Arnar segir núverandi hóp með hreinan skjöld Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2021 16:01 Arnar Þór Viðarsson á æfingu landsliðsins í Laugardalnum í dag fyrir leikina við Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskaland. vísir/vilhelm „Ekkert lið í sögu knattspyrnunnar hefur verið sett undir svona pressu,“ segir Arnar Þór Viðarsson um íslenska karlalandsliðið sem hann stýrir gegn Rúmeníu á Laugardalsvelli á fimmtudag. Leikirnir þrír sem fram undan eru í undankeppni HM fara fram í skugga ásakana um ofbeldisverk leikmanna sem spilað hafa fyrir landsliðið, og gagnrýni á viðbrögð KSÍ við þeim sem leitt hafa til afsagnar stjórnar sambandsins. Fráfarandi stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði frá því að landsliðsmaður hefði beitt sig kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Arnar var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að í landsliðshópnum núna væru allir með hreinan skjöld og svaraði því játandi. „Pressan á liðinu er gígantísk. En allir leikmennirnir sem eru hjá mér í dag eru með hreinan skjöld. Ég get ekki spáð fyrir framtíðinni en pressan er gígantísk og ég held að það geri sér ekki margir grein fyrir því hversu stór og mikil þessi pressa er,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um pressuna á landsliðið En hræðist hann það að það komi fram sögur um leikmenn sem eru í hópnum núna? „Það væri rosalega ósanngjarnt af mér gagnvart þeim, og það er líka dálítið ósanngjarnt að spyrja um þetta, því þannig er verið að gefa í skyn að það sé eitthvað,“ sagði Arnar. Stendur auðvitað með þolendum Arnar var óviss þegar hann var spurður hvort að landsliðið myndi klæðast sérstökum treyjum eða með einhverjum öðrum hætti senda frá sér skilaboð fyrir leikinn á fimmtudaginn, til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Hann kvaðst halda að það gæti reynst erfitt einfaldlega vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu og samninga við íþróttavöruframleiðandann Puma. Aðspurður hvort hann gæti þó sagt hér og nú að hann stæði með þolendum svaraði landsliðsþjálfarinn skýrt: „Auðvitað. Er einhver í landinu sem stendur ekki með þolendum? Þetta er augljóst.“ HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46 Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26 Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. 31. ágúst 2021 15:52 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Leikirnir þrír sem fram undan eru í undankeppni HM fara fram í skugga ásakana um ofbeldisverk leikmanna sem spilað hafa fyrir landsliðið, og gagnrýni á viðbrögð KSÍ við þeim sem leitt hafa til afsagnar stjórnar sambandsins. Fráfarandi stjórn KSÍ tók Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópnum, eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði frá því að landsliðsmaður hefði beitt sig kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Arnar var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort að í landsliðshópnum núna væru allir með hreinan skjöld og svaraði því játandi. „Pressan á liðinu er gígantísk. En allir leikmennirnir sem eru hjá mér í dag eru með hreinan skjöld. Ég get ekki spáð fyrir framtíðinni en pressan er gígantísk og ég held að það geri sér ekki margir grein fyrir því hversu stór og mikil þessi pressa er,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar um pressuna á landsliðið En hræðist hann það að það komi fram sögur um leikmenn sem eru í hópnum núna? „Það væri rosalega ósanngjarnt af mér gagnvart þeim, og það er líka dálítið ósanngjarnt að spyrja um þetta, því þannig er verið að gefa í skyn að það sé eitthvað,“ sagði Arnar. Stendur auðvitað með þolendum Arnar var óviss þegar hann var spurður hvort að landsliðið myndi klæðast sérstökum treyjum eða með einhverjum öðrum hætti senda frá sér skilaboð fyrir leikinn á fimmtudaginn, til að sýna þolendum ofbeldis stuðning. Hann kvaðst halda að það gæti reynst erfitt einfaldlega vegna reglna Knattspyrnusambands Evrópu og samninga við íþróttavöruframleiðandann Puma. Aðspurður hvort hann gæti þó sagt hér og nú að hann stæði með þolendum svaraði landsliðsþjálfarinn skýrt: „Auðvitað. Er einhver í landinu sem stendur ekki með þolendum? Þetta er augljóst.“
HM 2022 í Katar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46 Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26 Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. 31. ágúst 2021 15:52 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Arnar: Ósanngjarnt gagnvart hópnum ef stemningin verður ekki góð „Ég væri lélegur þjálfari ef ég bæði leikmenn um að vera í fullum fókus á leikinn núna,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, meðal annars á blaðamannafundi sínum í dag. 31. ágúst 2021 15:46
Leikmenn hræddir við að segja eitthvað rangt Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leikmenn hrædda við að tjá sig varðandi þau mál sem snúið hafa að karlalandsliðinu í fótbolta og Knattspyrnusambandi Íslands undanfarna daga. 31. ágúst 2021 15:26
Svona var blaðamannafundur Arnars Þórs Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum. 31. ágúst 2021 15:52