Á heimavist alla ævi? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 4. september 2021 10:01 Mikill fjöldi fatlaðs fólks á Íslandi býr á herbergja sambýlum, nærri 300 manns. Þetta er fatlað fólk sem býr í herbergjum minni en 28 fermetrum og deilir annarri aðstöðu með öðru fólki. Stundum gengur sú sambúð vel en stundum er það fólk sem það þekkir lítið, á ekki í góðum samskiptum við eða fílar bara hreinlega ekki. Myndir þú sætta þig við slíkt? Þetta fyrirkomulag þekkjum við einna helst frá heimavistum framhaldsskólanna, sem vel er hægt að láta sér lynda og njóta í tímabundnu ástandi sem ung manneskja, en er óviðunandi alla ævi. Margt fatlað fólk býr við þennan veruleika og velur ekki með hverjum það býr, hvernig vistarverur þeirra líta út, hvar það býr og hefur ekki val um marga af þeim þáttum sem við flest teljum nauðsynlega til frelsis og lífsánægju. Það er ljóst að fullorðinn einstaklingur sem býr á herbergjasambýli hefur takmörkuð tækifæri til þess að njóta fjölskyldulífs, sinna áhugamálum sínum og lifa sínu einkalífi sem þó er réttur varinn í stjórnarskrá og fjölda mannréttindasáttmála sem Ísland á aðild að. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir stendur um búsetumál fatlaðs fólks að: það eigi rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir það eigi rétt á félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og stuðli að fullri aðlögun þess og þátttöku í samfélaginu. það eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. það megi ekki binda þjónustuna því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Og síðast en ekki síst að fötluðu fólki sem nú býr á stofnunum eða herbergja sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. En engin ákvæði eru um hvenær aflagning herbergjasambýla og stofnana fyrir fatlað fólk á að vera yfirstaðin og því er staðan enn sú að margt fatlað fólk býr við þessar aðstæður. Með því að tryggja fötluðu fólki þau mannréttindi er varða búsetufrelsi, sem fram koma í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, og tryggja fötluðu fólki húsnæði við hæfi, eru íslensk stjórnvöld ekki aðeins að standa við skuldbindingar sínar heldur að tryggja fötluðu fólki þá lágmarks reisn og virðingu sem það á skilið. Ráðast þarf í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fatlað fólk,bæði sem býr nú á herbergja sambýlum og stofnunum en einnig fyrir þann fjölda fatlaðs fólks sem enn er fastur í foreldrahúsum, fram á fertugsaldur. Þar bera foreldrarnir jafnan þunga umönnunarbyrði vegna þess að fullorðin börn þeirra komast ekki að heiman og fá ekki aðstoð. Enginn ætti að þurfa að búa tilneyddur hjá foreldrum sínum langt fram á fullorðins ár. Húsnæði er mannréttindi! Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og listfræðingur sem skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Húsnæðismál Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Mikill fjöldi fatlaðs fólks á Íslandi býr á herbergja sambýlum, nærri 300 manns. Þetta er fatlað fólk sem býr í herbergjum minni en 28 fermetrum og deilir annarri aðstöðu með öðru fólki. Stundum gengur sú sambúð vel en stundum er það fólk sem það þekkir lítið, á ekki í góðum samskiptum við eða fílar bara hreinlega ekki. Myndir þú sætta þig við slíkt? Þetta fyrirkomulag þekkjum við einna helst frá heimavistum framhaldsskólanna, sem vel er hægt að láta sér lynda og njóta í tímabundnu ástandi sem ung manneskja, en er óviðunandi alla ævi. Margt fatlað fólk býr við þennan veruleika og velur ekki með hverjum það býr, hvernig vistarverur þeirra líta út, hvar það býr og hefur ekki val um marga af þeim þáttum sem við flest teljum nauðsynlega til frelsis og lífsánægju. Það er ljóst að fullorðinn einstaklingur sem býr á herbergjasambýli hefur takmörkuð tækifæri til þess að njóta fjölskyldulífs, sinna áhugamálum sínum og lifa sínu einkalífi sem þó er réttur varinn í stjórnarskrá og fjölda mannréttindasáttmála sem Ísland á aðild að. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir stendur um búsetumál fatlaðs fólks að: það eigi rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir það eigi rétt á félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og stuðli að fullri aðlögun þess og þátttöku í samfélaginu. það eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. það megi ekki binda þjónustuna því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Og síðast en ekki síst að fötluðu fólki sem nú býr á stofnunum eða herbergja sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. En engin ákvæði eru um hvenær aflagning herbergjasambýla og stofnana fyrir fatlað fólk á að vera yfirstaðin og því er staðan enn sú að margt fatlað fólk býr við þessar aðstæður. Með því að tryggja fötluðu fólki þau mannréttindi er varða búsetufrelsi, sem fram koma í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, og tryggja fötluðu fólki húsnæði við hæfi, eru íslensk stjórnvöld ekki aðeins að standa við skuldbindingar sínar heldur að tryggja fötluðu fólki þá lágmarks reisn og virðingu sem það á skilið. Ráðast þarf í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fatlað fólk,bæði sem býr nú á herbergja sambýlum og stofnunum en einnig fyrir þann fjölda fatlaðs fólks sem enn er fastur í foreldrahúsum, fram á fertugsaldur. Þar bera foreldrarnir jafnan þunga umönnunarbyrði vegna þess að fullorðin börn þeirra komast ekki að heiman og fá ekki aðstoð. Enginn ætti að þurfa að búa tilneyddur hjá foreldrum sínum langt fram á fullorðins ár. Húsnæði er mannréttindi! Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og listfræðingur sem skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun