Stormur var svangur og óð inn á sett eiganda síns Anthony Farnell.
Myndband af Stormi og Anthony Farnell frá því á föstudaginn má sjá hér að neðan. Við myndbandið stendur að áhorfendur Global News í Toronto hafi lengi treyst á veðurfréttir Farnell og sömuleiðis á Storm.
„Báðir eru fagmenn í húð og hár, Anthony kláraði veðurfréttirnar án nokkurra vandræða á meðan Stomur borðaði (og stillti sér upp fyrir myndavélarnar),“ var skrifað við myndbandið.
Annað myndband af Stormi í setti, sem birt var á Tik Tok um helgina hefur sömuleiðis notið mikilla vinsælda.
Veðurhundurinn Stormur, sem er tíu ára gamall, er vinsæll á samfélagsmiðlum og mætir víst reglulega í útsendingar veðurfrétta Global News í Toronto.