Berjaspretta með besta móti víða: „Bara að mæta í móann og byrja að tína“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2021 20:55 Bláberin eru víða stór og safarík. Vísir/Egill Það er gósentíð í bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð þar sem berjasprettan í ár þykir vera góð. Ein helsta berjatínslukona landsins hvetur landsmenn alla til að drífa sig í berjamó. Það er mikil hefð fyrir bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð, þar sem víða má komast í gjöful bláberjamið. Í Þorvaldsdal hittum við Sigurbjörgu Snorradóttur, sem hefur tínt ber þar alla sína ævi. „Ég myndi segja að þetta væri bara gott, allavega hér þar sem við erum að tína núna. Dalurinn er búinn að gefa mjög vel í ár,“ segir Sigurbjörg aðspurð um hvernig sprettan er þetta ári. Nefnir hún að sprettan sé einnig góð á Austurlandi og á Vestfjörðum. Hver er kúnstin við að tína bláber? Það er engin kúnst. Það er bara að mæta í móann og byrja að tína. Algjörlega, og handtína helst, ekki nota tínur, segir Sigurbjörg sem bætir þó við að þeim sem vilja nota tínur sé það auðvitað frjálst. Gamla aðferðin spari þó vinnu þegar heim er komið. „Þegar þú handtínir þá ertu bara enga stund að hreinsa, og berin eru miklu skemmtilegri,“ segir Sigurbjörg. Ekki öll bláber eru þó eins. „Ég er alin upp við það að aðalberin eru svört og á ljósara lyngi. Aðalbláberin eru blá og síðan koma bláber. Það eru þrjár tegundir og svo náttúrulega krækibærin,“ segir Sigurbjörg. Fáir búa yfir meiri reynslu þegar kemur að bláberjatínslu en Sigurbjörg Snorradóttir.Vísir/Egill Og besti tíminn til að tína ber er akkúrat núna. „Ef að ég væri að fara núna að tína þá myndi ég fara að drífa mig því að þú veist aldrei hvenær kemur næturfrost, sérstaklega þegar það er svona heiðskýrt, þá getur verið ótrúlega fljótt að frysta,“ segir Sigurbjörg. Þannig að menn eiga bara að drífa sig í berjamó? „Já, drífa sig í móinn, drífa sig í móinn. Nóg af berjum.“ Dalvíkurbyggð Matur Ber Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira
Það er mikil hefð fyrir bláberjatínslu í Dalvíkurbyggð, þar sem víða má komast í gjöful bláberjamið. Í Þorvaldsdal hittum við Sigurbjörgu Snorradóttur, sem hefur tínt ber þar alla sína ævi. „Ég myndi segja að þetta væri bara gott, allavega hér þar sem við erum að tína núna. Dalurinn er búinn að gefa mjög vel í ár,“ segir Sigurbjörg aðspurð um hvernig sprettan er þetta ári. Nefnir hún að sprettan sé einnig góð á Austurlandi og á Vestfjörðum. Hver er kúnstin við að tína bláber? Það er engin kúnst. Það er bara að mæta í móann og byrja að tína. Algjörlega, og handtína helst, ekki nota tínur, segir Sigurbjörg sem bætir þó við að þeim sem vilja nota tínur sé það auðvitað frjálst. Gamla aðferðin spari þó vinnu þegar heim er komið. „Þegar þú handtínir þá ertu bara enga stund að hreinsa, og berin eru miklu skemmtilegri,“ segir Sigurbjörg. Ekki öll bláber eru þó eins. „Ég er alin upp við það að aðalberin eru svört og á ljósara lyngi. Aðalbláberin eru blá og síðan koma bláber. Það eru þrjár tegundir og svo náttúrulega krækibærin,“ segir Sigurbjörg. Fáir búa yfir meiri reynslu þegar kemur að bláberjatínslu en Sigurbjörg Snorradóttir.Vísir/Egill Og besti tíminn til að tína ber er akkúrat núna. „Ef að ég væri að fara núna að tína þá myndi ég fara að drífa mig því að þú veist aldrei hvenær kemur næturfrost, sérstaklega þegar það er svona heiðskýrt, þá getur verið ótrúlega fljótt að frysta,“ segir Sigurbjörg. Þannig að menn eiga bara að drífa sig í berjamó? „Já, drífa sig í móinn, drífa sig í móinn. Nóg af berjum.“
Dalvíkurbyggð Matur Ber Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira