Framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu Jóna Bjarnadóttir og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifa 8. september 2021 12:31 Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem framleiðir yfir 70% af allri raforku í landinu. Við framleiðum rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum sem hefur eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 g, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. En hvert er framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu? Hvaða hráefni er verið að nota, hvaða úrgangur verður til, hvar eiga áhrifin sér stað og hvað erum við að gera til að draga úr þeim? Í orkuvinnslunni sjálfri eru lykilhráefnin vatn, gufa og vindur. Allt hráefni sem eru nýtt á staðnum og skilað strax til baka út í sína náttúrlegu ferla (vatnshringrásin og veðrakerfin) þar sem það nýtist aftur og aftur. Í vatnsaflinu rennur vatn í gegnum vélarnar á leið sinni af hálendinu til sjávar, í jarðvarmanum er notað vatn sem hefur hitnað á ferð sinni um heitt berg í iðrum jarðar líka á leiðinni til sjávar og vindinn þekkjum við svo öll, enda nóg af honum hér á landi. Við getum nýtt endurnýjanlegu auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Það er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Það er mikilvægt að ná að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan spilar því stórt hlutverk í hringrás auðlinda auk þess að vera grundvöllur endurnýtingar auðlinda í annarri framleiðslu. Mestu áhrifin geta verið langt í burtu Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu, og í auknum mæli í samgöngum. Hér er virði grænu orkunnar mikið í hringrásarhagkerfinu þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnispor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. En vissulega er virkjun náttúruauðlinda inngrip í náttúruna og það þarf ýmis aðföng til uppbyggingar virkjana og reksturs fyrirtækisins ásamt því sem úrgangur fellur til. Við leggjum mikla áherslu á að þekkja áhrifin í gegnum alla virðiskeðjuna og horfa til vistvænna lausna, minnka vistspor vegna innkaupa á vörum og þjónustu og draga úr myndun úrgangs. Það er ekki hægt að horfa eingöngu til áhrifa eða losunar á okkar starfssvæðum heldur þarf að horfa á allan feril vörunnar frá upphafi til enda. Við höfum ráðist í ítarlegar greiningar, til að fá upplýsingar um hvar við getum náð mestum árangri við að draga úr áhrifum á umhverfi og loftslag vegna starfsemi okkar. Niðurstöðurnar nýtum við til að vinna markvisst að því að minnka sóun og auka endurnýtingu. Sem dæmi veljum við vörur og þjónustu með sem minnst vistspor og nýtum svokallað innra kolefnisverð til að meta tilboð í ákveðnar vörutegundir út frá kolefnisspori vörunnar. Það sem telur mest íokkar starfsemi eru innkaup á búnaði, stáli, steypu og notkun olíu og bensíns á framkvæmdatíma. En við vinnum þó að því í allri okkar starfsemi að nýta betur og gefa því sem áður var kannski talinn úrgangur nýtt eða lengra líf. Bætt vistspor vöru og þjónustu Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að framleiða rafmagn með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir orkuna. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr losun vegna starfsemi okkar, hvort heldur sem losunin á sér stað á okkar starfssvæðum eða hjá birgjum okkar og þjónustuaðilum. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir er forstöðumaður loftslags og umhverfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem framleiðir yfir 70% af allri raforku í landinu. Við framleiðum rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum sem hefur eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 g, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. En hvert er framlag grænu orkunnar í hringrásarhagkerfinu? Hvaða hráefni er verið að nota, hvaða úrgangur verður til, hvar eiga áhrifin sér stað og hvað erum við að gera til að draga úr þeim? Í orkuvinnslunni sjálfri eru lykilhráefnin vatn, gufa og vindur. Allt hráefni sem eru nýtt á staðnum og skilað strax til baka út í sína náttúrlegu ferla (vatnshringrásin og veðrakerfin) þar sem það nýtist aftur og aftur. Í vatnsaflinu rennur vatn í gegnum vélarnar á leið sinni af hálendinu til sjávar, í jarðvarmanum er notað vatn sem hefur hitnað á ferð sinni um heitt berg í iðrum jarðar líka á leiðinni til sjávar og vindinn þekkjum við svo öll, enda nóg af honum hér á landi. Við getum nýtt endurnýjanlegu auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Það er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Það er mikilvægt að ná að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan spilar því stórt hlutverk í hringrás auðlinda auk þess að vera grundvöllur endurnýtingar auðlinda í annarri framleiðslu. Mestu áhrifin geta verið langt í burtu Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu, og í auknum mæli í samgöngum. Hér er virði grænu orkunnar mikið í hringrásarhagkerfinu þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnispor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. En vissulega er virkjun náttúruauðlinda inngrip í náttúruna og það þarf ýmis aðföng til uppbyggingar virkjana og reksturs fyrirtækisins ásamt því sem úrgangur fellur til. Við leggjum mikla áherslu á að þekkja áhrifin í gegnum alla virðiskeðjuna og horfa til vistvænna lausna, minnka vistspor vegna innkaupa á vörum og þjónustu og draga úr myndun úrgangs. Það er ekki hægt að horfa eingöngu til áhrifa eða losunar á okkar starfssvæðum heldur þarf að horfa á allan feril vörunnar frá upphafi til enda. Við höfum ráðist í ítarlegar greiningar, til að fá upplýsingar um hvar við getum náð mestum árangri við að draga úr áhrifum á umhverfi og loftslag vegna starfsemi okkar. Niðurstöðurnar nýtum við til að vinna markvisst að því að minnka sóun og auka endurnýtingu. Sem dæmi veljum við vörur og þjónustu með sem minnst vistspor og nýtum svokallað innra kolefnisverð til að meta tilboð í ákveðnar vörutegundir út frá kolefnisspori vörunnar. Það sem telur mest íokkar starfsemi eru innkaup á búnaði, stáli, steypu og notkun olíu og bensíns á framkvæmdatíma. En við vinnum þó að því í allri okkar starfsemi að nýta betur og gefa því sem áður var kannski talinn úrgangur nýtt eða lengra líf. Bætt vistspor vöru og þjónustu Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að framleiða rafmagn með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir orkuna. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr losun vegna starfsemi okkar, hvort heldur sem losunin á sér stað á okkar starfssvæðum eða hjá birgjum okkar og þjónustuaðilum. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir er forstöðumaður loftslags og umhverfis.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun