Ég elska íbúðina mína Rúnar Gíslason skrifar 10. september 2021 07:31 Ég elska íbúðina mína. Mig hafði langað í mína eigin íbúð lengi, ég safnaði mér fyrir útborgun í henni og neitað mér um ýmislegt til þess að ná takmarkinu. Ég er mikil félagsvera, á miklu fleiri vini en ég á skilið, frábæra fjölskyldu, tek þátt í félagsstarfi og vinn á skemmtilegum vinnustað. Ég get alltaf hitt fólk og farið í heimsóknir því ég veit að í lok dags dagsins kem ég heim til mín, í íbúðina mína. Íbúðina sem ég hef skreytt og hannað í huganum, í símanum fram og til baka eftir mínu höfði. Eftir hverja einustu breytingu sem ég geri þá get ég ekki beðið eftir að ljósmynda íbúðina og sýna vinum og vandamönnum hvað frábæra íbúðin mín er orðin betri í dag en hún var í gær. Íbúðin er vissulega bara dauður hlutur, svarar mér ekki og hún er gerð úr steypu. Hún er hins vegar heimilið mitt og þar er ég öruggur. Ég fann líka fyrir öryggi þegar ég bjó hjá foreldrum mínum og tengi líklega meira en margir við slagorðið ,,heima er best‘.‘ Það er algjör forsenda alls, að mínu mati, að finna fyrir öryggi heima hjá sér og með fólkinu sínu enda er heimilið og heimilisfólkið grunnurinn, stroffið, deigið, rótin og allar þær samlíkingar. Heima hjá mér er ég öruggur. Það á að vera algjört forgangsmál að tryggja að allir finni til öryggis heima hjá sér. Að verða fyrir ofbeldi á heimili sínu og/eða í nánum samböndum hefur alvarleg og langvarandi áhrif, ekki bara á þolendur heldur allt þeirra umhverfi. Í slíkum málum berum við öll ábyrgð, við sem samfélag. Við eigum að skipta okkur af fólki sem upplifir ofbeldi í nánum samböndum, aðstoða og tilkynna á viðeigandi staði og við eigum að krefjast þess að til sé nægur og vel þjálfaður mannskapur til að málin vinnist hratt og vel í réttarvörslukerfinu. Það er skýr áhersla Vinstri grænna, að tryggja betur réttarstöðu brotaþola kynbundis ofbeldis, kynferðisofbeldis og áreitni með skýrum lagabreytingum og markvissri framkvæmd og liður í því, að mínu mati, er að efla lögregluna á Íslandi. Sjálfur rannsaka ég heimilisofbeldismál alla daga og hef margar hugmyndir um hvernig við getum hlúð betur að brotaþolum og unnið með gerendum. Vandinn er samt stærstur á einum stað, sami vandi og hamlar allri starfsemi lögreglu og það er að það vantar fleiri lærða lögreglumenn. Vaktir lögreglu eru undirmannaðar og ófaglært fólk ber þær uppi meira og minna allt árið. Á sama tíma hrannast upp mál, til að mynda mál sem varða ofbeldi í nánum samböndum og oftar en ekki inn á heimilum þeirra sem fá engan vegin viðeigandi meðferð vegna skorts á mannafla, þjálfuðum mannafla. Það skiptir mjög miklu máli að brugðist sé hratt og vel við þegar upp koma ofbeldismál í nánum samböndum. Það skiptir öllu til að lágmarka skaðann eins og hægt er. Vandinn er mikill. Í lögregluna vantar fólk og okkur vantar þjálfað og faglært fólk. Forgangsröðum verkefnum, fjölgum lærðum lögreglumönnum og lyftum upp þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki sem baráttan gegn heimilisofbeldi er. Ef annar hvati dugar ekki til þá má líta á það sem samfélagslega fjárfestingu því við spörum á svo mörgum öðrum stöðum ef við getum komið í veg fyrir/ eða minnkað skaðann af ofbeldismálum. Fyrsta skrefið er að fjölga lærðum lögreglumönnum. Ég elska íbúðina mína. Ég finn fyrir öryggi heima hjá mér. Ég óska þess að allir geti fundið fyrir öryggis heima hjá sér. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Heimilisofbeldi Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ég elska íbúðina mína. Mig hafði langað í mína eigin íbúð lengi, ég safnaði mér fyrir útborgun í henni og neitað mér um ýmislegt til þess að ná takmarkinu. Ég er mikil félagsvera, á miklu fleiri vini en ég á skilið, frábæra fjölskyldu, tek þátt í félagsstarfi og vinn á skemmtilegum vinnustað. Ég get alltaf hitt fólk og farið í heimsóknir því ég veit að í lok dags dagsins kem ég heim til mín, í íbúðina mína. Íbúðina sem ég hef skreytt og hannað í huganum, í símanum fram og til baka eftir mínu höfði. Eftir hverja einustu breytingu sem ég geri þá get ég ekki beðið eftir að ljósmynda íbúðina og sýna vinum og vandamönnum hvað frábæra íbúðin mín er orðin betri í dag en hún var í gær. Íbúðin er vissulega bara dauður hlutur, svarar mér ekki og hún er gerð úr steypu. Hún er hins vegar heimilið mitt og þar er ég öruggur. Ég fann líka fyrir öryggi þegar ég bjó hjá foreldrum mínum og tengi líklega meira en margir við slagorðið ,,heima er best‘.‘ Það er algjör forsenda alls, að mínu mati, að finna fyrir öryggi heima hjá sér og með fólkinu sínu enda er heimilið og heimilisfólkið grunnurinn, stroffið, deigið, rótin og allar þær samlíkingar. Heima hjá mér er ég öruggur. Það á að vera algjört forgangsmál að tryggja að allir finni til öryggis heima hjá sér. Að verða fyrir ofbeldi á heimili sínu og/eða í nánum samböndum hefur alvarleg og langvarandi áhrif, ekki bara á þolendur heldur allt þeirra umhverfi. Í slíkum málum berum við öll ábyrgð, við sem samfélag. Við eigum að skipta okkur af fólki sem upplifir ofbeldi í nánum samböndum, aðstoða og tilkynna á viðeigandi staði og við eigum að krefjast þess að til sé nægur og vel þjálfaður mannskapur til að málin vinnist hratt og vel í réttarvörslukerfinu. Það er skýr áhersla Vinstri grænna, að tryggja betur réttarstöðu brotaþola kynbundis ofbeldis, kynferðisofbeldis og áreitni með skýrum lagabreytingum og markvissri framkvæmd og liður í því, að mínu mati, er að efla lögregluna á Íslandi. Sjálfur rannsaka ég heimilisofbeldismál alla daga og hef margar hugmyndir um hvernig við getum hlúð betur að brotaþolum og unnið með gerendum. Vandinn er samt stærstur á einum stað, sami vandi og hamlar allri starfsemi lögreglu og það er að það vantar fleiri lærða lögreglumenn. Vaktir lögreglu eru undirmannaðar og ófaglært fólk ber þær uppi meira og minna allt árið. Á sama tíma hrannast upp mál, til að mynda mál sem varða ofbeldi í nánum samböndum og oftar en ekki inn á heimilum þeirra sem fá engan vegin viðeigandi meðferð vegna skorts á mannafla, þjálfuðum mannafla. Það skiptir mjög miklu máli að brugðist sé hratt og vel við þegar upp koma ofbeldismál í nánum samböndum. Það skiptir öllu til að lágmarka skaðann eins og hægt er. Vandinn er mikill. Í lögregluna vantar fólk og okkur vantar þjálfað og faglært fólk. Forgangsröðum verkefnum, fjölgum lærðum lögreglumönnum og lyftum upp þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki sem baráttan gegn heimilisofbeldi er. Ef annar hvati dugar ekki til þá má líta á það sem samfélagslega fjárfestingu því við spörum á svo mörgum öðrum stöðum ef við getum komið í veg fyrir/ eða minnkað skaðann af ofbeldismálum. Fyrsta skrefið er að fjölga lærðum lögreglumönnum. Ég elska íbúðina mína. Ég finn fyrir öryggi heima hjá mér. Ég óska þess að allir geti fundið fyrir öryggis heima hjá sér. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun