Samgönguáskorun Sigurður Ingi Friðleifsson og Guðmundur Haukur Sigurðsson skrifa 17. september 2021 15:30 Það er leitun eftir aðgerð sem skilar jafn fjölbreyttum og víðtækum áhrifum og breyttar ferðavenjur. Hugsanlega er vandamálið að breyttar ferðavenjur er alltaf brotnar upp í einstaka lausnir frekar en að ræða þær sem heildar lausnapakka. Það er rætt um almenningssamgöngur eða hjólreiðar sem stakar lausnir í tómarúmi. Þannig upplifa landsmenn þetta sem stríð á milli þess að allir fari í strætó eða allir fari á bíl. Í fyrsta lagi eru breyttar ferðvenjulausnir miklu fleiri, þær snúast líka um meiri heimavinnu, fleiri heimsendingar, minna skutl, meiri samakstur o.fl.. Umræðan hefur of mikið snúist um bíllausan lífstíl frekar en bílminni lífsstíl. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ef við förum aðeins yfir hvað bílminni lífstíll getur skilað fyrir land og þjóð þá eru áhrifin svo rosaleg að ótrúlegt er að fleiri stjórnmálamann vinni ekki markvisst að þessari þróun. Efnahagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega efnahagsmál. Þjóðin þarf ekki bara að punga út fyrir erlendri olíu heldur líka fyrir erlendum dekkjum og varahlutum. Færri bílakílómetrar minnka þessi útgjöld. Heilbrigðismál Færri ferðir í bíl er nefnilega heilbrigðismál. Þjóðin þarf að hreyfa sig meira til að bæta almenna lýðheilsu. Breyttar ferðavenjur auka hreyfingu og líkamlegt heilbrigð en einnig hefur verið sýnt fram á að andleg heilsa eykst verulega með aukinni útiveru og hreyfingu. Færri ferðir í bíl lækka kostnað heilbrigðiskerfisins, draga úr heilsuspillandi mengun og álagi á heilbrigðiskerfið. Umferðahnútar Færri ferðir í bíl er nefnilega umferðarmál. Breyttar ferðavenjur fækka bílum í umferð, þó svo að enginn myndi losa sig við einkabílinn þá myndi umferð samt minnka ef margir tækju út einn og einn bílakílómetra hér og þar. Færri ferðir í bíl þýðir minni umferðarteppur og minni framtíðarfjárfestingaþörf í umferðarmannvirkjum. Loftslagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega loftslagsmál. Breyttar ferðavenjur draga augljóslega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við erum með skuldbindandi markmið um minnkun á losun og þeim markmiðum verðum við að ná. Breyttar ferðavenjur eru langódýrasta leiðin til að ná þeim markmiðum. Orkusetur og Vistorka hafa sett út samgönguáskorun þar sem fimm ólíkar leiðir í breyttum ferðavenjum eru kynntar. Einnig er í boði app og heimasíða fyrir lausn sem kallast KortEr, sem opnað getur augu margra varðandi bílminni lífsstíl. Hvernig væri að brjóta upp hversdagsleikann og skella sér í smá samgönguævintýri? Leiðirnar eru; ganga, hjól, almenningssamgöngur, samakstur og heimavinna. Ekki henta allar leiðirnar öllum en flestir ættu að geta prófað eitthvað. Eins og áður segir er líklega fátt sem getur skilað jafnmiklum árangri á fjölbreyttum sviðum og breyttar ferðavenjur. Prófaðu allar eða eina en ekki breyta ekki neinu, við náum mestum árangri ef allir gera eitthvað! Sigurður Ingi Friðleifsson er framkvæmdastjóri Orkuseturs og Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er leitun eftir aðgerð sem skilar jafn fjölbreyttum og víðtækum áhrifum og breyttar ferðavenjur. Hugsanlega er vandamálið að breyttar ferðavenjur er alltaf brotnar upp í einstaka lausnir frekar en að ræða þær sem heildar lausnapakka. Það er rætt um almenningssamgöngur eða hjólreiðar sem stakar lausnir í tómarúmi. Þannig upplifa landsmenn þetta sem stríð á milli þess að allir fari í strætó eða allir fari á bíl. Í fyrsta lagi eru breyttar ferðvenjulausnir miklu fleiri, þær snúast líka um meiri heimavinnu, fleiri heimsendingar, minna skutl, meiri samakstur o.fl.. Umræðan hefur of mikið snúist um bíllausan lífstíl frekar en bílminni lífsstíl. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ef við förum aðeins yfir hvað bílminni lífstíll getur skilað fyrir land og þjóð þá eru áhrifin svo rosaleg að ótrúlegt er að fleiri stjórnmálamann vinni ekki markvisst að þessari þróun. Efnahagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega efnahagsmál. Þjóðin þarf ekki bara að punga út fyrir erlendri olíu heldur líka fyrir erlendum dekkjum og varahlutum. Færri bílakílómetrar minnka þessi útgjöld. Heilbrigðismál Færri ferðir í bíl er nefnilega heilbrigðismál. Þjóðin þarf að hreyfa sig meira til að bæta almenna lýðheilsu. Breyttar ferðavenjur auka hreyfingu og líkamlegt heilbrigð en einnig hefur verið sýnt fram á að andleg heilsa eykst verulega með aukinni útiveru og hreyfingu. Færri ferðir í bíl lækka kostnað heilbrigðiskerfisins, draga úr heilsuspillandi mengun og álagi á heilbrigðiskerfið. Umferðahnútar Færri ferðir í bíl er nefnilega umferðarmál. Breyttar ferðavenjur fækka bílum í umferð, þó svo að enginn myndi losa sig við einkabílinn þá myndi umferð samt minnka ef margir tækju út einn og einn bílakílómetra hér og þar. Færri ferðir í bíl þýðir minni umferðarteppur og minni framtíðarfjárfestingaþörf í umferðarmannvirkjum. Loftslagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega loftslagsmál. Breyttar ferðavenjur draga augljóslega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við erum með skuldbindandi markmið um minnkun á losun og þeim markmiðum verðum við að ná. Breyttar ferðavenjur eru langódýrasta leiðin til að ná þeim markmiðum. Orkusetur og Vistorka hafa sett út samgönguáskorun þar sem fimm ólíkar leiðir í breyttum ferðavenjum eru kynntar. Einnig er í boði app og heimasíða fyrir lausn sem kallast KortEr, sem opnað getur augu margra varðandi bílminni lífsstíl. Hvernig væri að brjóta upp hversdagsleikann og skella sér í smá samgönguævintýri? Leiðirnar eru; ganga, hjól, almenningssamgöngur, samakstur og heimavinna. Ekki henta allar leiðirnar öllum en flestir ættu að geta prófað eitthvað. Eins og áður segir er líklega fátt sem getur skilað jafnmiklum árangri á fjölbreyttum sviðum og breyttar ferðavenjur. Prófaðu allar eða eina en ekki breyta ekki neinu, við náum mestum árangri ef allir gera eitthvað! Sigurður Ingi Friðleifsson er framkvæmdastjóri Orkuseturs og Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun