Treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 18:35 Kári Árnason í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Kári Árnason, leikmaður toppliðs Víkings, átti erfitt með að finna orð til að lýsa ótrúlegum leik Víkings og KR í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Leiknum lauk með 2-1 sigri Víkinga sem eru nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Kári gæti verið í leikbanni í leiknum sem ræður úrslitum. Víkingar lentu undir gegn KR en létu það ekki á sig fá. Atli Barkarson jafnaði metin og varamaðurinn Helgi Guðjónsson kom Víkingum 2-1 yfir undir lok leiks. Í uppbótartíma var vítaspyrna dæmd eftir að Kári virtist handleika knöttinn er hann stökk fyrir boltann upp við eigið mark. Vítaspyrna dæmd en Ingvar Jónsson vari spyrnu Pálma Rafns Pálmasonar og Víkingar því komnir á toppinn þar sem Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði. Kári var því einkar glaður en að sama skapi enn að ná sér niður er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi að leik loknum. „Það er bara eins og þetta sé skrifað í skýin. Ég sagði fyrir leik að þetta minnti mig að mörgu leyti á stemmninguna með íslenska landsliðinu þegar Króatía átti Finnland eftir fyrir HM, þetta er svo bara sama uppskrift. Við eigum samt einn leik eftir og við ætlum bara að klára það, held samt að ég sé í banni í þeim leik,“ sagði Kári sem var greinilega ekki viss hvort hann megi spila í lokaleik Víkinga á tímabilinu. Um vítaspyrnudóminn „Ég renn og þarf bara að taka Sölva (Geir Ottesen) á þetta, reyni því að henda hausnum í þetta. Fæ eitthvað aftan í hnakkann og held ég reki hausinn í boltann. Setti allavega aldrei hendina í hann.“ „KR-ingar gera þetta rosalega oft. Henda sér niður út um allt og öskra á víti endalaust. Það er þreytt að menn séu enn að falla í þessa gryfju en þetta er annað vítið sem Ingvar (Jónsson) tekur í röð og það er bara geggjað.“ „Já ég held það sé dæmd hendi, ég átta mig ekki á því,“ svaraði hann aðspurður hvað hefði verið dæmt á. „Þetta er handrit sem við Sölvi erum búnir að vera vinna að í nokkur ár. Hvað getur maður sagt, ég treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín,“ sagði Kári að endingu áður en hann hrósaði öllum Fossvoginum – „allavega á þessum aldri“ – fyrir að mæta á Meistaravelli í dag. Víkingar fjölmenntu á leikinn.Vísir/Hulda Margrét Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Víkingar lentu undir gegn KR en létu það ekki á sig fá. Atli Barkarson jafnaði metin og varamaðurinn Helgi Guðjónsson kom Víkingum 2-1 yfir undir lok leiks. Í uppbótartíma var vítaspyrna dæmd eftir að Kári virtist handleika knöttinn er hann stökk fyrir boltann upp við eigið mark. Vítaspyrna dæmd en Ingvar Jónsson vari spyrnu Pálma Rafns Pálmasonar og Víkingar því komnir á toppinn þar sem Breiðablik tapaði 1-0 fyrir FH í Hafnafirði. Kári var því einkar glaður en að sama skapi enn að ná sér niður er hann ræddi við Stöð 2 Sport og Vísi að leik loknum. „Það er bara eins og þetta sé skrifað í skýin. Ég sagði fyrir leik að þetta minnti mig að mörgu leyti á stemmninguna með íslenska landsliðinu þegar Króatía átti Finnland eftir fyrir HM, þetta er svo bara sama uppskrift. Við eigum samt einn leik eftir og við ætlum bara að klára það, held samt að ég sé í banni í þeim leik,“ sagði Kári sem var greinilega ekki viss hvort hann megi spila í lokaleik Víkinga á tímabilinu. Um vítaspyrnudóminn „Ég renn og þarf bara að taka Sölva (Geir Ottesen) á þetta, reyni því að henda hausnum í þetta. Fæ eitthvað aftan í hnakkann og held ég reki hausinn í boltann. Setti allavega aldrei hendina í hann.“ „KR-ingar gera þetta rosalega oft. Henda sér niður út um allt og öskra á víti endalaust. Það er þreytt að menn séu enn að falla í þessa gryfju en þetta er annað vítið sem Ingvar (Jónsson) tekur í röð og það er bara geggjað.“ „Já ég held það sé dæmd hendi, ég átta mig ekki á því,“ svaraði hann aðspurður hvað hefði verið dæmt á. „Þetta er handrit sem við Sölvi erum búnir að vera vinna að í nokkur ár. Hvað getur maður sagt, ég treysti þessu liði fullkomlega til að klára þetta án mín,“ sagði Kári að endingu áður en hann hrósaði öllum Fossvoginum – „allavega á þessum aldri“ – fyrir að mæta á Meistaravelli í dag. Víkingar fjölmenntu á leikinn.Vísir/Hulda Margrét Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira