Aðspurður sagðist Eysteinn vonast til þess að það væri hægt að fá undanþágu til þess að spila heimaleiki liðsins á Kópavogsvelli
„Vonandi getum við spilað á kópavogsvelli en það á eftir að koma í ljós. Við erum að skoða þau mál og athuga með undanþágubeiðni“
Inntur eftir því hvaða aðrir vellir séu í boði segir Eysteinn:
„Það er bara laugardalsvöllurinn sem er í boði ef að svo ber undir og við vitum að það verður erfitt að spila þessa leiki í nóvember og desember ef tíðafarið verður slæmt. Þetta er bara strembin staða og það er okkar að reyna að leysa úr því núna og við erum einmitt í því þessa stundina.“
Eystinn var einnig spurður hvort það þyrfti mögulega að spila leikina erlendis.
„Kostnaðurinn eykst töluvert við það en við vonum að það þurfi ekki að koma til og að við fáum þessa undanþágu að vera hér á Kópavogsvellinum. Það er okkar fyrsta val og við gerum allt til þess að láta það verða að veruleika.“