Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2021 12:07 Þórólfur Guðnason vísar því til föðurhúsana að sóttvarnaryfirvöld séu að rústa menningarlífi í landinu. Kári Stefánsson hefur lagt til að fjöldatakmarkanir verði afnumdar. vísir/samsett Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. Dómsmálaráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær binda vonir við að hægt væri að stíga skref til afléttinga áður en núgildandi takmarkair renna úr gildi föstudaginn 17. spetember vegna góðrar stöðu á Landspítalanum og í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. Heilbrigðisráðherra tók undir að staðan gefi tilefni til tilslakana. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist nú vinna að nýju minnisblaði og gerir ráð fyrir að senda það á næstu dögum. Hann telur ekki ástæðu til þess að nýjar reglur taki gildi fyrir föstudaginn í næstu viku en bendir á að það sé í höndum ráðherra. „Ég tel að við þurfum að flýta okkur hægt og ég sé ekki neinar sérstakar forsendur fyrir því að vera flýta sér eitthvað meira en við höfum ákveðið til þessa. Reglugerðin sem nú er í gildi er ekki komin að fullu til framkvæmda einu sinni. Þannig ég held að við ættum að flýta okkur hægt en ég held þó að það sé alveg ráðrúm til tilslakana,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, skrifðaði grein á Vísi á dögunum þar sem hann leggur til að fjöldatakmarkanir verði afnumdar og gagnrýndi sóttvarnaryfirvöld fyrir óskýrleika. „Kári er í jötunmóð og hefur sveiflað sverðinu til hægri og vinstri og meðal annars beint því að fóstbróður sínum í Covid að þessu sinni. Hann er með hugmyndir um miklu meiri tilslakanir, eða töluvert meiri, en við erum með og hann hefur yfirleitt verið á hinni línunni. Þetta er bara ágætis innlegg í umræðuna en hins vegar er margt sem þarna kemur fram. Eins og til dæmis að við séum óskýr og höfum ekki trú á því sem við erum að gera núna. Ég skil ekki alveg hvað er meint með því,“ segir Þórólfur. „Annað sem kom mér mjög á óvart er að það sé verið að kenna okkur um það að leggja listalífið í rúst. Ég skil ekki þá ásökun og við höfum verið í samráði við forsvarsmenn sviðslista um þessar tilslakanir sem eru í gangi núna. Ég vísa því nú til föðurhúsanna að við séum að eyðileggja listalíf í landinu.“ Þórólfur telur ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir. „Ég fellst ekki á það og við reyndum það um mánaðarmótin júní/júlí með afleiðingum sem mér finnst margir vera búnir að gleyma. Faraldurinn fór á flug og um 2,5 prósent af þeim sem hafa smitast hafa þurft að leggjast inn á spítala. Hundrað manns hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús og ef við fáum meiri útbreiðslu í faraldrinum heldur en þetta fáum við bara enn þá fleiri inn á spítala.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Dómsmálaráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær binda vonir við að hægt væri að stíga skref til afléttinga áður en núgildandi takmarkair renna úr gildi föstudaginn 17. spetember vegna góðrar stöðu á Landspítalanum og í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. Heilbrigðisráðherra tók undir að staðan gefi tilefni til tilslakana. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist nú vinna að nýju minnisblaði og gerir ráð fyrir að senda það á næstu dögum. Hann telur ekki ástæðu til þess að nýjar reglur taki gildi fyrir föstudaginn í næstu viku en bendir á að það sé í höndum ráðherra. „Ég tel að við þurfum að flýta okkur hægt og ég sé ekki neinar sérstakar forsendur fyrir því að vera flýta sér eitthvað meira en við höfum ákveðið til þessa. Reglugerðin sem nú er í gildi er ekki komin að fullu til framkvæmda einu sinni. Þannig ég held að við ættum að flýta okkur hægt en ég held þó að það sé alveg ráðrúm til tilslakana,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, skrifðaði grein á Vísi á dögunum þar sem hann leggur til að fjöldatakmarkanir verði afnumdar og gagnrýndi sóttvarnaryfirvöld fyrir óskýrleika. „Kári er í jötunmóð og hefur sveiflað sverðinu til hægri og vinstri og meðal annars beint því að fóstbróður sínum í Covid að þessu sinni. Hann er með hugmyndir um miklu meiri tilslakanir, eða töluvert meiri, en við erum með og hann hefur yfirleitt verið á hinni línunni. Þetta er bara ágætis innlegg í umræðuna en hins vegar er margt sem þarna kemur fram. Eins og til dæmis að við séum óskýr og höfum ekki trú á því sem við erum að gera núna. Ég skil ekki alveg hvað er meint með því,“ segir Þórólfur. „Annað sem kom mér mjög á óvart er að það sé verið að kenna okkur um það að leggja listalífið í rúst. Ég skil ekki þá ásökun og við höfum verið í samráði við forsvarsmenn sviðslista um þessar tilslakanir sem eru í gangi núna. Ég vísa því nú til föðurhúsanna að við séum að eyðileggja listalíf í landinu.“ Þórólfur telur ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir. „Ég fellst ekki á það og við reyndum það um mánaðarmótin júní/júlí með afleiðingum sem mér finnst margir vera búnir að gleyma. Faraldurinn fór á flug og um 2,5 prósent af þeim sem hafa smitast hafa þurft að leggjast inn á spítala. Hundrað manns hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús og ef við fáum meiri útbreiðslu í faraldrinum heldur en þetta fáum við bara enn þá fleiri inn á spítala.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira