„Orðið fínt en brenn enn fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2021 12:01 Líney Rut Halldórsdóttir hefur starfað fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi í fjöldamörg ár. lögreglan Líney Rut Halldórsdóttir skilur sátt við ÍSÍ en hún lætur af starfi framkvæmdastjóra sambandsins 1. október. Hún segir að ákvörðunin að hætta hafi ekki verið tekin í flýti. „Þetta er ekkert sem gerðist í gær eða fyrradag. Þetta er fínn tími til að gera breytingar. Þetta hefur verið langur tími en ég verð áfram í ákveðnum verkefnum og störfum fyrir ÍSÍ þannig að þetta er gert í sátt og samlyndi,“ sagði Líney við Vísi í dag. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ af Stefáni Konráðssyni haustið 2007. Hún er eina konan sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ. Hún hafði þó áður starfað fyrir ÍSÍ en ferill hennar hjá sambandinu spannar um tuttugu ár. „Ég byrjaði sem framkvæmdastjóri Ólympíunefndarinnar og tók svo við afrekssviðinu og var þar til 2002 þegar ég fór niður í ráðuneyti,“ sagði Líney sem starfaði sem deildarstjóri íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamálaráðuneytisins. „Þetta er orðið fínt en maður brennur enn fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna,“ sagði Líney sem hefur ekki enn ákveðið hvað tekur við hjá sér. Kemst aldrei frá íþróttunum „Ég er ekkert farin að hugsa það. Ég verð í einhverjum störfum fyrir ÍSÍ og svo kemur í ljós hvort eitthvað reki á fjörur manns,“ sagði Líney. En er líklegt að það verði eitthvað tengt íþróttum? „Einhvern veginn kemst ég aldrei frá þeim en ég veit ekki hvað verður. Ég set ekkert fyrir mig og er til í allt,“ sagði Líney. Ekki kulnun í starfi Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir íþróttahreyfinguna vegna kórónuveirufaraldursins. Líney segir að það spili þó ekkert inn í ákvörðun sína að hætta. „Það er ekki ástæðan. Ég er enn með fulla starfsorku. Vissulega hefur verið álag en þetta er ekki kulnun eða bruni í starfi,“ sagði Líney. Íþróttaþátttaka þjóðar mikilvæg Hún segir margt standa upp úr á árunum sem framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það hafa orðið miklar breytingar frá því ég tók við og eiginlega síðan ég kom inn á sínum tíma, 1997. Margt hefur breyst í umhverfi samtaka eins og ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar. Allt þetta frábæra íþróttastarf og mikla þátttaka í íþróttum stendur upp úr. Hún skiptir mjög miklu í lífi og heilsu þjóðar.“ Líney segir ÍSÍ vera á góðum stað. „Mér finnst það en við getum alltaf gert betur og er alltaf dagsskipunin, að gera betur.“ Vistaskipti ÍSÍ Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Lýkur óhemju langri sigurgöngu Vals? Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira
„Þetta er ekkert sem gerðist í gær eða fyrradag. Þetta er fínn tími til að gera breytingar. Þetta hefur verið langur tími en ég verð áfram í ákveðnum verkefnum og störfum fyrir ÍSÍ þannig að þetta er gert í sátt og samlyndi,“ sagði Líney við Vísi í dag. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ af Stefáni Konráðssyni haustið 2007. Hún er eina konan sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ. Hún hafði þó áður starfað fyrir ÍSÍ en ferill hennar hjá sambandinu spannar um tuttugu ár. „Ég byrjaði sem framkvæmdastjóri Ólympíunefndarinnar og tók svo við afrekssviðinu og var þar til 2002 þegar ég fór niður í ráðuneyti,“ sagði Líney sem starfaði sem deildarstjóri íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamálaráðuneytisins. „Þetta er orðið fínt en maður brennur enn fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna,“ sagði Líney sem hefur ekki enn ákveðið hvað tekur við hjá sér. Kemst aldrei frá íþróttunum „Ég er ekkert farin að hugsa það. Ég verð í einhverjum störfum fyrir ÍSÍ og svo kemur í ljós hvort eitthvað reki á fjörur manns,“ sagði Líney. En er líklegt að það verði eitthvað tengt íþróttum? „Einhvern veginn kemst ég aldrei frá þeim en ég veit ekki hvað verður. Ég set ekkert fyrir mig og er til í allt,“ sagði Líney. Ekki kulnun í starfi Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir íþróttahreyfinguna vegna kórónuveirufaraldursins. Líney segir að það spili þó ekkert inn í ákvörðun sína að hætta. „Það er ekki ástæðan. Ég er enn með fulla starfsorku. Vissulega hefur verið álag en þetta er ekki kulnun eða bruni í starfi,“ sagði Líney. Íþróttaþátttaka þjóðar mikilvæg Hún segir margt standa upp úr á árunum sem framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það hafa orðið miklar breytingar frá því ég tók við og eiginlega síðan ég kom inn á sínum tíma, 1997. Margt hefur breyst í umhverfi samtaka eins og ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar. Allt þetta frábæra íþróttastarf og mikla þátttaka í íþróttum stendur upp úr. Hún skiptir mjög miklu í lífi og heilsu þjóðar.“ Líney segir ÍSÍ vera á góðum stað. „Mér finnst það en við getum alltaf gert betur og er alltaf dagsskipunin, að gera betur.“
Vistaskipti ÍSÍ Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Lýkur óhemju langri sigurgöngu Vals? Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Mikið áfall fyrir Eyjakonur Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Öskraði í miðju vítaskoti „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Sjá meira