Síðasta mynd Árna Ólafs verður opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. september 2021 10:32 Stilla úr kvikmyndinni Wolka. „Síðasta mynd hins ástkæra leikstjóra Árna Ólafs Ásgeirssonar sem lést fyrr á þessu ári verður frumsýnd sem opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF sem hefst í lok mánaðar,“ segir í nýrri tilkynningu frá RIFF. Myndin er fyrsta leikna íslenska kvikmyndin sem veitir innsýn inn í pólskt samfélag á Íslandi í nærmynd. Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum Olgu Boladz sem er mikils metin leikkona í Póllandi. En handritið er eftir Árna og Michal Godzic. Allar myndir Árna sýndar á RIFF Wolka er íslenskt - pólskt samstarfsverkefni og fer fram á pólsku en flest hlutverk eru í höndum pólskra leikara. Hins vegar koma margir Íslendingar að framleiðslu hennar, til dæmis sér Atli Örvarsson um tónlistina og Brynja Skjaldardóttir um búningana, og Marta Luiza Macuga ekkja Árna Ólafs er leikmyndahönnuður. Myndin gerist að mestu á Íslandi nánar tiltekið í Vestmanneyjum og er ómetanlegur samtímaspegill fyrir okkur Íslendinga. Framleiðsla myndarinnar eru í höndum Hilmars Sigurðssonar og Begga Jónssonar hjá Sagafilm og Stanislaw Dziedzic hjá Film Produkcja. Með aðalhlutverk fara Olga Boladz, Anna Moskal, Eryk Lubos, Jan Cieciara og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Sérstakur flokkur hefur verið skipaður á RIFF til heiðurs Árna og verða allar myndirnar hans sýndar á hátíðinni. Myndirnar BRIM, Blóðbönd, Lói þú flýgur aldrei einn ásamt Wolku. Um myndina Wolka: Þegar Anna fer á reynslulausn úr fangelsi í Póllandi eftir 15 ár á bakvið lás og slá er einungis eitt sem hún ætlar sér – það er að finna konu að nafni Dorota. Hún leitar hennar í gamla hverfinu sínu í Varsjá en þar er allt í niðurníðslu og flestir sem hún áður þekkti farnir eitthvað annað. Þeir fáu sem eftir eru og hana þekkja vita ekki hvar Dorota er niðurkomin. Þegar Anna er við það að gefast upp á leitinni kemst hún að því, sér til mikilla vonbrigða, að Dorota hefði flutt til Íslands nokkrum árum áður. Anna hættir öllu sínu og ferðast til Íslands á fölsku vegabréfi vitandi það að hún gæti verið að fórna frelsinu með því að taka áhættuna. Wolka - Stikla from Sagafilm Productions on Vimeo. Árni Ólafur Ásgeirsson útskrifaðist frá Polish National Film School og var hans fyrst mynd í fullri lengd Blóðbönd - Thicker Than Water sem kom út árið 2006. Myndin var sýnd á mörgum kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn. Næsta mynd hans BRIM kom svo út árið 2010 og var líka tilnefnd til verðlauna á mörgum alþjóðlegum hátíðum, auk þess að vinna fjölda Eddu verðlauna, meðal annars sem besta kvikmyndin. Þriðja mynd Árna var þrívíddar teiknimyndin Ploey –You Never Fly Alone, sem var sýnd í meira en 90 löndum. Árni var áhrifamikill í kvikmyndageiranum á Íslandi og tók virkan þátt í starfi SKL auk þess að skrifa meðal annars og leikstýra fjölda sjónvarpsþátta og auglýsinga. RIFF Bíó og sjónvarp Pólland Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Raufarhólshelli breytt í bíósal í fyrsta skipti á RIFF Á RIFF í ár verður ævintýramynd með David Bowie sýnd í iðrum jarðar. Takmarkaður fjöldi miða verður í boði en miðasala hófst nú klukkan fjögur. 10. september 2021 17:02 Verðlaunamyndir frá Cannes sýndar á RIFF Fjöldi verðlaunamynda frá Cannes verða sýndar í flokknum fyrir Opnu hafi á RIFF hátíðinni í ár. 8. september 2021 17:00 Joker sýnd í Hörpu á RIFF: Tónlist Hildar Guðna flutt af Kvikmyndahljómsveit Íslands Tónlist af ýmsu tagi verður í forgrunni á RIFF í ár sem hefst í lok mánaðar, þann 30. september til 10. október. Meðal annars verður sérstök sýning á Óskarsverðlaunamyndinni Joker við undirspil hljóðfæraleikara. 6. september 2021 17:10 Nýjasta tækni og kvikmyndir á RIFF í ár Hvar liggja mörkin milli kvikmynda og tölvuleikja? Þessari spurningu er velt upp á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð Reykjavíkur í ár, í nýjum flokki sem ber nafnið Nýjasta tækni og kvikmyndir, eða RIFF XR upp á ensku. 3. september 2021 10:31 Sundbíóið hefur fest sig í sessi á RIFF Nú fer að styttast í RIFF kvikmyndahátíðina. Upplifunarbíóið í Sundhöllinni verður aftur einn af sérviðburðum hátíðarinnar, enda hefur sundbíóið fest sig í sessi sem ein vinsælasta sýningin á RIFF. 30. ágúst 2021 10:35 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Myndin er fyrsta leikna íslenska kvikmyndin sem veitir innsýn inn í pólskt samfélag á Íslandi í nærmynd. Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum Olgu Boladz sem er mikils metin leikkona í Póllandi. En handritið er eftir Árna og Michal Godzic. Allar myndir Árna sýndar á RIFF Wolka er íslenskt - pólskt samstarfsverkefni og fer fram á pólsku en flest hlutverk eru í höndum pólskra leikara. Hins vegar koma margir Íslendingar að framleiðslu hennar, til dæmis sér Atli Örvarsson um tónlistina og Brynja Skjaldardóttir um búningana, og Marta Luiza Macuga ekkja Árna Ólafs er leikmyndahönnuður. Myndin gerist að mestu á Íslandi nánar tiltekið í Vestmanneyjum og er ómetanlegur samtímaspegill fyrir okkur Íslendinga. Framleiðsla myndarinnar eru í höndum Hilmars Sigurðssonar og Begga Jónssonar hjá Sagafilm og Stanislaw Dziedzic hjá Film Produkcja. Með aðalhlutverk fara Olga Boladz, Anna Moskal, Eryk Lubos, Jan Cieciara og Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Sérstakur flokkur hefur verið skipaður á RIFF til heiðurs Árna og verða allar myndirnar hans sýndar á hátíðinni. Myndirnar BRIM, Blóðbönd, Lói þú flýgur aldrei einn ásamt Wolku. Um myndina Wolka: Þegar Anna fer á reynslulausn úr fangelsi í Póllandi eftir 15 ár á bakvið lás og slá er einungis eitt sem hún ætlar sér – það er að finna konu að nafni Dorota. Hún leitar hennar í gamla hverfinu sínu í Varsjá en þar er allt í niðurníðslu og flestir sem hún áður þekkti farnir eitthvað annað. Þeir fáu sem eftir eru og hana þekkja vita ekki hvar Dorota er niðurkomin. Þegar Anna er við það að gefast upp á leitinni kemst hún að því, sér til mikilla vonbrigða, að Dorota hefði flutt til Íslands nokkrum árum áður. Anna hættir öllu sínu og ferðast til Íslands á fölsku vegabréfi vitandi það að hún gæti verið að fórna frelsinu með því að taka áhættuna. Wolka - Stikla from Sagafilm Productions on Vimeo. Árni Ólafur Ásgeirsson útskrifaðist frá Polish National Film School og var hans fyrst mynd í fullri lengd Blóðbönd - Thicker Than Water sem kom út árið 2006. Myndin var sýnd á mörgum kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn. Næsta mynd hans BRIM kom svo út árið 2010 og var líka tilnefnd til verðlauna á mörgum alþjóðlegum hátíðum, auk þess að vinna fjölda Eddu verðlauna, meðal annars sem besta kvikmyndin. Þriðja mynd Árna var þrívíddar teiknimyndin Ploey –You Never Fly Alone, sem var sýnd í meira en 90 löndum. Árni var áhrifamikill í kvikmyndageiranum á Íslandi og tók virkan þátt í starfi SKL auk þess að skrifa meðal annars og leikstýra fjölda sjónvarpsþátta og auglýsinga.
RIFF Bíó og sjónvarp Pólland Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Raufarhólshelli breytt í bíósal í fyrsta skipti á RIFF Á RIFF í ár verður ævintýramynd með David Bowie sýnd í iðrum jarðar. Takmarkaður fjöldi miða verður í boði en miðasala hófst nú klukkan fjögur. 10. september 2021 17:02 Verðlaunamyndir frá Cannes sýndar á RIFF Fjöldi verðlaunamynda frá Cannes verða sýndar í flokknum fyrir Opnu hafi á RIFF hátíðinni í ár. 8. september 2021 17:00 Joker sýnd í Hörpu á RIFF: Tónlist Hildar Guðna flutt af Kvikmyndahljómsveit Íslands Tónlist af ýmsu tagi verður í forgrunni á RIFF í ár sem hefst í lok mánaðar, þann 30. september til 10. október. Meðal annars verður sérstök sýning á Óskarsverðlaunamyndinni Joker við undirspil hljóðfæraleikara. 6. september 2021 17:10 Nýjasta tækni og kvikmyndir á RIFF í ár Hvar liggja mörkin milli kvikmynda og tölvuleikja? Þessari spurningu er velt upp á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð Reykjavíkur í ár, í nýjum flokki sem ber nafnið Nýjasta tækni og kvikmyndir, eða RIFF XR upp á ensku. 3. september 2021 10:31 Sundbíóið hefur fest sig í sessi á RIFF Nú fer að styttast í RIFF kvikmyndahátíðina. Upplifunarbíóið í Sundhöllinni verður aftur einn af sérviðburðum hátíðarinnar, enda hefur sundbíóið fest sig í sessi sem ein vinsælasta sýningin á RIFF. 30. ágúst 2021 10:35 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Raufarhólshelli breytt í bíósal í fyrsta skipti á RIFF Á RIFF í ár verður ævintýramynd með David Bowie sýnd í iðrum jarðar. Takmarkaður fjöldi miða verður í boði en miðasala hófst nú klukkan fjögur. 10. september 2021 17:02
Verðlaunamyndir frá Cannes sýndar á RIFF Fjöldi verðlaunamynda frá Cannes verða sýndar í flokknum fyrir Opnu hafi á RIFF hátíðinni í ár. 8. september 2021 17:00
Joker sýnd í Hörpu á RIFF: Tónlist Hildar Guðna flutt af Kvikmyndahljómsveit Íslands Tónlist af ýmsu tagi verður í forgrunni á RIFF í ár sem hefst í lok mánaðar, þann 30. september til 10. október. Meðal annars verður sérstök sýning á Óskarsverðlaunamyndinni Joker við undirspil hljóðfæraleikara. 6. september 2021 17:10
Nýjasta tækni og kvikmyndir á RIFF í ár Hvar liggja mörkin milli kvikmynda og tölvuleikja? Þessari spurningu er velt upp á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð Reykjavíkur í ár, í nýjum flokki sem ber nafnið Nýjasta tækni og kvikmyndir, eða RIFF XR upp á ensku. 3. september 2021 10:31
Sundbíóið hefur fest sig í sessi á RIFF Nú fer að styttast í RIFF kvikmyndahátíðina. Upplifunarbíóið í Sundhöllinni verður aftur einn af sérviðburðum hátíðarinnar, enda hefur sundbíóið fest sig í sessi sem ein vinsælasta sýningin á RIFF. 30. ágúst 2021 10:35