Vaxtalaust lán til ríkisins frá landsbyggðinni Þórir Guðmundsson og Sif Huld Albertsdóttir skrifa 14. september 2021 15:01 Greinarhöfundar þessarar greinar bera mikinn metnað til þess að koma málum fjölskyldna í betri farveg þannig að börnin okkar fái sömu þjónustu og önnur börn sem búa nálægt sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum í lífinu, að eiga barn fylgir fullt af skyldum, ábyrgð og hamingju, en einnig fylgir það að við séum alltaf hrædd um að eitthvað komi fyrir og barnið fái illvígan sjúkdóm, verði fyrir slysi eða veikist alvarlega. Sagt er að Íslendingar séu svo ,,heppnir” að heilbrigðiskerfið sé fyrir okkur öll, sama hvar við búum. Einnig búum við í velferðarsamfélagi skv. skilgreiningu stjórnvalda. En hvert barn fær einungis tvær ferðir á ári suður til læknis, nema þegar veikindi falla undir viðmið Sjúkratrygginga sem eru: Illkynja sjúkdóma Nýrnabilun Alvarlega hjartasjúkdóma Alvarlega sjúkdóma barna Alvarlega geðsjúkdóma Alvarleg vandamál á meðgöngu Tæknifrjóvgunarmeðfeð Tannlækningar vegna mjög alvarlega afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma Fyrir ítrekaðar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma er nú hægt að byggja samþykki fyrir endurgreiðslu ferðakostnaðar á skýrslu læknis, hvort sem hann hefur sjúkling til meðferðar eða er læknir í heimabyggð. Áður gilti einungis skýrsla læknis í heimabyggð. Tími okkar foreldra sem eigum börn út á landi virðist ekki vera jafn mikilvægur og þeirra sem búa nær heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim mikla tíma sem fer í að þurfa að sækja sérfræðiþjónustu utan heimabyggðar en fólk af landsbyggðinni þarf að eyða að lágmarki sólarhring eða meira í að afla sér þjónustunnar en fólk sem býr á stór höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslu sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði við Háskóla Íslands, vann fyrir Heilbrigðisráðuneytið (Heilsufar og heilbrigðisþjónusta Kynja- og jafnréttissjónarmið), kemur fram að vísbendingar séu um, að öllum landsmönnum sé ekki tryggt aðgengi að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Mikill munur er á notkun sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu eftir búsetusvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er verið að horfa á 1,6 heimsókn per íbúa en á Austurlandi og Vestfjörðum er verið að horfa á 0,6 heimsókn per íbúa. Þarna þarf að skoða hvort að ástæðan sé sú að bæði kostnaður vegna ferða er mun meiri og tíminn sem fer í ferðir og annað sem tengist ferðunum gerir það að verkum að fólk á ekki heimangengt að nýta sérfræðiþjónustu. Annar greinahöfundur þessarar greinar hefur áður bent á í grein sinni sem heitir vaxtalaust lán, að kostnaður vegna sérfræðilæknaþjónustu er mun meiri hjá foreldrum barna úti á landi en foreldra barna sem búa nálægt höfuðborginni. Í þeirri grein kemur fram kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan eldsneyti. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. Af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið allt að 10-14 daga en það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en ekki greidd að fullu og ef það er ekki laust á sjúkrahótelinu, ertu einn á báti við að finna samastað og þarft að greiða hann að fullu. Einnig er bílaleigubifreið greidd af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins og geti notað heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu án þess að bera af því fjárhagslegan skaða. Greinarhöfundar skora á ráðamenn landsins að hafin verði vinna í að fara í gegnum þann part sjúkratrygginga sem snúa að landsbyggðinni og fundinn farvegur fyrir fólk af landsbyggðinni til þess að geta nýtt sér þá þjónustu sem er til boða á höfuðborgarsvæðinu, því þar er öll þjónusta sérfræðinga byggð upp. Greinahöfundar hafa oft minnst á þetta við ýmsa aðila innan stjórnsýslunnar og eru allir sammála um að hér þurfi að gera breytingu á, en ekkert gerist. Samtalið þarf að eiga sér stað við fólkið sem nýtir sér þessa þjónustu og sér vankantana á henni með berum augum. Það er eina leiðin til þess að hægt sé að gera betur, þannig að við getum svo sannarlega kallað okkur velferðarsamfélag. Þetta er það sem á að vera í lagi og á að vera sjálfsagt. Við erum tilbúin til að hjálpa ykkur að laga þetta, fyrir fólkið í landinu. Höfundar þessarar greinar búa á Ísafirði og hafa mikinn metnað til að gera grein fyrir og bæta hag fjölskyldna út á landi þegar kemur að sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Huld Albertsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Heilbrigðismál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Greinarhöfundar þessarar greinar bera mikinn metnað til þess að koma málum fjölskyldna í betri farveg þannig að börnin okkar fái sömu þjónustu og önnur börn sem búa nálægt sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum í lífinu, að eiga barn fylgir fullt af skyldum, ábyrgð og hamingju, en einnig fylgir það að við séum alltaf hrædd um að eitthvað komi fyrir og barnið fái illvígan sjúkdóm, verði fyrir slysi eða veikist alvarlega. Sagt er að Íslendingar séu svo ,,heppnir” að heilbrigðiskerfið sé fyrir okkur öll, sama hvar við búum. Einnig búum við í velferðarsamfélagi skv. skilgreiningu stjórnvalda. En hvert barn fær einungis tvær ferðir á ári suður til læknis, nema þegar veikindi falla undir viðmið Sjúkratrygginga sem eru: Illkynja sjúkdóma Nýrnabilun Alvarlega hjartasjúkdóma Alvarlega sjúkdóma barna Alvarlega geðsjúkdóma Alvarleg vandamál á meðgöngu Tæknifrjóvgunarmeðfeð Tannlækningar vegna mjög alvarlega afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma Fyrir ítrekaðar ferðir vegna alvarlegra sjúkdóma er nú hægt að byggja samþykki fyrir endurgreiðslu ferðakostnaðar á skýrslu læknis, hvort sem hann hefur sjúkling til meðferðar eða er læknir í heimabyggð. Áður gilti einungis skýrsla læknis í heimabyggð. Tími okkar foreldra sem eigum börn út á landi virðist ekki vera jafn mikilvægur og þeirra sem búa nær heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeim mikla tíma sem fer í að þurfa að sækja sérfræðiþjónustu utan heimabyggðar en fólk af landsbyggðinni þarf að eyða að lágmarki sólarhring eða meira í að afla sér þjónustunnar en fólk sem býr á stór höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslu sem Finnborg Salóme Steinþórsdóttir nýdoktor í kynjafræði við Háskóla Íslands, vann fyrir Heilbrigðisráðuneytið (Heilsufar og heilbrigðisþjónusta Kynja- og jafnréttissjónarmið), kemur fram að vísbendingar séu um, að öllum landsmönnum sé ekki tryggt aðgengi að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu. Mikill munur er á notkun sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu eftir búsetusvæðum, á höfuðborgarsvæðinu er verið að horfa á 1,6 heimsókn per íbúa en á Austurlandi og Vestfjörðum er verið að horfa á 0,6 heimsókn per íbúa. Þarna þarf að skoða hvort að ástæðan sé sú að bæði kostnaður vegna ferða er mun meiri og tíminn sem fer í ferðir og annað sem tengist ferðunum gerir það að verkum að fólk á ekki heimangengt að nýta sérfræðiþjónustu. Annar greinahöfundur þessarar greinar hefur áður bent á í grein sinni sem heitir vaxtalaust lán, að kostnaður vegna sérfræðilæknaþjónustu er mun meiri hjá foreldrum barna úti á landi en foreldra barna sem búa nálægt höfuðborginni. Í þeirri grein kemur fram kostnaður vegna læknisheimsókna getur verið mjög mikill, hér má sjá dæmi um kostnað vegna læknisferðar með eitt barn: Læknir í Reykjavík, barn og foreldri búsett á Ísafirði. Flug: 81.380 kr. (Flug fyrir annað foreldri og barn) Gisting í gegnum sjúkratryggingar: 1.476 kr. á sólarhringurinn með mat. Bílaleigubíll:10.000 kr. fyrir einn dag, fyrir utan eldsneyti. Flugið er greitt af foreldrum sem síðan þurfa að sækja um til Sjúkratrygginga til að fá flugið endurgreitt. Af þeim kostnaði er þó ávallt 2.985 kr. sem ekki fást endurgreiddar. Foreldrar barna þurfa að leggja út fyrir kostnaðinum sjálf og bíða svo eftir að fá endurgreitt sem getur tekið allt að 10-14 daga en það hafa ekki allir foreldrar efni á því að „lána“ ríkinu peninginn sinn. Gisting er niðurgreidd en ekki greidd að fullu og ef það er ekki laust á sjúkrahótelinu, ertu einn á báti við að finna samastað og þarft að greiða hann að fullu. Einnig er bílaleigubifreið greidd af einstaklingnum þar sem það er þó ódýrara en að nýta leigubíla á milli staða. Þörf er á að finna betri lausn þannig að allir íbúar landsbyggðarinnar sitji við sama borð og íbúar höfuðborgarsvæðisins og geti notað heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu án þess að bera af því fjárhagslegan skaða. Greinarhöfundar skora á ráðamenn landsins að hafin verði vinna í að fara í gegnum þann part sjúkratrygginga sem snúa að landsbyggðinni og fundinn farvegur fyrir fólk af landsbyggðinni til þess að geta nýtt sér þá þjónustu sem er til boða á höfuðborgarsvæðinu, því þar er öll þjónusta sérfræðinga byggð upp. Greinahöfundar hafa oft minnst á þetta við ýmsa aðila innan stjórnsýslunnar og eru allir sammála um að hér þurfi að gera breytingu á, en ekkert gerist. Samtalið þarf að eiga sér stað við fólkið sem nýtir sér þessa þjónustu og sér vankantana á henni með berum augum. Það er eina leiðin til þess að hægt sé að gera betur, þannig að við getum svo sannarlega kallað okkur velferðarsamfélag. Þetta er það sem á að vera í lagi og á að vera sjálfsagt. Við erum tilbúin til að hjálpa ykkur að laga þetta, fyrir fólkið í landinu. Höfundar þessarar greinar búa á Ísafirði og hafa mikinn metnað til að gera grein fyrir og bæta hag fjölskyldna út á landi þegar kemur að sérfræðiþjónustu heilbrigðiskerfisins.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun