Formaður Ábyrgrar framtíðar um synjun framboðslista: „Ef þetta er ólöglegt, þá gætu kosningarnar í heild sinni orðið ólöglegar“ Þorgils Jónsson skrifar 12. september 2021 16:44 Jóhannes Loftsson er formaður Ábyrgrar framtíðar. Hann er ósáttur við að framboðslista flokksins hafi verið hafnað af yfirkjörstjórn í suðurkjördæmi. Vísir/Einar Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, lýsir yfir mikilli óánægju með að lista framboðsins hafi verið hafnað af yfirkjörstjórn í suðurkjördæmi í gær. Grundvöllur úrskurðarins var sá að tilskyldum meðmælafjölda var ekki náð og því býður flokkurinn aðeins fram í einu kjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður. Jóhannes spyr í pistli á Facebooksíðu sinni hvort ásættanlegt sé „tölvuvillur og vankantar meðmælasöfnunarkerfis ákveði hvort þú megir nýta þér þinn lýðræðislega rétt“. Hann segir að kjörstjórn hafi tilkynnt honum í gærmorgun að 70 undirskriftir hafi vantað uppá lágmarksmeðmælendafjölda og hann fengi frest til kl. 14, sem var um þrjár og hálf klukkustund. Suðurkjördæmi er víðfeðmt, frá Sandgerði í vestri, austur að Höfn í Hornafirði, og segir Jóhannes að fyrir utan meinta tæknilega ágalla á kerfinu, hafi þessi frestur gert ómögulegt að ná til íbúa í fjarlægustu byggðarlögum til að safna undirskriftum á blað. Þar með væri ekki að sjá „að jafngildissjónarmiðum gagnvart kjósendum kjördæmisins hafi verið fylgt.“ Mörg meðmæli sem þau hafi safnað á pappír hafi ekki komist til skila og mörg rafræn meðmæli „blokkuð af gölluðu tölvukerfi“ sem sé óboðlegt í lýðræðissamfélagi. Jóhannes bætir við: „Ef þetta er ólöglegt, þá gætu kosningarnar í heild sinni orðið ólöglegar.“ Alþingiskosningar 2021 Ábyrg framtíð Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Jóhannes spyr í pistli á Facebooksíðu sinni hvort ásættanlegt sé „tölvuvillur og vankantar meðmælasöfnunarkerfis ákveði hvort þú megir nýta þér þinn lýðræðislega rétt“. Hann segir að kjörstjórn hafi tilkynnt honum í gærmorgun að 70 undirskriftir hafi vantað uppá lágmarksmeðmælendafjölda og hann fengi frest til kl. 14, sem var um þrjár og hálf klukkustund. Suðurkjördæmi er víðfeðmt, frá Sandgerði í vestri, austur að Höfn í Hornafirði, og segir Jóhannes að fyrir utan meinta tæknilega ágalla á kerfinu, hafi þessi frestur gert ómögulegt að ná til íbúa í fjarlægustu byggðarlögum til að safna undirskriftum á blað. Þar með væri ekki að sjá „að jafngildissjónarmiðum gagnvart kjósendum kjördæmisins hafi verið fylgt.“ Mörg meðmæli sem þau hafi safnað á pappír hafi ekki komist til skila og mörg rafræn meðmæli „blokkuð af gölluðu tölvukerfi“ sem sé óboðlegt í lýðræðissamfélagi. Jóhannes bætir við: „Ef þetta er ólöglegt, þá gætu kosningarnar í heild sinni orðið ólöglegar.“
Alþingiskosningar 2021 Ábyrg framtíð Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira