Bjarga ófleygum fýlsungum áður en það verður ekið á þá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. ágúst 2021 09:31 Á heimasíðu Fuglaverndar kemur m.a. fram að fýlsungar eru að yfirgefa hreiður frá lok águst fram í miðjan september. Þeir svífa frá syllunni sinni og ná oft ekki út í sjó og lenda þá á landi milli varpstöðva og sjávar. Eftir gott sumar er nú urmull af þeim í Mýrdalnum og vafalaust víðar. Fuglavernd/Daníel Bergmann Ragnheiður Blöndal og maður hennar, Sigurjón Halldór Birgisson, sem búa á Selfossi fór í gær og björguðu fimmtán fýlsungum úr vegköntum í kringum Vík í Mýrdal og komu þeim út á sjó. „Fýlsungar drepast í hrönnum vegna ökumanna sem hreinlega keyra mjög oft viljandi yfir þá, sorglegt en satt. Ég varð sjálf vitni af því í gær þegar við vorum að koma einum unga í kassa en þá kom ökumaður á fullri ferð og keyrði yfir annan unga. Ég er farin að hallast að því að sumir bílstjórar haldi að ungarnir sé fullvaxta særðir fuglar en unginn er mjög stór miðað við aldur eða næstum jafn stór fullvaxta fugli. Sama hvort það sé raunin eða ekki þá keyrir maður bara alls ekki viljandi á fugla, né nokkur önnur dýr, hvort sem þeir eru særðir eða ekki, það er hreint og klárt illvirki,“ segir Ragnheiður og bætir við. Einn af þeim fimmtán Fýlsungum, sem Ragnheiður og Sigurjón björguðu í gær og fóru með út á sjó.Aðsend „Margir veigra sér örugglega við að bjarga fýlsungum því þeir geta ælt lýsi sem er meðfætt varnarviðbragð hjá þeim. Ég segi það hér og nú að tveir af þessum fimmtán ungum ældu en bunurnar drifu mjög stutt og við sluppum alveg við þær, ég fann ekki einu sinni lykt.“ Ragnheiður og Sigurjón ætla í aðra ferð á morgun í kringum Vík og bjarga fleiri ungum og hvetja alla áhugasama að fara með þeim. Sigurjón að sleppa unga í gær.Aðsend „Já, við leggjum í hann um níu í fyrramálið og ég veit að það eru fleiri að fara á morgun og ekki endilega á sama tíma og við. En þetta brölt á ungunum stendur fram í miðjan september þannig ég mun örugglega líka fara næstu helgi og jafnvel helgina þar á eftir. Ég ætla líka að spjalla við þá hjá Vegagerðinni á mánudaginn með þá hugmynd að láta lækka hámarkshraða umferðar á meðan þetta tímabil gengur yfir, og þá bara markvissa á hverju ári“, segir Ragnheiður um leið og hún vill koma þessu á framfæri; „Já, það er eitt sem er kannski mikilvægt að komi fram ef fólk fer í björgunarleiðangur og það er að aðeins einn ungi má fara í hvern pappakassa, þeir geta annars ælt á hvorn annan og þá er voðinn vís fyrir þann sem verður fyrir spýjunni því þetta getur límt saman á þeim fjaðrirnar. Við vorum bara með fimm kassa í gær því við komum ekki fleiri í bílinn." Ragnheiður og Sigurjón hvetja fólk að koma með sér á morgun og bjarga fýlsungum en þeir liggja víða ófleygir með fram vegum eins og á milli Vík og Kirkjubæjarklausturs.Aðsend Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Fýlsungar drepast í hrönnum vegna ökumanna sem hreinlega keyra mjög oft viljandi yfir þá, sorglegt en satt. Ég varð sjálf vitni af því í gær þegar við vorum að koma einum unga í kassa en þá kom ökumaður á fullri ferð og keyrði yfir annan unga. Ég er farin að hallast að því að sumir bílstjórar haldi að ungarnir sé fullvaxta særðir fuglar en unginn er mjög stór miðað við aldur eða næstum jafn stór fullvaxta fugli. Sama hvort það sé raunin eða ekki þá keyrir maður bara alls ekki viljandi á fugla, né nokkur önnur dýr, hvort sem þeir eru særðir eða ekki, það er hreint og klárt illvirki,“ segir Ragnheiður og bætir við. Einn af þeim fimmtán Fýlsungum, sem Ragnheiður og Sigurjón björguðu í gær og fóru með út á sjó.Aðsend „Margir veigra sér örugglega við að bjarga fýlsungum því þeir geta ælt lýsi sem er meðfætt varnarviðbragð hjá þeim. Ég segi það hér og nú að tveir af þessum fimmtán ungum ældu en bunurnar drifu mjög stutt og við sluppum alveg við þær, ég fann ekki einu sinni lykt.“ Ragnheiður og Sigurjón ætla í aðra ferð á morgun í kringum Vík og bjarga fleiri ungum og hvetja alla áhugasama að fara með þeim. Sigurjón að sleppa unga í gær.Aðsend „Já, við leggjum í hann um níu í fyrramálið og ég veit að það eru fleiri að fara á morgun og ekki endilega á sama tíma og við. En þetta brölt á ungunum stendur fram í miðjan september þannig ég mun örugglega líka fara næstu helgi og jafnvel helgina þar á eftir. Ég ætla líka að spjalla við þá hjá Vegagerðinni á mánudaginn með þá hugmynd að láta lækka hámarkshraða umferðar á meðan þetta tímabil gengur yfir, og þá bara markvissa á hverju ári“, segir Ragnheiður um leið og hún vill koma þessu á framfæri; „Já, það er eitt sem er kannski mikilvægt að komi fram ef fólk fer í björgunarleiðangur og það er að aðeins einn ungi má fara í hvern pappakassa, þeir geta annars ælt á hvorn annan og þá er voðinn vís fyrir þann sem verður fyrir spýjunni því þetta getur límt saman á þeim fjaðrirnar. Við vorum bara með fimm kassa í gær því við komum ekki fleiri í bílinn." Ragnheiður og Sigurjón hvetja fólk að koma með sér á morgun og bjarga fýlsungum en þeir liggja víða ófleygir með fram vegum eins og á milli Vík og Kirkjubæjarklausturs.Aðsend
Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira