Mikilvægar úrbætur í kynferðisbrotamálum, en vinnunni er ekki lokið Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. september 2021 14:01 Sú samfélagslega umræða sem hefur sprottið upp í kringum íslenska karlalandsliðið og framgöngu KSÍ hefur enn á ný leitt fram hversu langt við sem samfélag eigum í land með að geta tekist á við kynferðisofbeldi. Í sögulegu ljósi hefur réttlætinu alltof sjaldan verið til að dreifa gagnvart brotaþolum kynferðisofbeldis. Réttarkerfið okkar var sannanlega ekki byggt upp í kringum verndarhagsmuni þolenda slíkra brota. Á öldum áður þótti til dæmis ekkert tiltökumál í nafni laganna að nauðga konum sem höfðu á sér „óorð“ – sem var skilgreint eftir tíðarandanum – og nauðgun í hjónabandi var ekki refsiverð fyrr en undir lok síðustu aldar. Þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar, bæði í samfélagslegu tilliti og lagalegu, þá er staðreyndin enn sú að réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot af því kynbundna ofbeldi sem viðgengst í íslensku samfélagi. Úrbætur síðustu ára og áratuga hafa engu að síður verði mikilvægar. Þær hafa meðal annars lotið að því að styrkja kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga og fjarlægja úr lögum fordóma gagnvart þolendum kynferðisbrota. En réttlætið liggur ekki eingöngu í hegningarlagabókstafnum heldur einnig í meðferð mála. Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð var síðast í ríkisstjórn var ráðist í gagngera skoðun á meðferð kynferðisbrota og úrbótavinnan hefur haldið áfram nokkuð samfleytt síðan þá. Fjölmörg verkefni á þessu kjörtímabili Á þessu kjörtímabili var unnið eftir vel útfærðri aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota þar sem stytting málsmeðferðartíma var ofarlega á blaði, en einnig bættir verkferlar og fræðsla. Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis var efld með 20 milljóna króna fjárveitingu frá heilbrigðisráðuneytinu árið 2018, með sérstakri áherslu á að auka aðstoð og þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis á landsbyggðinni. Á kjörtímabilinu var einnig unnin fyrsta aðgerðaáætlunin í forvarnamálum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og er framkvæmd hennar að hefjast. Þá hófst á þessu kjörtímabili, og að frumkvæði forsætisráðherra, ítarleg vinna við endurskoðun á réttarstöðu brotaþola. Hildur Fjóla Antonsdóttir réttarfélagsfræðingur vann greinargóða skýrslu og á grunni hennar voru samþykktar tillögur sem rötuðu að hluta til í frumvarp dómsmálaráðherra um réttarstöðu brotaþola. Frumvarpið náði þó ekki fram að ganga en eftir kosningar þarf að ráðast í umbætur á því frumvarpi og ná fram pólitískri samstöðu til að feta veginn áfram í átt að réttlæti fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Sumar þessara tillagna hafa tæknilegt yfirbragð en í grunninn lúta þær að því að brotaþolar séu lögformlegir þátttakendur í sínum eigin málum, að þeir séu ekki bara vitni í máli ákæruvalds gegn sakborningi. Það er ekki eingöngu niðurstaða máls sem öllu skiptir, heldur einnig málsmeðferðin. Jafnframt getur það aukið líkur á að mál upplýsist ef brotaþolar hafa aðkomu að málsmeðferðinni, enda veltur málsmeðferð mikið á framburði brotaþola og mikilvægt að hann sé eins nákvæmur og mögulegt er. Líkt og Hildur Fjóla Antonsdóttir hefur bent á í skrifum sínum líta brotaþolar réttlæti mismunandi augum en eiga það þó sammerkt að tengja við það þætti á borð við virðingu og viðurkenningu og að eiga sína eigin rödd sem á er hlustað. Almennt vilja brotaþolar að gerandi axli ábyrgð og horfist í augu við gjörðir sínar en ekki allir telja endilega að fangelsisvist stuðli að því. Síðast en ekki síst er brotaþolum mikilvægt að komið sé í veg fyrir að aðrir þurfi að ganga í gegnum sömu upplifun. Næstu skref í þágu brotaþola Með starfi forsætisráðuneytisins og ráðgjöf Hildar Fjólu Antonsdóttur er kominn góður grunnur að næstu skrefum í átt að bættu réttlæti fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Breyta þarf sakamálalögum en einnig að fullvinna tillögur sem geta veitt þolendum bætt aðgengi að skaða- og miskabótum. Samfélagið er óvant því að kynferðisbrotamenn þurfi að sæta ábyrgð eða að ofbeldið breyti einhverju í þeirra lífi. Við erum vanari því að þolendur þurfi að skipta um störf, flytja búferlum og almennt að sætta sig við ýmsa lykkjur í lífinu til að takast á við afleiðingar ofbeldisins. Með samfélagsbylgjum síðustu ára hafa þolendur í auknum mæli reynt að hafna þessu hlutverki og gera kröfu á samfélagið um að sýna stuðning við þolendur í verki. Það er hlutverk okkar sem störfum í stjórnmálum að halda áfram að þróa kerfin okkar þannig að þau nái utan um viðfangsefni samtímans. Það á líka við um réttarkerfið. Okkar hlutverk er jafnframt að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að þroska og þróa áfram samfélagslegt viðbragð við kynferðisofbeldi og forvarnir gegn því, því það er eina leiðin til að uppræta það. Við eigum langt í land, en við höldum áfram. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Kynferðisofbeldi Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sú samfélagslega umræða sem hefur sprottið upp í kringum íslenska karlalandsliðið og framgöngu KSÍ hefur enn á ný leitt fram hversu langt við sem samfélag eigum í land með að geta tekist á við kynferðisofbeldi. Í sögulegu ljósi hefur réttlætinu alltof sjaldan verið til að dreifa gagnvart brotaþolum kynferðisofbeldis. Réttarkerfið okkar var sannanlega ekki byggt upp í kringum verndarhagsmuni þolenda slíkra brota. Á öldum áður þótti til dæmis ekkert tiltökumál í nafni laganna að nauðga konum sem höfðu á sér „óorð“ – sem var skilgreint eftir tíðarandanum – og nauðgun í hjónabandi var ekki refsiverð fyrr en undir lok síðustu aldar. Þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar, bæði í samfélagslegu tilliti og lagalegu, þá er staðreyndin enn sú að réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot af því kynbundna ofbeldi sem viðgengst í íslensku samfélagi. Úrbætur síðustu ára og áratuga hafa engu að síður verði mikilvægar. Þær hafa meðal annars lotið að því að styrkja kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga og fjarlægja úr lögum fordóma gagnvart þolendum kynferðisbrota. En réttlætið liggur ekki eingöngu í hegningarlagabókstafnum heldur einnig í meðferð mála. Þegar Vinstrihreyfingin – grænt framboð var síðast í ríkisstjórn var ráðist í gagngera skoðun á meðferð kynferðisbrota og úrbótavinnan hefur haldið áfram nokkuð samfleytt síðan þá. Fjölmörg verkefni á þessu kjörtímabili Á þessu kjörtímabili var unnið eftir vel útfærðri aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota þar sem stytting málsmeðferðartíma var ofarlega á blaði, en einnig bættir verkferlar og fræðsla. Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis var efld með 20 milljóna króna fjárveitingu frá heilbrigðisráðuneytinu árið 2018, með sérstakri áherslu á að auka aðstoð og þjónustu við þolendur kynferðisofbeldis á landsbyggðinni. Á kjörtímabilinu var einnig unnin fyrsta aðgerðaáætlunin í forvarnamálum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni og er framkvæmd hennar að hefjast. Þá hófst á þessu kjörtímabili, og að frumkvæði forsætisráðherra, ítarleg vinna við endurskoðun á réttarstöðu brotaþola. Hildur Fjóla Antonsdóttir réttarfélagsfræðingur vann greinargóða skýrslu og á grunni hennar voru samþykktar tillögur sem rötuðu að hluta til í frumvarp dómsmálaráðherra um réttarstöðu brotaþola. Frumvarpið náði þó ekki fram að ganga en eftir kosningar þarf að ráðast í umbætur á því frumvarpi og ná fram pólitískri samstöðu til að feta veginn áfram í átt að réttlæti fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Sumar þessara tillagna hafa tæknilegt yfirbragð en í grunninn lúta þær að því að brotaþolar séu lögformlegir þátttakendur í sínum eigin málum, að þeir séu ekki bara vitni í máli ákæruvalds gegn sakborningi. Það er ekki eingöngu niðurstaða máls sem öllu skiptir, heldur einnig málsmeðferðin. Jafnframt getur það aukið líkur á að mál upplýsist ef brotaþolar hafa aðkomu að málsmeðferðinni, enda veltur málsmeðferð mikið á framburði brotaþola og mikilvægt að hann sé eins nákvæmur og mögulegt er. Líkt og Hildur Fjóla Antonsdóttir hefur bent á í skrifum sínum líta brotaþolar réttlæti mismunandi augum en eiga það þó sammerkt að tengja við það þætti á borð við virðingu og viðurkenningu og að eiga sína eigin rödd sem á er hlustað. Almennt vilja brotaþolar að gerandi axli ábyrgð og horfist í augu við gjörðir sínar en ekki allir telja endilega að fangelsisvist stuðli að því. Síðast en ekki síst er brotaþolum mikilvægt að komið sé í veg fyrir að aðrir þurfi að ganga í gegnum sömu upplifun. Næstu skref í þágu brotaþola Með starfi forsætisráðuneytisins og ráðgjöf Hildar Fjólu Antonsdóttur er kominn góður grunnur að næstu skrefum í átt að bættu réttlæti fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Breyta þarf sakamálalögum en einnig að fullvinna tillögur sem geta veitt þolendum bætt aðgengi að skaða- og miskabótum. Samfélagið er óvant því að kynferðisbrotamenn þurfi að sæta ábyrgð eða að ofbeldið breyti einhverju í þeirra lífi. Við erum vanari því að þolendur þurfi að skipta um störf, flytja búferlum og almennt að sætta sig við ýmsa lykkjur í lífinu til að takast á við afleiðingar ofbeldisins. Með samfélagsbylgjum síðustu ára hafa þolendur í auknum mæli reynt að hafna þessu hlutverki og gera kröfu á samfélagið um að sýna stuðning við þolendur í verki. Það er hlutverk okkar sem störfum í stjórnmálum að halda áfram að þróa kerfin okkar þannig að þau nái utan um viðfangsefni samtímans. Það á líka við um réttarkerfið. Okkar hlutverk er jafnframt að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að þroska og þróa áfram samfélagslegt viðbragð við kynferðisofbeldi og forvarnir gegn því, því það er eina leiðin til að uppræta það. Við eigum langt í land, en við höldum áfram. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar