Lars vildi halda áfram en er ekki í fýlu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2021 18:45 Lars Lagerbäck í góðum gír með fyrrum samstarfsfélaga sínum Heimi Hallgrímssyni. Mynd/Skjáskot Lars Lagerbäck tók við íslenska landsliðinu fyrir tæpum tíu árum, og undir hans stjórn skrifaði liðið sinn glæstasta kafla í sögunni. Hann var svo ráðinn sem aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar, núverandi landsliðsþjálfara, en það samstarf entist ekki lengi. Lagerbäck segist gjarnan hafa viljað halda áfram. „Ég hefði glaður viljað halda áfram því að eins og þið vitið voru þetta líklega bestu fjögur til fjögur og hálft ár sem ég hef átt sem þjálfari,“ sagði Lagerbäck í samtali við Stöð 2. „Mikið af leikmönnunum sem ég þjálfaði voru enn í liðinu þannig að það var gott að koma aftur. Eins og ég sagði við Guðna, formann KSÍ, áður en við byrjuðum á þessu, og ég held að þetta hafi verið hans hugmynd frá upphafi, að ef maður þekkir fólkið ekki gæti þetta verið erfitt.“ Lagerbäck segir að hann og Arnar Þór hafi ekki haft sömu hugmyndir um landsliðið. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá höfðum við kannski ekki alveg sömu hugmyndir. Auðvitað virði ég ákvörðun Arnars. Hann verður að fara sínar leiðir ef það er það sem hann vill og ég er alls ekkert fúll yfir þessari ákvörðun.“ „Þetta er svolítið leiðinlegt, en svona er lífið og vonandi munu þeir standa sig vel.“ Þrátt fyrir að Lars Lagerbäck hafi lokið störfum í kringum íslenska landsliðið mun hann halda góðri tengingu við landið sem hann hefur bundist sterkum böndum. „Ég held að ég hafi áttað mig á því að ég er orðinn svo gamall að þetta hafi verið lokakaflinn. En maður veit aldrei í fótboltanum og á meðan ég er á fótum þá veit maður aldrei,“ sagði Svíinn léttur. „Nei, þetta er örugglega alveg búið. En ég mun koma aftur og fylgjast með landsliðinu og hitta alla íslensku vini mína. Allt tekur enda og ég er að átta mig á því hvað ég er orðinn gamall þannig að ég ætti kannski að taka því rólega núna,“ sagði Lagerbäck að lokum. Viðtalið við Lars Lagerbäck mjá sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
„Ég hefði glaður viljað halda áfram því að eins og þið vitið voru þetta líklega bestu fjögur til fjögur og hálft ár sem ég hef átt sem þjálfari,“ sagði Lagerbäck í samtali við Stöð 2. „Mikið af leikmönnunum sem ég þjálfaði voru enn í liðinu þannig að það var gott að koma aftur. Eins og ég sagði við Guðna, formann KSÍ, áður en við byrjuðum á þessu, og ég held að þetta hafi verið hans hugmynd frá upphafi, að ef maður þekkir fólkið ekki gæti þetta verið erfitt.“ Lagerbäck segir að hann og Arnar Þór hafi ekki haft sömu hugmyndir um landsliðið. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá höfðum við kannski ekki alveg sömu hugmyndir. Auðvitað virði ég ákvörðun Arnars. Hann verður að fara sínar leiðir ef það er það sem hann vill og ég er alls ekkert fúll yfir þessari ákvörðun.“ „Þetta er svolítið leiðinlegt, en svona er lífið og vonandi munu þeir standa sig vel.“ Þrátt fyrir að Lars Lagerbäck hafi lokið störfum í kringum íslenska landsliðið mun hann halda góðri tengingu við landið sem hann hefur bundist sterkum böndum. „Ég held að ég hafi áttað mig á því að ég er orðinn svo gamall að þetta hafi verið lokakaflinn. En maður veit aldrei í fótboltanum og á meðan ég er á fótum þá veit maður aldrei,“ sagði Svíinn léttur. „Nei, þetta er örugglega alveg búið. En ég mun koma aftur og fylgjast með landsliðinu og hitta alla íslensku vini mína. Allt tekur enda og ég er að átta mig á því hvað ég er orðinn gamall þannig að ég ætti kannski að taka því rólega núna,“ sagði Lagerbäck að lokum. Viðtalið við Lars Lagerbäck mjá sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira