

Kristjana Arnarsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur tekið til starfa sem nýr verkefnastjóri kynningarmála á skrifstofu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), í stað Sigríðar Unnar Jónsdóttur sem lét af störfum um síðustu áramót.
Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu.
Það tók Willum Þór Þórsson, fyrrum heilbrigðisráðherra, töluverðan tíma að jafna sig á niðurstöðu Alþingiskosninga vetrarins. Hann gat þó gefið sér meiri tíma með fjölskyldunni og gat, í fyrsta skipti á ævinni, ígrundað næstu skref.
Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, gagnrýnir þá leið íþróttayfirvalda að dæma leikmenn í leikbann vegna veðmálabrota og kallar eftir því að þeir fái aðstoð og menntun í staðinn. Gagnrýnin kemur fram í ljósi banns fyrirliða Vestra.
Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfari, mun bjóða sig fram til forseta ÍSÍ á ársþingi sambandsins um miðjan maí.
Eftir að hafa verið forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í tólf ár hefur Lárus Blöndal ákveðið að stíga til hliðar.
Eftir sjö ár án þess að fá krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ hefur Knattspyrnusamband Íslands nú á ný fengið úthlutun úr sjóðnum. Handknattleikssamband Íslands hefur þó fengið langhæstu upphæðina hingað til eða fimmtíu milljónum meira en næsta sérsamband.
Ferðakostnaður barna í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni hefur aukist á síðustu árum en framlag ríkisins fylgir ekki verðlagi og hefur því rýrnað umtalsvert.
Stjórnarkona hjá bæði ÍSÍ og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu segir bann Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, við þátttöku trans kvenna í íþróttum áhyggjuefni. Íslenska íþróttahreyfingin eigi að standa með inngildingu fremur en útilokun.
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari körfuboltaliðs Aþenu, er afar ósáttur við ályktun ÍSÍ svo vægt sé til orða tekið; þess efnis að þjálfarar láti af ofbeldi í störfum sínum. Brynjar Karl óskar þess að ÍSÍ láti af níði í garð stelpnanna í liði sínu.
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segist fordæma allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Sambandið bendir á að þjálfarar eigi að gæta að málfari og hegðun sinni, og beiti sér gegn öllu ofbeldi.
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, á næsta ársþingi þess.
Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður, ritstjóri, rithöfundur og einhver glæsilegasti íþróttamaður sem Ísland hefur alið, er fallinn frá 85 ára að aldri.
Starfsmönnum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands dauðbrá í gærmorgun þegar þeir mættu til vinnu í Laugardalinn en þá var búið að veggfóðra anddyrið með límmmiðum: Rapyd styður þjóðarmorð!
Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir það mikil vonbrigði fyrir sambandið að fá ekki úthlutað fjármunum úr afrekssjóði ÍSÍ enn einu sinni. Hann telur sig hins vegar hafa fengið hálfgert loforð frá forsvarsmönnum ÍSÍ sem lofi góðu um framhaldið hvað úthlutun varðar.
Handknattleiksamband Íslands er áfram það sérsamband sem fær langmestu úthlutað úr Afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.
Valnefnd Íþrótta- og ólympíusambands Íslands hefur valið þrjá öfluga sjálfboðaliða úr íþróttahreyfingunni sem koma til greina sem Íþróttaeldhugi ársins 2024. Þau koma úr fótbolta, handbolta og körfubolta.
Framkvæmdastjórn Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands samþykkti fyrr í desember tillögu stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ um flokkun sérsambanda í afreksflokka.
Íþróttasamband Íslands hefur gert upp landsátakið Syndum sem lauk 30. nóvember síðastliðinn en fjallað er um það á heimasíðu sambandsins.
Íþróttir og íþróttaárangur er einfaldasta leiðin til þess að fá hóp af fólki eða til og með heila þjóð til að líða vel í tiltölulega skamman tíma.
Nú þegar styttist í Alþingiskosningar bað Vísir stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu að svara því hver stefna þeirra væri varðandi stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum. Á morgun birtast svör þeirra varðandi stefnu í málefnum þjóðarleikvanga.
Stefnt er að því að auka umtalsvert á fjárveitingar ríkisins til afreksíþrótta hérlendis. Mennta- og barnamálaráðherra greindi frá þessu á fjármálaráðstefnu ÍSÍ í dag.
Varaformaður Skautafélags Reykjavíkur gagnrýnir Íshokkísamband Íslands harðlega í ljósi mála sem hafa skekið sambandið að undanförnu. Friður fáist ekki í hreyfinguna fyrr en þau verði leidd til lykta og til þess þurfi utanaðkomandi aðila.
Landsliðsfólk okkar í hópfimleikum hefur þurft að fjármagna þátttöku sína á stórmótum með sölu á klósettpappír, lakkrís og túlípönum svo eitthvað sé nefnt. „Auka álag sem maður á ekki að þurfa að pæla í,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, landsliðsfyrirliði.
Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt fram umsókn um úthlutun í Afrekssjóð ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir árið 2025. Frá þessu er greint á vef KSÍ.
Keppandi á Ólympíuleikunum í París fór yfir af hverju íslenska íþróttafólkinu ætti ekki að leiðast í Ólympíuþorpinu
Það eru aðeins tveir dagar í setningarhátíð Ólympíuleikanna í París og íþróttafólk þjóðanna streymir að til Frakkland. Hluti af starfsfólki ÍSÍ er nú mætt í Ólympíuþorpið og stendur undirbúningur sem hæst.
Sundamaðurinn Anton Sveinn McKee verður fyrsti íslenski afreksíþróttamaðurinn sem býður sig fram til Íþróttamannanefndar Alþjóðaólympíunefndarinnar.
Afreksstjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir það vonbrigði að eins og staðan sé í dag bendi allt til þess að Íslands eigi aðeins fimm fulltrúa á Ólympíuleikunum í París í sumar. Á sama tíma sér hann hins vegar endalausa möguleika í íþróttahreyfingunni hér á landi.
Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að setja þurfi miklu meiri fjármuni í allt íþróttastarf hér landi. Forvarnir ættu að spara marga milljarða inni í heilbrigðiskerfinu.