Fyrsti gestur þáttarins er Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Þeirra innlegg í kosningabaráttuna og loftslagsmálin er upplýsingar um orkuþörf Íslendinga næstu áratugi ef takast á að ná fram orkuskiptum. Sú þörf kallar á umfangsmiklar virkjanir af ýmsum toga og ágang á náttúruna, Verða allir sáttir við það?
Dr. Janus F. Guðlaugsson hefur gríðarlega reynslu af því að vinna með eldra fólki og hann er gagnrýninn á það hvernig við hugsum um heilbrigði þess og ekki síst hvernig við verjum takmörkuðum fjármunum á þessu sviði.
Þá mæta þau Logi Einarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til að rökræða helstu mál þessarar kosningabaráttu.
Í lok þáttar verður rætt við Hönnu Björg sem sagði knattspyrnuhreyfingunni stríð á hendur.
Sprengisandur hefst strax eftir fréttir klukkan 10:00 á Bylgjunni. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.