Efasemdarmönnum gengur hægt að safna undirskriftum Snorri Másson skrifar 1. september 2021 19:41 Jóhannes Loftsson segir að undirskriftasöfnunin hjá Ábyrgri framtíð fari hægt af stað, en sé þó öll að taka við sér. Hann hitti stuðningsmenn að máli á kaffihúsi í Kringlunni í dag. Vísir/Einar Meiri gangur er í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í aðdraganda þingkosninga en á sama tíma við síðustu kosningar. Nýju stjórnmálahreyfingunni Ábyrgri framtíð gengur hægt að safna undirskriftum, en á meðal stefnumála hennar er að nota óhefðbundin lyf við Covid-19. Þegar hafa um 2.400 greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu og samtals 3.100 um land allt. Þetta er meira en í síðustu alþingiskosningum, sem helgast að vonum einkum af faraldursástandinu. „Það er fínn gangur í þessu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með miklu meiri opnun en hefur verið, meðal annars vegna ástandsins sem er. Við erum að dreifa fólkinu og það getur verið þess vegna sem er meiri kosning. Það er opið frá 10 til 10 alla daga, í Kringlunni og Smáralind.“ Öruggast að kjósa strax? Borið hefur á að stjórnmálaöfl hvetji kjósendur beinlínis til að drífa sig að kjósa fyrir kjördag, eins og til dæmis Ungir jafnaðarmenn hafa gert. Það er þá til þess að forða fólki frá vandræðum sem kunna að hljótast af einangrun og sóttkví í kringum kosningar. Annað eins á þó ekki að koma í veg fyrir að fólk geti kosið. „Nú er verið að skipuleggja hvernig þessi kosning fer fram en þeir sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid á kjördag geta kosið utan kjörfundar,“ segir Sigríður. Greiði maður framboði atkvæði utan kjörfundar sem síðan nær ekki að skila inn nauðsynlegum undirskriftum fyrir 10. september, fellur það atkvæði dautt. Þá er gott að geta kosið aftur, hvort sem það er aftur utan kjörfundar eða á sjálfan kjördag. Mælir með lyfjum sem íslensk stjórnvöld taka ekki gild Eitt framboð sem stendur nú í ströngu við að ná að undirskriftum í tæka tíð er nýja stjórnmálahreyfingin Ábyrg framtíð, sem hefur sterk tengsl við mótmælahreyfinguna Covidspyrnan. Hún er nýbúin að fá listabókstafinn Y en stofnandinn segir undirskriftasöfnunina þó fara hægt af stað. Hann vill nota lyf sem bönnuð eru á Íslandi, efast stórlega um gagnsemi bólusetninga og er mjög gagnrýninn á það hvernig stjórnvöld tókust á við faraldurinn og kallar eftir að þau taki ábyrgð. „Í staðinn fyrir að stjórna og reyna að ræða mögulegar vísindalegar lausnir til að takast á við vandann földu yfirvöld sig á bakvið embættismenn sem síðan eru fjarstýrðir af alþjóðastofnunum og við vitum í rauninni ekki hver ræður för lengur,“ segir Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar. Jóhannes vill aflétta strax öllum samkomutakmörkunum komist hann til valda og fylgja yfirvöldum í Texas í Bandaríkjunum þegar kemur að því að eiga við faraldurinn. Í þeim efnum lítur hann einkum til snemmtækrar lyfjameðferðar sem hann segir að þar sé beitt, meðal annars með lyfinu Ivermectin. Íslensk heilbrigðisyfirvöld mæla ekki með notkun þess lyfs. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ábyrg framtíð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þegar hafa um 2.400 greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu og samtals 3.100 um land allt. Þetta er meira en í síðustu alþingiskosningum, sem helgast að vonum einkum af faraldursástandinu. „Það er fínn gangur í þessu,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með miklu meiri opnun en hefur verið, meðal annars vegna ástandsins sem er. Við erum að dreifa fólkinu og það getur verið þess vegna sem er meiri kosning. Það er opið frá 10 til 10 alla daga, í Kringlunni og Smáralind.“ Öruggast að kjósa strax? Borið hefur á að stjórnmálaöfl hvetji kjósendur beinlínis til að drífa sig að kjósa fyrir kjördag, eins og til dæmis Ungir jafnaðarmenn hafa gert. Það er þá til þess að forða fólki frá vandræðum sem kunna að hljótast af einangrun og sóttkví í kringum kosningar. Annað eins á þó ekki að koma í veg fyrir að fólk geti kosið. „Nú er verið að skipuleggja hvernig þessi kosning fer fram en þeir sem eru í sóttkví eða einangrun vegna Covid á kjördag geta kosið utan kjörfundar,“ segir Sigríður. Greiði maður framboði atkvæði utan kjörfundar sem síðan nær ekki að skila inn nauðsynlegum undirskriftum fyrir 10. september, fellur það atkvæði dautt. Þá er gott að geta kosið aftur, hvort sem það er aftur utan kjörfundar eða á sjálfan kjördag. Mælir með lyfjum sem íslensk stjórnvöld taka ekki gild Eitt framboð sem stendur nú í ströngu við að ná að undirskriftum í tæka tíð er nýja stjórnmálahreyfingin Ábyrg framtíð, sem hefur sterk tengsl við mótmælahreyfinguna Covidspyrnan. Hún er nýbúin að fá listabókstafinn Y en stofnandinn segir undirskriftasöfnunina þó fara hægt af stað. Hann vill nota lyf sem bönnuð eru á Íslandi, efast stórlega um gagnsemi bólusetninga og er mjög gagnrýninn á það hvernig stjórnvöld tókust á við faraldurinn og kallar eftir að þau taki ábyrgð. „Í staðinn fyrir að stjórna og reyna að ræða mögulegar vísindalegar lausnir til að takast á við vandann földu yfirvöld sig á bakvið embættismenn sem síðan eru fjarstýrðir af alþjóðastofnunum og við vitum í rauninni ekki hver ræður för lengur,“ segir Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar. Jóhannes vill aflétta strax öllum samkomutakmörkunum komist hann til valda og fylgja yfirvöldum í Texas í Bandaríkjunum þegar kemur að því að eiga við faraldurinn. Í þeim efnum lítur hann einkum til snemmtækrar lyfjameðferðar sem hann segir að þar sé beitt, meðal annars með lyfinu Ivermectin. Íslensk heilbrigðisyfirvöld mæla ekki með notkun þess lyfs.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ábyrg framtíð Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira