Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2021 16:03 Lee, sem er til hægri á myndinni með gráa grímu, hefur verið ákærður fyrir að ógna þjóðaröryggi en hann afplánar nú annan fangelsisdóm. EPA-EFE/JEROME FAVRE Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. Lögreglan í Hong Kong hefur undanfarið handtekið og ákært fjölda stjórnarandstæðinga fyrir brot á nýlegum þjóðaröryggislögum. Þar á meðal eru forsprakkar LýðræðishreyfingarinnarThe Hong Kong Alliance in Support of Patriotic Democratic Movements in China. Formaður hreyfingarinnar Lee Cheuk-yan og varaformennirnir tveir Albert Ho og Chow Hang-tung voru í gærkvöldi ákærð fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og grafið undan yfirvaldinu, samkvæmt öryggislögum sem tóku gildi í Hong Kong í fyrra að frumkvæði stjórnvalda í Peking. Málið var tekið fyrir af dómstólum í morgun en Lee og Ho afplána nú dóm fyrir þátt þeirra í mótmælunum árið 2019. Chow og fjórir til viðbótar voru handteknir fyrr í þessari viku fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar í yfirstandandi rannsókn. Lögreglan framkvæmdi í gær húsleit á Fjórða júní safninu, sem samtökin halda úti til minningar um atburðina á Torgi hins himneska friðar þann 4. júní 1989. Safnið hefur verið lokað um nokkurt skeið en lögreglan lagði þar hald á tölvur, ýmis skjöl og auglýsingaefni. Þá hefur lögreglan fryst eignir samtakanna sem nema 280 þúsund Bandaríkjadölum, eða um 36 milljónum króna. Samtökin eru þekktust fyrir að skipuleggja árlega minningarathöfn um atburðina á Torgi hins himneska friðar. Árlega söfnuðust þúsundir saman til að minnast atburðina, fyrir utan síðustu tvö ár en minningarathöfnin hefur verið bönnuð í Hong Kong síðan í fyrra. Stjórnvöld hafa borið fyrir sig samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins en skipuleggjendur telja skilaboð athafnarinnar orsökina. Eins og áður segir hafa stjórnvöld herjað á stjórnarandstæðinga undanfarin tvö ár, allt frá því að fjöldamótmæli sem stóðu yfir í marga mánuði hófust sumarið 2019. Tugir stjórnarandstæðinga hafa flúið Hong Kong og enn fleiri verið handteknir og fangelsaðir. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34 Bandaríkin veita íbúum Hong Kong 18 mánaða dvalarleyfi Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að íbúar Hong Kong í Bandaríkjunum geti sótt um 18 mánaða dvalarleyfi vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda. Ákvörðunin kann að verða til hagsbóta fyrir þúsundir íbúa Hong Kong sem þegar dvelja í Bandaríkjunum. 6. ágúst 2021 07:24 Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Lögreglan í Hong Kong hefur undanfarið handtekið og ákært fjölda stjórnarandstæðinga fyrir brot á nýlegum þjóðaröryggislögum. Þar á meðal eru forsprakkar LýðræðishreyfingarinnarThe Hong Kong Alliance in Support of Patriotic Democratic Movements in China. Formaður hreyfingarinnar Lee Cheuk-yan og varaformennirnir tveir Albert Ho og Chow Hang-tung voru í gærkvöldi ákærð fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og grafið undan yfirvaldinu, samkvæmt öryggislögum sem tóku gildi í Hong Kong í fyrra að frumkvæði stjórnvalda í Peking. Málið var tekið fyrir af dómstólum í morgun en Lee og Ho afplána nú dóm fyrir þátt þeirra í mótmælunum árið 2019. Chow og fjórir til viðbótar voru handteknir fyrr í þessari viku fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar í yfirstandandi rannsókn. Lögreglan framkvæmdi í gær húsleit á Fjórða júní safninu, sem samtökin halda úti til minningar um atburðina á Torgi hins himneska friðar þann 4. júní 1989. Safnið hefur verið lokað um nokkurt skeið en lögreglan lagði þar hald á tölvur, ýmis skjöl og auglýsingaefni. Þá hefur lögreglan fryst eignir samtakanna sem nema 280 þúsund Bandaríkjadölum, eða um 36 milljónum króna. Samtökin eru þekktust fyrir að skipuleggja árlega minningarathöfn um atburðina á Torgi hins himneska friðar. Árlega söfnuðust þúsundir saman til að minnast atburðina, fyrir utan síðustu tvö ár en minningarathöfnin hefur verið bönnuð í Hong Kong síðan í fyrra. Stjórnvöld hafa borið fyrir sig samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins en skipuleggjendur telja skilaboð athafnarinnar orsökina. Eins og áður segir hafa stjórnvöld herjað á stjórnarandstæðinga undanfarin tvö ár, allt frá því að fjöldamótmæli sem stóðu yfir í marga mánuði hófust sumarið 2019. Tugir stjórnarandstæðinga hafa flúið Hong Kong og enn fleiri verið handteknir og fangelsaðir.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34 Bandaríkin veita íbúum Hong Kong 18 mánaða dvalarleyfi Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að íbúar Hong Kong í Bandaríkjunum geti sótt um 18 mánaða dvalarleyfi vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda. Ákvörðunin kann að verða til hagsbóta fyrir þúsundir íbúa Hong Kong sem þegar dvelja í Bandaríkjunum. 6. ágúst 2021 07:24 Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34
Bandaríkin veita íbúum Hong Kong 18 mánaða dvalarleyfi Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að íbúar Hong Kong í Bandaríkjunum geti sótt um 18 mánaða dvalarleyfi vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda. Ákvörðunin kann að verða til hagsbóta fyrir þúsundir íbúa Hong Kong sem þegar dvelja í Bandaríkjunum. 6. ágúst 2021 07:24
Lýðræðissinnum bannað að syrgja félaga sinn sem sakaður er um hryðjuverk Lögreglan í Hong Kong hefur varað lýðræðissinna við því að syrgi þeir dauða mótmælanda, sem stakk lögreglumann með kuta, verði litið á það sem stuðning við hryðjuverk. Það sé vegna þess að árásin sé nú til rannsóknar hjá þjóðaröryggisstofnun Hong Kong. 5. júlí 2021 14:24