„Nú meikarðu það, Gústi“ Valdimar Víðisson skrifar 15. september 2021 12:00 Finnst vel við hæfi að heiti þessarar greinar vísi í dægurlagatexta sem Bjartmar Guðlaugsson samdi fyrir einhverjum árum síðan. Lagið sem fjallar um Gústa sem ætlar að gera það gott. Ágúst Bjarni Garðarsson skipar annað sætið á lista Framsóknar í suðvestur kjördæmi. Það yrði mikill fengur fyrir Alþingi Íslendinga að fá Gústa á þing. Sem stendur er Framsókn með einn mann í kjördæminu og flestar skoðanakannanir benda til að Framsókn haldi þeim manni. Einstaka könnun hefur sýnt Framsókn með tvo menn inni og við þurfum á þínum stuðningi að halda til að ná því. Við þurfum mann eins og Ágúst Bjarna á þing. Sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði hefur hann látið að sér kveða svo um munar. Hann setur sig inn í öll mál og fylgir þeim eftir, heimsækir vinnustaði og íbúa, hlustar á fólkið og vinnur að heilindum fyrir bæjarfélagið. Fyrir rúmum fjórum árum hafði hann samband við mig og spurði hvort ég vildi ekki bjóða mig fram fyrir Framsókn í Hafnarfirði. Ég tók mér smá umhugsunarfrest en ákvað að slá svo til. Ákvörðun sem ég sé ekki eftir. En um leið og ég hafði sagt já þá kynntist ég öðrum Gústa en ég hafði þekkt áður. Kynntist stjórnmálamanninum Ágústi Bjarna sem hefur skýra sýn á samfélagið. Það væri efni í langa grein ef ég ætlaði að nefna allt sem hann stendur fyrir en verð þó að nefna sérstaklega málefni fjölskyldunnar. Hann setur fjölskylduna í fyrsta sæti og hvikar hvergi frá þeim markmiðum sínum að létta undir með þeim hvort sem það er að minnka greiðslubyrði á fjölskyldur, styðja við öryrkja og bæta hag þeirra, búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og aðstoða þá sem minnst mega sín í samfélaginu. Gústi hefur einlægan áhuga á fólki og vill vinna fyrir það. Hann hefur gert það frábærlega í þessi tæpu 4 ár í bæjarmálunum en óskar núna eftir þínum stuðningi til að gera slíkt hið sama á landsvísu. Hann hefur stefnt á þennan starfsvettvang í mörg ár. Hann starfaði í fimm ár sem aðstoðarmaður ráðherra áður en hann fór í bæjarmálin en nú er komið að næsta skrefi, Alþingi Íslendinga. Tryggjum Gústa góða kosningu þann 25. september næstkomandi. Setjum X við B. Höfundur er skólastjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Hafnarfjörður Mest lesið Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Finnst vel við hæfi að heiti þessarar greinar vísi í dægurlagatexta sem Bjartmar Guðlaugsson samdi fyrir einhverjum árum síðan. Lagið sem fjallar um Gústa sem ætlar að gera það gott. Ágúst Bjarni Garðarsson skipar annað sætið á lista Framsóknar í suðvestur kjördæmi. Það yrði mikill fengur fyrir Alþingi Íslendinga að fá Gústa á þing. Sem stendur er Framsókn með einn mann í kjördæminu og flestar skoðanakannanir benda til að Framsókn haldi þeim manni. Einstaka könnun hefur sýnt Framsókn með tvo menn inni og við þurfum á þínum stuðningi að halda til að ná því. Við þurfum mann eins og Ágúst Bjarna á þing. Sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði hefur hann látið að sér kveða svo um munar. Hann setur sig inn í öll mál og fylgir þeim eftir, heimsækir vinnustaði og íbúa, hlustar á fólkið og vinnur að heilindum fyrir bæjarfélagið. Fyrir rúmum fjórum árum hafði hann samband við mig og spurði hvort ég vildi ekki bjóða mig fram fyrir Framsókn í Hafnarfirði. Ég tók mér smá umhugsunarfrest en ákvað að slá svo til. Ákvörðun sem ég sé ekki eftir. En um leið og ég hafði sagt já þá kynntist ég öðrum Gústa en ég hafði þekkt áður. Kynntist stjórnmálamanninum Ágústi Bjarna sem hefur skýra sýn á samfélagið. Það væri efni í langa grein ef ég ætlaði að nefna allt sem hann stendur fyrir en verð þó að nefna sérstaklega málefni fjölskyldunnar. Hann setur fjölskylduna í fyrsta sæti og hvikar hvergi frá þeim markmiðum sínum að létta undir með þeim hvort sem það er að minnka greiðslubyrði á fjölskyldur, styðja við öryrkja og bæta hag þeirra, búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og aðstoða þá sem minnst mega sín í samfélaginu. Gústi hefur einlægan áhuga á fólki og vill vinna fyrir það. Hann hefur gert það frábærlega í þessi tæpu 4 ár í bæjarmálunum en óskar núna eftir þínum stuðningi til að gera slíkt hið sama á landsvísu. Hann hefur stefnt á þennan starfsvettvang í mörg ár. Hann starfaði í fimm ár sem aðstoðarmaður ráðherra áður en hann fór í bæjarmálin en nú er komið að næsta skrefi, Alþingi Íslendinga. Tryggjum Gústa góða kosningu þann 25. september næstkomandi. Setjum X við B. Höfundur er skólastjóri í Hafnarfirði.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar