þar sem Bjarni lofaði ellilífeyrisþegum öllu fögru í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Fram á þennan dag hafi efndirnar hins vegar verið litlar sem engar og mörgum ellilífeyrisþegum finnst þeir hafa verið illa sviknir. Hann horfði á mig í smástund, fékk sér sopa af kaffinu sínu, lagði svo frá sér bollann, leit í augun á mér og endurtók blákalt: „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“. Ég vissi varla hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Gefum okkur sjálfum og framtíðinni tækifæri. Nú þegar rétt um mánuður er fram að næstu alþingiskosningum langar mig að hvetja alla kjósendur að gefa sér tíma til að setja sig inn í stjórnmálaumræðuna og mynda sér skoðun á því sem hinir ólíku flokkar og frambjóðendur standa fyrir. Mig langar að hvetja fólk til að skipta sér af stjórnmálunum og láta vilja sinn í ljós, gefa sjálfu sér, börnunum sínum og framtíðinni tækifæri. Ég trúi á frelsi, mannréttindi, jöfn tækifæri og réttlæti fyrir alla. Þess vegna er ég í stjórnmálum. Á hvað trúir þú og í hvernig samfélagi vilt þú búa? Höfundar skipa 3. sæti Viðreisn í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Þetta heyrir maður mjög oft þegar talið berst að stjórnmálum. Fólki finnst stjórnmálaumræða leiðinleg, flókin og óskiljanleg. Mörgum finnst þeir líka hafa engin raunveruleg áhrif eða völd yfir stjórnmálunum og þar af leiðandi sé best að vera ekkert að skipta sér af þeim enda skipti stjórnmálin eða stjórnmálamennirnir sér ekkert af þeim. Það gæti hins vegar varla verið fjarri sannleikanum. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem snýr að okkar daglega lífi. Í gegnum stjórnmálin er ákveðið eftir hvaða lögum okkur er ætlað að lifa og hver lífskjör okkar eru. Stjórnmálin ráða því hvaða vöruúrval er í búðunum sem við verslum í, hvað við þurfum að borga af húsnæðinu okkar, hvort við höfum aðgang að heilsugæslu og læknum, hvað það kostar að setja eldsneyti á bílinn, hvaða menntun er í boði fyrir börnin okkar og hvort við fáum öldrunarþjónustu við hæfi svo við getum átt áhyggjulaust ævikvöld. Svona væri lengi hægt að telja. Stjórnmálin skipta sér af öllu sem þú gerir hvort sem þér líkar það betur eða verr. Þess vegna er það nauðsynlegt að allir skipti sér af stjórnmálunum. Lýðræðið virkar ekki nema sem flestir taki þátt, kynni sér hvað fólk og flokkar standa fyrir og kjósi samkvæmt því sem það tengir best við. Kjósi með hjartanu eins og stundum er sagt. Allir stjórnmálamenn eru óheiðarlegir svikarar. Þetta heyrist líka stundum sagt og þarf af leiðandi skipti engu máli hvað sé kosið og því sé best að sleppa því. Ég get vel skilið að fólki finnist það oft á tíðum en með virkri þátttöku sem flestra kjósenda er hægt að veita fólki sem er í stjórnmálum aðhald. Það er hreint og beint skylda kjósenda og þeirra hlutverk að veita þeim sem hafa orðið uppvísir að óheiðarleika að kjósa þá burt. Það versta sem gerist og hefur því miður lengi viðgengist er að kjósendur fari að styðja ákveðinn flokk eða framboð eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt, sama hvernig gengur. Munurinn er sá að það skiptir engu máli fyrir lífskjör fólks hvernig uppáhalds íþróttaliðinu þeirra gengur en öllu máli hvaða ákvarðanir eru teknar af stjórnmálaflokknum eða stjórnmálamönnunum sem það styður. „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“ Ágætt dæmi um það þegar fólk styður í blindi ákveðin stjórnmálaflokk eins og uppáhalds íþróttaliðið sitt er samtal sem ég átti við kunningja minn á eftirlaunaaldri varðandi stjórnmál, en í því samtali varpaði hann fram þessari yfirlýsingu hér fyrir ofan. Ég sagðist skilja að hann og einhverjir af hans kynslóð hefðu á einhverjum tíma átt samleið með sjálfstæðisflokknum en sem ellilífeyrisþegi gæti það varla átt við lengur og minnti hann á bréfið fræga frá Bjarna Ben í aðdraganda kosninganna 2013 þar sem Bjarni lofaði ellilífeyrisþegum öllu fögru í skiptum fyrir atkvæði þeirra. Fram á þennan dag hafi efndirnar hins vegar verið litlar sem engar og mörgum ellilífeyrisþegum finnst þeir hafa verið illa sviknir. Hann horfði á mig í smástund, fékk sér sopa af kaffinu sínu, lagði svo frá sér bollann, leit í augun á mér og endurtók blákalt: „Ég kýs sjálfstæðisflokkinn, ég hef alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf kjósa sjálfstæðisflokkinn“. Ég vissi varla hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Gefum okkur sjálfum og framtíðinni tækifæri. Nú þegar rétt um mánuður er fram að næstu alþingiskosningum langar mig að hvetja alla kjósendur að gefa sér tíma til að setja sig inn í stjórnmálaumræðuna og mynda sér skoðun á því sem hinir ólíku flokkar og frambjóðendur standa fyrir. Mig langar að hvetja fólk til að skipta sér af stjórnmálunum og láta vilja sinn í ljós, gefa sjálfu sér, börnunum sínum og framtíðinni tækifæri. Ég trúi á frelsi, mannréttindi, jöfn tækifæri og réttlæti fyrir alla. Þess vegna er ég í stjórnmálum. Á hvað trúir þú og í hvernig samfélagi vilt þú búa? Höfundar skipa 3. sæti Viðreisn í Suðurkjördæmi.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun