Hvetur íbúa til að standa saman eftir skotárásina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. ágúst 2021 12:34 Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Vísir/Einar Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina. Skotárásin átti sér stað síðastliðið fimmtudagskvöld og lauk þannig að byssumaðurinn, sem var einn að verki, skaut að lögreglu. Lögregla skaut þá manninn, sem var í kjölfarið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er líðan hans stöðug samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Engan annan en byssumanninn sakaði. Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa Egilsstaða til að standa saman eftir málið, sem hann segir nokkuð áfall. „Þetta er nokkuð sem við eigum ekkert von á og erum ekkert undir búin, í sjálfu sér. Það er ósköp eðlilegt að þetta hafi haft þau áhrif á fólk að það sé hálfpartinn miður sín. En þetta er eitthvað sem við vinnum svo bara úr,“ segir Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings. Frá vettvangi á Egilsstöðum í gær.Guðmundur Hjalti Stefánsson Nokkrar fjölskyldur hafi leitað til áfallamiðstöðvar sem Rauði krossinn hafi komið upp í gær. Hann hvetur fleiri til að gera slíkt hið sama ef það telur þörf á. Björn er ánægður með viðbrögð lögreglu. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið austur í gær, en hefur nú lokið störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Lögreglan hér hefur verið að vinna mjög gott verk, og gerðu það þarna líka við mjög erfiðar aðstæður. Það er enginn öfundsverður af því að lenda í svona löguðu, en þeir unnu þetta mjög vel.“ Björn segir finna fyrir samheldni meðal íbúa á Egilstöðum, í kjölfar árásarinnar. „Ég hef ekki skynjað neitt annað en það að íbúarnir séu akkúrat að stíga þau skref að bakka hvern annan upp.“ Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Sjá meira
Skotárásin átti sér stað síðastliðið fimmtudagskvöld og lauk þannig að byssumaðurinn, sem var einn að verki, skaut að lögreglu. Lögregla skaut þá manninn, sem var í kjölfarið fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er líðan hans stöðug samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Engan annan en byssumanninn sakaði. Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa Egilsstaða til að standa saman eftir málið, sem hann segir nokkuð áfall. „Þetta er nokkuð sem við eigum ekkert von á og erum ekkert undir búin, í sjálfu sér. Það er ósköp eðlilegt að þetta hafi haft þau áhrif á fólk að það sé hálfpartinn miður sín. En þetta er eitthvað sem við vinnum svo bara úr,“ segir Björn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings. Frá vettvangi á Egilsstöðum í gær.Guðmundur Hjalti Stefánsson Nokkrar fjölskyldur hafi leitað til áfallamiðstöðvar sem Rauði krossinn hafi komið upp í gær. Hann hvetur fleiri til að gera slíkt hið sama ef það telur þörf á. Björn er ánægður með viðbrögð lögreglu. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var flogið austur í gær, en hefur nú lokið störfum á vettvangi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. „Lögreglan hér hefur verið að vinna mjög gott verk, og gerðu það þarna líka við mjög erfiðar aðstæður. Það er enginn öfundsverður af því að lenda í svona löguðu, en þeir unnu þetta mjög vel.“ Björn segir finna fyrir samheldni meðal íbúa á Egilstöðum, í kjölfar árásarinnar. „Ég hef ekki skynjað neitt annað en það að íbúarnir séu akkúrat að stíga þau skref að bakka hvern annan upp.“
Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Sjá meira
Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51
Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21