Stjórnmálamenn ekki allir jafnduglegir að styðja við aðeins öðruvísi fólk Snorri Másson skrifar 16. september 2021 21:20 Vilhjálmur Hauksson hefur beitt sér ötult fyrir málefnum barna. Vísir/Sigurjón Stjórnmálamenn mættu huga betur að málefnum barna með fötlun og 16 ára og eldri ættu alla vega að fá að kjósa í sveitarstjórnarkosningu, enda eru mörg þeirra farin að borga skatta. Þessar kröfur voru á meðal þeirra sem börn settu fram á kosningafundi með frambjóðendum allra flokka í Hörpu í dag. Mikið var um spurningar um stöðu barna með sérstakar þarfir af ýmsum ástæðum en einnig var nokkuð spurt um almenn mál, allt frá skólasundi, vegalengd í skólann, innleiðingu barnasáttmálans, skattgreiðslur vinnandi barna og svo fram vegis og svo framvegis. Stjórnmálamennirnir gerðu sitt besta til að veita svör við þessu en þurftu í mörgum tilvikum að fallast á að ekki væri nóg gert. Vilhjálmur Hauksson, 12 ára, var á síðasta Barnaþingi og telur mikilvægt að stjórnmálamenn fylgi þeim kröfum eftir sem þar komu fram. Hvað skiptir þig mestu máli? „Ég sjálfur hef svolítið mikið verið að hugsa um það þegar fólk er aðeins öðruvísi. Spurningarnar um það voru nokkrar. Það er ekki alveg þannig að allir séu með sömu réttindi og mér finnst að það ætti að vera þannig,“ sagði Vilhjálmur. Eru íslenskir stjórnmálamenn nógu duglegir að breyta hlutunum fyrir fólk sem er með fötlun? „Það eru ekki allir stjórnmálamenn eins, þannig að það eru kannski sumir af þeim sem eru nógu duglegir en aðrir ekki jafnduglegir,“ sagði Vilhjálmur. María Mist er nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð.Vísir/Sigurjón María Mist Sigursteinsdóttir, 17 ára, telur mikilvægast að Alþingi tryggi alveg rétt barna í barnaverndarmálum. Hún telur að stjórnmálamennirnir séu að gera sitt besta við að fylgja eftir kröfum barna en telur að hagsmunum sínum væri betur borgið ef hún hefði kosningarétt, alla vega í sveitarstjórnarkosningum. „Mér finnst það allavega eðlilegt að þú fáir að kjósa 16 ára, um leið og þú byrjar að borga skatta,“ sagði María. En er Vilhjálmur sammála henni? „Nei, af því að þau hafa ekki alveg þroskann í það alveg strax. Mér finnst að við ættum að bíða aðeins,“ segir hann. Réttindi barna Börn og uppeldi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25 Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Mikið var um spurningar um stöðu barna með sérstakar þarfir af ýmsum ástæðum en einnig var nokkuð spurt um almenn mál, allt frá skólasundi, vegalengd í skólann, innleiðingu barnasáttmálans, skattgreiðslur vinnandi barna og svo fram vegis og svo framvegis. Stjórnmálamennirnir gerðu sitt besta til að veita svör við þessu en þurftu í mörgum tilvikum að fallast á að ekki væri nóg gert. Vilhjálmur Hauksson, 12 ára, var á síðasta Barnaþingi og telur mikilvægt að stjórnmálamenn fylgi þeim kröfum eftir sem þar komu fram. Hvað skiptir þig mestu máli? „Ég sjálfur hef svolítið mikið verið að hugsa um það þegar fólk er aðeins öðruvísi. Spurningarnar um það voru nokkrar. Það er ekki alveg þannig að allir séu með sömu réttindi og mér finnst að það ætti að vera þannig,“ sagði Vilhjálmur. Eru íslenskir stjórnmálamenn nógu duglegir að breyta hlutunum fyrir fólk sem er með fötlun? „Það eru ekki allir stjórnmálamenn eins, þannig að það eru kannski sumir af þeim sem eru nógu duglegir en aðrir ekki jafnduglegir,“ sagði Vilhjálmur. María Mist er nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð.Vísir/Sigurjón María Mist Sigursteinsdóttir, 17 ára, telur mikilvægast að Alþingi tryggi alveg rétt barna í barnaverndarmálum. Hún telur að stjórnmálamennirnir séu að gera sitt besta við að fylgja eftir kröfum barna en telur að hagsmunum sínum væri betur borgið ef hún hefði kosningarétt, alla vega í sveitarstjórnarkosningum. „Mér finnst það allavega eðlilegt að þú fáir að kjósa 16 ára, um leið og þú byrjar að borga skatta,“ sagði María. En er Vilhjálmur sammála henni? „Nei, af því að þau hafa ekki alveg þroskann í það alveg strax. Mér finnst að við ættum að bíða aðeins,“ segir hann.
Réttindi barna Börn og uppeldi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25 Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að Alþingi taki niðurstöður Barnaþings til umræðu Það var glatt á hjalla fyrir utan Ráðherrabústaðinn í hádeginu þegar umboðsmaður barna og hópur ungmenna sem sótti barnaþing í nóvember, afhenti ráðherrum niðurstöður þingsins. 8. maí 2020 21:25
Börnin skiluðu ráðherrum niðurstöðum sínum Umboðsmaður barna og ungmenni sem tóku þátt í barnaþingi í nóvember afhentu ráðherrum niðurstöður þingsins við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir hádegi. 8. maí 2020 13:52