Stöð 2 Sport
Olís-deild karla fer af stað klukkan 17.50 þegar útsending hefst fyrir leik HK og KA. Klukkan 20.00 er Seinni bylgjan – kvenna á dagskrá en Olís-deild kvenna hefst þann 18. september.
Stöð 2 Sport 2
Leikur Dinamo Zagreb og West Ham United í Evrópudeildinni hefst klukkan 16.45. Útsending hefst tíu mínútum fyrr. Klukkan 18.50 hefst útsending fyrir leik Rangers og Lyon.
Stöð 2 Sport 3
Leikur Midtjylland og Ludogorets er á dagskrá klukkan 16.45. Elías Rafn Ólafsson gæti staðið milli stanganna hjá Midtjylland í leik kvöldsins. Klukkan 18.50 er leikur Randers og AZ Alkmaar á dagskrá. Albert Guðmundsson leikur með síðarnefnda liðinu.
Stöð 2 Sport 4
Íslendingalið FC Kaupmannahöfn er mætt til Slóvakíu þar sem það mætir Slovan Bratislava. Ísak Bergmann Jóhannesson og Andri Fannar Baldursson gætu því leikið sinn fyrsta Evrópuleik fyrir FCK í dag.
Klukkan 18.50 hefst útsending fyrir leik Roma og CSKA Sofia.
Stöð 2 Golf
Opna hollenska hefst klukkan 11.30. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 22.00 hefst Fortinet-meistaramótið. Það er hluti af PGA-mótaröðinni.