Hróðmar Sigurðsson gefur út sína fyrstu plötu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. ágúst 2021 14:04 Hróðmar Sigurðsson heldur útgáfutónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur í kvöld. Aðsent Í dag gaf gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson út sína fyrstu plötu og kemur hún út á vegum Reykjavik Record Shop. Útgáfutónleikar verða haldnir í kvöld á Jazzhátíð Reykjavíkur í Flóa, Hörpu klukkan átta. Frá árinu 2020 hefur Hróðmar starfrækt hljómsveit sína sem samanstendur af einvalaliði tónlistarfólks. Lög og útsetningar eru í höndum Hróðmars en með hljómsveitinni hefur þróast hljóðheimur sem hverfist um rafgítarinn og haganlega samofnar brassútsetningar sem kallast á við kraumandi takt hjá ryþmasveit og má heyra innblástur frá hinum ýmsu tónlistarstílum. Platan var tekin upp í Sundlauginni vor og haust 2020, Birgir Jón Birgisson sá um upptökustjórn, Kjartan Kjartansson hljóðblandaði og hljómjafnaði og plötuumslag hannaði Þórdís Erla Zoega. Á tónleikunum koma fram Hróðmar Sigurðsson á rafgítar, Ingibjörg Elsa Turchi á rafbassa, Magnús Jóhann Ragnarsson á hammond orgel og hljómborð, Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk, Elvar Bragi Kristjónsson á trompet og flugelhorn, Tumi Árnason á tenór saxófón og Ingi Garðar Erlendsson á básúnu. Titill plötunnar er einfaldlega Hróðmar Sigurðsson. Hróðmar lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH árið 2017. Síðan þá hefur hann starfað sem tónlistarmaður og leikið tónlist með ýmsum tónlistarmönnum þvert á stíla, til dæmis Ife Tolentino, Elísabetu Ormslev, Teiti Magnússyni, Elísabetu Eyþórsdóttur og Ingibjörgu Tur. Miðasala fer fram á Tix. Hér fyrir neðan má heyra lagið hans Gone fishing. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Frá árinu 2020 hefur Hróðmar starfrækt hljómsveit sína sem samanstendur af einvalaliði tónlistarfólks. Lög og útsetningar eru í höndum Hróðmars en með hljómsveitinni hefur þróast hljóðheimur sem hverfist um rafgítarinn og haganlega samofnar brassútsetningar sem kallast á við kraumandi takt hjá ryþmasveit og má heyra innblástur frá hinum ýmsu tónlistarstílum. Platan var tekin upp í Sundlauginni vor og haust 2020, Birgir Jón Birgisson sá um upptökustjórn, Kjartan Kjartansson hljóðblandaði og hljómjafnaði og plötuumslag hannaði Þórdís Erla Zoega. Á tónleikunum koma fram Hróðmar Sigurðsson á rafgítar, Ingibjörg Elsa Turchi á rafbassa, Magnús Jóhann Ragnarsson á hammond orgel og hljómborð, Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk, Elvar Bragi Kristjónsson á trompet og flugelhorn, Tumi Árnason á tenór saxófón og Ingi Garðar Erlendsson á básúnu. Titill plötunnar er einfaldlega Hróðmar Sigurðsson. Hróðmar lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla FÍH árið 2017. Síðan þá hefur hann starfað sem tónlistarmaður og leikið tónlist með ýmsum tónlistarmönnum þvert á stíla, til dæmis Ife Tolentino, Elísabetu Ormslev, Teiti Magnússyni, Elísabetu Eyþórsdóttur og Ingibjörgu Tur. Miðasala fer fram á Tix. Hér fyrir neðan má heyra lagið hans Gone fishing.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira