Miðjan er komin langt til hægri við þjóðina Gunnar Smári Egilsson skrifar 1. september 2021 13:00 Það sorglegasta við íslensk stjórnmál er hvernig forysta flokkanna hefur fært umræðuna svo langt til hægri við afstöðu meginþorra fólks að það er á mörkunum að hægt sé að kalla Ísland lýðræðisríki. Lýðræði er fyrirkomulag þar sem yfirvöld stjórna landinu í takt við vonir og væntingar lýðsins, almenning í landinu. Sú er ekki raunin á Íslandi. Ástæðan er þjónkun svokallaðra vinstri- og miðjuflokka við Sjálfstæðisflokkinn og þjónkun forystu Sjálfstæðisflokksins við fámennan hóp auðkýfinga sem í reynd ræður öllu á Íslandi. Allt sem gert er byggir á þeirra kröfum og ekkert er gert gegn þeirra vilja. Og það sem er enn sorglegra er að við vitum þetta öll. Við lifum í samfélagi þar sem fámenn klíka auðfólks ræður öllu og beitir ríkisvaldinu í eigin þágu og gegn hagsmunum almennings; í samfélagi þar sem þetta niðurbrot lýðræðisins er almennt viðurkennt af stjórnmálastéttinni, fjölmiðlum, fræðasamfélaginu, stórum hluta verkalýðshreyfingarinnar og meðal stjórna almannasamtaka. Þrátt fyrir að öllum sé ljóst að eina von fólks gegn alræði auðvaldsins sé virk andspyrna almennings í verkalýðshreyfingu og öðrum almannasamtökum, sterk staða stjórnmálaflokka almennings á þingi og sveitarstjórnum, öflugt aðhald fjölmiðla og virk almenn umræða sem rekin er út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings; þá er eins og fólkið sem á að gæta að varðstöðu og sókn almennings hafi meira og minna gefist upp, fært auðvaldinu stjórnmálavettvanginn allan og þar með framkvæmdararm lýðræðisins, sjálft ríkisvaldið. Ríkisvald sem þjónar ekki almenningi heldur hinum fáu ríku og valdamiklu er ógn við lýðræðið. Það er frumskilyrði allra framfara á Íslandi að hrekja auðvaldið frá völdum, taka af því ríkisvaldið og færa það almenningi. Og til þess að ná samstöðu um slíkt þurfum við að byrja á því að endurheimta miðjuna í íslenskum stjórnmálum, sækja hana frá hægrinu. Hvar er miðjan? Undanfarið hafa birst niðurstöður skoðanakannana sem sýna glögglega að almenningur vill allt annað en þá stefnu sem stjórnvöld reka. Almenningur vill hækka skatta á hin ríku en stjórnvöld eru að lækka þá. Almenningur vill taka kvótann af sægreifunum en stjórnvöld vilja að þeir haldi honum og borgi sem minnst fyrir hann. Almenningur vill ekki selja bankanna en stjórnvöld selja þá samt. Almenningur vill miklu meira fé inn í rekstur opinberrar heilbrigðisþjónustu en stjórnvöld segja að mikilvægara sé að einkavæða kerfið. Og svo framvegis. Þegar niðurstöðurnar eru greindar kemur fram að um 85% fylgjenda allra flokka eru samstíga, vilja aukið almannavald og minna auðvald. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið skorinn frá. Stuðningur við almannavald er veikara meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins en annarra flokka. Samt er meirihlutinn þar fylgjandi auknu almannavaldi. Andstæðingar almannahagsmuna eru hins vegar fleiri innan Valhallar en í öðrum flokkum og þessum hópi hefur tekist að beygja Sjálfstæðisflokkinn undir sig. Þetta væri ekki mikið vandamál ef forysta hinna flokkanna stæði með grasrót sinna flokka og berðist fyrir almannavaldi gegn auðvaldi. Þá mætti reka hér ríkisvald almennings í lýðræðissamfélagi þar sem því yrði beitt til að byggja upp samfélag í takt við vonir og væntingar almennings. En sú er ekki raunin. Æ ofan í æ hefur forysta annarra flokka selt sjálfri sér þá fráleitu hugmynd að hlutverk sitt sé að gera málamiðlun við auðvaldið um stjórn landsins, að selja skýlausa kröfu almennings um að ríkisvaldið tilheyri almenningi en ekki auðvaldinu fyrir ráðherrastóla og fyrir að fá að vera inn í herberginu þegar auðvaldið tekur ákvarðanir. Og kannski eilitlar sárabætur, eitthvað sem auðvaldinu er ósárt um að kasta til almennings. Yfirlýsing gærkvöldsins Í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins í gær kristallaðist þessi staða forystu Framsóknar og VG. Formenn þessara flokka lýstu því yfir að þeim liði vel í samstarfi við forystu Sjálfstæðisflokksins og stefndu að því að framlengja stjórnarsetu hans um fjögur ár til viðbótar eftir kosningarnar í haust. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 26 ár af síðustu þrjátíu. Ef formönnum VG og Framsóknar verður að ósk sinni mun Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið við völd í þrjátíu ár af síðustu 34 árið 2025. Hann mun þá hafa fengið fjögur ár enn til að flytja skattbyrði af hinum ríku yfir á almenning, festa í sessi einkavæðingu fiskimiðanna sem áður voru almenningur, svelta heilbrigðis- og menntakerfið og undirbúa einkavæðingu þessara grunnkerfa sem almenningur byggði upp á síðustu öld, einkavæða vegakerfið, flugvelli og hafnir, einkavæða banka, Landsvirkjun og orkufyrirtæki almennings, skerða völd verkalýðshreyfingar og almannasamtaka og auka völd hinna fáu ríku … allt gegn vilja mikils meirihluta almennings. VG kennir sig við vinstristefnu, sem er annað orð yfir sósíalisma og frelsisbaráttu hinna fátæku, kúguðu og valdalausu gegn ógnarvaldi auðsins. Framsóknarflokkurinn segist vera miðjuflokkur, eins og stefna hans sé nálægt miðju afstöðu þjóðarinnar, þegar í reynd stefnan er langt langt til hægri og stuðningur forystu flokksins við stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins spenni flokkinn fyrir vagn harðkjarna þess flokks sem ætlar með samfélagið i þveröfuga átt við það sem almenningur vill. Á hvaða miðju ræðst framtíðin? Slagorð Framsóknarflokksins í þessum kosningum er að framtíðin ráðist á miðjunni. Þetta er gamalt slagorð frá nýfrjálshyggjupáfanum Tony Blair, sem var einmitt forystumaður í vinstriflokki sem keyrði miðjuna í stjórnmálunum langt til hægri. Þegar forysta Framsóknar segir að framtíðin ráðist á miðjunni þá er hún að vísa til slíkrar miðju, miðju elítustjórnmálanna sem liggur fast upp við öfga-hægrið í Sjálfstæðisflokknum. Hin raunverulega miðja í íslenskum stjórnvöldum er hins vegar þar sem almenningur stendur, meðal þess fólks sem velur almannavald fram yfir auðvald í öllum málum. Í þeim hópi, og með þeim hópi, stendur Sósíalistaflokkur Íslands. Í umræðu elítustjórnmálanna er sú mynd dregin upp að Sósíalistaflokkurinn sé jaðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. Sósíalistaflokkurinn hefur hins vegar lagt fram stefnu fyrir þessar kosningar sem er í góðum takti við afstöðu mikils meirihluta landsmanna í öllum veigamiklum málum. Það er hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn sem er algjör jaðarflokkur, fámenn klíka með sérviskulegar skoðanir sem eiga sér engan samhljóm með lífsafstöðu meginþorra landsmanna. Og það er fráleitt af forystu Framsóknar að hún finni miðju íslenskra stjórnvalda í kompaníi við Sjálfstæðisflokkinn og þá klíku sem hefur náð völdum innan þess flokks. Framtíðin mun ráðast á miðjunni. En Framsókn mun missa af þeirri framtíð vegna þess að forysta flokksins hefur fært þennan gamla stjórnmálaarm samvinnuhreyfingarinnar, sem auðvitað er ein útgáfa sósíalismans, svo langt til hægri að við sem stöndum með þjóðinni á miðjunni skiljum ekkert hvert Framsókn er eiginlega farin. Átti hún ekki að vera hérna með okkur í baráttunni? Átti þetta ekki að vera flokkur sem ætíð tók almannavald fram yfir auðvald? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Sjá meira
Það sorglegasta við íslensk stjórnmál er hvernig forysta flokkanna hefur fært umræðuna svo langt til hægri við afstöðu meginþorra fólks að það er á mörkunum að hægt sé að kalla Ísland lýðræðisríki. Lýðræði er fyrirkomulag þar sem yfirvöld stjórna landinu í takt við vonir og væntingar lýðsins, almenning í landinu. Sú er ekki raunin á Íslandi. Ástæðan er þjónkun svokallaðra vinstri- og miðjuflokka við Sjálfstæðisflokkinn og þjónkun forystu Sjálfstæðisflokksins við fámennan hóp auðkýfinga sem í reynd ræður öllu á Íslandi. Allt sem gert er byggir á þeirra kröfum og ekkert er gert gegn þeirra vilja. Og það sem er enn sorglegra er að við vitum þetta öll. Við lifum í samfélagi þar sem fámenn klíka auðfólks ræður öllu og beitir ríkisvaldinu í eigin þágu og gegn hagsmunum almennings; í samfélagi þar sem þetta niðurbrot lýðræðisins er almennt viðurkennt af stjórnmálastéttinni, fjölmiðlum, fræðasamfélaginu, stórum hluta verkalýðshreyfingarinnar og meðal stjórna almannasamtaka. Þrátt fyrir að öllum sé ljóst að eina von fólks gegn alræði auðvaldsins sé virk andspyrna almennings í verkalýðshreyfingu og öðrum almannasamtökum, sterk staða stjórnmálaflokka almennings á þingi og sveitarstjórnum, öflugt aðhald fjölmiðla og virk almenn umræða sem rekin er út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings; þá er eins og fólkið sem á að gæta að varðstöðu og sókn almennings hafi meira og minna gefist upp, fært auðvaldinu stjórnmálavettvanginn allan og þar með framkvæmdararm lýðræðisins, sjálft ríkisvaldið. Ríkisvald sem þjónar ekki almenningi heldur hinum fáu ríku og valdamiklu er ógn við lýðræðið. Það er frumskilyrði allra framfara á Íslandi að hrekja auðvaldið frá völdum, taka af því ríkisvaldið og færa það almenningi. Og til þess að ná samstöðu um slíkt þurfum við að byrja á því að endurheimta miðjuna í íslenskum stjórnmálum, sækja hana frá hægrinu. Hvar er miðjan? Undanfarið hafa birst niðurstöður skoðanakannana sem sýna glögglega að almenningur vill allt annað en þá stefnu sem stjórnvöld reka. Almenningur vill hækka skatta á hin ríku en stjórnvöld eru að lækka þá. Almenningur vill taka kvótann af sægreifunum en stjórnvöld vilja að þeir haldi honum og borgi sem minnst fyrir hann. Almenningur vill ekki selja bankanna en stjórnvöld selja þá samt. Almenningur vill miklu meira fé inn í rekstur opinberrar heilbrigðisþjónustu en stjórnvöld segja að mikilvægara sé að einkavæða kerfið. Og svo framvegis. Þegar niðurstöðurnar eru greindar kemur fram að um 85% fylgjenda allra flokka eru samstíga, vilja aukið almannavald og minna auðvald. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið skorinn frá. Stuðningur við almannavald er veikara meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins en annarra flokka. Samt er meirihlutinn þar fylgjandi auknu almannavaldi. Andstæðingar almannahagsmuna eru hins vegar fleiri innan Valhallar en í öðrum flokkum og þessum hópi hefur tekist að beygja Sjálfstæðisflokkinn undir sig. Þetta væri ekki mikið vandamál ef forysta hinna flokkanna stæði með grasrót sinna flokka og berðist fyrir almannavaldi gegn auðvaldi. Þá mætti reka hér ríkisvald almennings í lýðræðissamfélagi þar sem því yrði beitt til að byggja upp samfélag í takt við vonir og væntingar almennings. En sú er ekki raunin. Æ ofan í æ hefur forysta annarra flokka selt sjálfri sér þá fráleitu hugmynd að hlutverk sitt sé að gera málamiðlun við auðvaldið um stjórn landsins, að selja skýlausa kröfu almennings um að ríkisvaldið tilheyri almenningi en ekki auðvaldinu fyrir ráðherrastóla og fyrir að fá að vera inn í herberginu þegar auðvaldið tekur ákvarðanir. Og kannski eilitlar sárabætur, eitthvað sem auðvaldinu er ósárt um að kasta til almennings. Yfirlýsing gærkvöldsins Í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins í gær kristallaðist þessi staða forystu Framsóknar og VG. Formenn þessara flokka lýstu því yfir að þeim liði vel í samstarfi við forystu Sjálfstæðisflokksins og stefndu að því að framlengja stjórnarsetu hans um fjögur ár til viðbótar eftir kosningarnar í haust. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 26 ár af síðustu þrjátíu. Ef formönnum VG og Framsóknar verður að ósk sinni mun Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið við völd í þrjátíu ár af síðustu 34 árið 2025. Hann mun þá hafa fengið fjögur ár enn til að flytja skattbyrði af hinum ríku yfir á almenning, festa í sessi einkavæðingu fiskimiðanna sem áður voru almenningur, svelta heilbrigðis- og menntakerfið og undirbúa einkavæðingu þessara grunnkerfa sem almenningur byggði upp á síðustu öld, einkavæða vegakerfið, flugvelli og hafnir, einkavæða banka, Landsvirkjun og orkufyrirtæki almennings, skerða völd verkalýðshreyfingar og almannasamtaka og auka völd hinna fáu ríku … allt gegn vilja mikils meirihluta almennings. VG kennir sig við vinstristefnu, sem er annað orð yfir sósíalisma og frelsisbaráttu hinna fátæku, kúguðu og valdalausu gegn ógnarvaldi auðsins. Framsóknarflokkurinn segist vera miðjuflokkur, eins og stefna hans sé nálægt miðju afstöðu þjóðarinnar, þegar í reynd stefnan er langt langt til hægri og stuðningur forystu flokksins við stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins spenni flokkinn fyrir vagn harðkjarna þess flokks sem ætlar með samfélagið i þveröfuga átt við það sem almenningur vill. Á hvaða miðju ræðst framtíðin? Slagorð Framsóknarflokksins í þessum kosningum er að framtíðin ráðist á miðjunni. Þetta er gamalt slagorð frá nýfrjálshyggjupáfanum Tony Blair, sem var einmitt forystumaður í vinstriflokki sem keyrði miðjuna í stjórnmálunum langt til hægri. Þegar forysta Framsóknar segir að framtíðin ráðist á miðjunni þá er hún að vísa til slíkrar miðju, miðju elítustjórnmálanna sem liggur fast upp við öfga-hægrið í Sjálfstæðisflokknum. Hin raunverulega miðja í íslenskum stjórnvöldum er hins vegar þar sem almenningur stendur, meðal þess fólks sem velur almannavald fram yfir auðvald í öllum málum. Í þeim hópi, og með þeim hópi, stendur Sósíalistaflokkur Íslands. Í umræðu elítustjórnmálanna er sú mynd dregin upp að Sósíalistaflokkurinn sé jaðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. Sósíalistaflokkurinn hefur hins vegar lagt fram stefnu fyrir þessar kosningar sem er í góðum takti við afstöðu mikils meirihluta landsmanna í öllum veigamiklum málum. Það er hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn sem er algjör jaðarflokkur, fámenn klíka með sérviskulegar skoðanir sem eiga sér engan samhljóm með lífsafstöðu meginþorra landsmanna. Og það er fráleitt af forystu Framsóknar að hún finni miðju íslenskra stjórnvalda í kompaníi við Sjálfstæðisflokkinn og þá klíku sem hefur náð völdum innan þess flokks. Framtíðin mun ráðast á miðjunni. En Framsókn mun missa af þeirri framtíð vegna þess að forysta flokksins hefur fært þennan gamla stjórnmálaarm samvinnuhreyfingarinnar, sem auðvitað er ein útgáfa sósíalismans, svo langt til hægri að við sem stöndum með þjóðinni á miðjunni skiljum ekkert hvert Framsókn er eiginlega farin. Átti hún ekki að vera hérna með okkur í baráttunni? Átti þetta ekki að vera flokkur sem ætíð tók almannavald fram yfir auðvald? Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun