Róttæk byggðastefna í boði Vinstri grænna Bjarni Jónsson skrifar 21. september 2021 14:46 Sem oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hef ég á síðustu vikum ferðast um kjördæmið vítt og breitt. Svæðið er fjölbreytt og víðfeðmt og alls staðar gott að búa. Við þurfum að hlúa að byggðunum, standa vörð um náttúruna og auðlindirnar sem eru svo ríkulegar og nýta þær með sjálfbærum hætti í þágu íbúanna. Mér eru sérstaklega hugleikin nokkur mál sem að ég vil koma inn á hérna. Það er og hefur alltaf verið stefna VG að tryggja jöfn tækifæri fólks. Það er að mörgu að hyggja en við Vinstri græn höfum sett okkur róttæka stefnu í byggðamálum sem við teljum að skapi landsmönnum öllum jöfn skilyrði til þátttöku og búsetu með öflugri uppbyggingu innviða. Þannig treystum við búsetu og sköpum fjölskylduvænt samfélag um land allt. Fyrir því mun ég berjast. En hvað er ég að tala um? Ég vil sjá stórátak í samgöngum, sér í lagi þegar kemur að safn,- og tengivegum þannig að góðar samgöngur séu tryggðar innan héraða og að byggðarlög séu tengd betur saman til að gera þau sterkari. Þá þarf að stytta vegalengdir og gera þær greiðfærari. Sú hagræðing sem að hlýst af styttri vegalengdum minnkar ekki aðeins akstur og útblástur heldur tengir hún betur byggðirnar og þéttir atvinnusvæði. Fjarskipti og háhraðatengingar eru enn víða í ólestri. Til þess að störf án staðsetninga, atvinnuklasar og nýsköpun geri þrifist með góðu móti þurfa þessir innviðir að vera til staðar og einfaldlega til að auka lífsgæði fólks. Ekki hefur verið nóg gert í þessum málaflokki nú undir stjórn samgönguráðherra Framsóknarflokksins og mikilvægt að meiri kraftur verði settur í þetta verkefni. Þá er orkuöryggi og jöfnun rafmagns,- og húshitunarkostnaðar ofarlega í huga þeirra sem búa við skerta þjónustu eða ójöfn kjör í þeim efnum og mikilvægt að leiðrétta þá mismunun. Mikilvægt er að gerð verði gangskör að því að gera mun betur í að jafna flutningskostnað á landsbyggðinni til að jafna búsetuskilyrði og til að fyrirtæki sem þar starfa búi ekki við skert starfsumhverfi. Sköpum tækifærunum farveg Á landinu öllu eru tækifærin sannarlega til staðar, bæði til lands og sjávar. Við þurfum að skapa þeim farveg og rétt umhverfi. Við viljum efla nýsköpun og þátt skapandi greina í þeirri uppbyggingu sem að við sjáum fyrir okkur um land allt. Á landsbyggðinni eru mikilvæg rannsókna- og þróunarsetur og öflugir háskólar. Þrír þeirra eru í mínu kjördæmi. Háskólarnir gæða samfélagið lífi og rannsóknir og miðlun þekkingar styrkja ekki síst nærumhverfið. Það er okkar hlutverk að tryggja háskólunum á landsbyggðinni tækifæri til að vaxa og dafna. Þá er fjölbreytt námsval og fjölskylduvænar lausnir á öðrum námsstigum mikilvægar fyrir byggðaþróun og byggðafestu. Við þurfum að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla í samstarfi við sveitarfélögin svo að sama aðgengi sé um land allt. Við þurfum að standa vörð um framhaldsskólana og framhaldsdeildir, þannig að hægt sé að stunda nám í heimabyggð eða næsta nágrenni og ekki síst búa enn betur að iðn- og verknáminu. Við þurfum að efla hlut skapandi greina út um land en þær veita þekkingu og hæfni til starfa í greinum sem eru í senn vaxandi og fjölbreyttar. Skapandi lausnir verða sífellt mikilvægari eftir því sem fram vindur og viðfangsefni samfélagsins verða stærri og flóknari. Á landsbyggðinni er frjór jarðvegur fyrir skapandi lausnir og er það mín trú að með fræðilegum og hagnýtum rannsóknum muni fara hönd í hönd staðbundin þekking og nýjar lausnir Starf háskóla á landsbyggðinni er í því tilliti ómetanlegt fyrir framþróun atvinnuvega og nýsköpun, ekki síst í matvælaiðnaði. Kosningar eru tímamót og þá lítum við til framtíðar. Við Vinstri græn ætlum að standa vörð um velsæld og lífsgæði með innviðauppbyggingu og bættum búsetuskilyrðum um land allt. Á síðustu árum höfum við sýnt það í verki að við getum tekist á við erfiðar áskoranir og leitt samfélagið í gegnum þær. Af sömu áræðni höfum við leitt fjölmörg framfaramál á sviðum heilbrigðismála og náttúruverndar, velferðar og mannréttinda. Á sama hátt getum við leitt samfélagið áfram á öðrum sviðum. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Norðvesturkjördæmi Byggðamál Bjarni Jónsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sem oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hef ég á síðustu vikum ferðast um kjördæmið vítt og breitt. Svæðið er fjölbreytt og víðfeðmt og alls staðar gott að búa. Við þurfum að hlúa að byggðunum, standa vörð um náttúruna og auðlindirnar sem eru svo ríkulegar og nýta þær með sjálfbærum hætti í þágu íbúanna. Mér eru sérstaklega hugleikin nokkur mál sem að ég vil koma inn á hérna. Það er og hefur alltaf verið stefna VG að tryggja jöfn tækifæri fólks. Það er að mörgu að hyggja en við Vinstri græn höfum sett okkur róttæka stefnu í byggðamálum sem við teljum að skapi landsmönnum öllum jöfn skilyrði til þátttöku og búsetu með öflugri uppbyggingu innviða. Þannig treystum við búsetu og sköpum fjölskylduvænt samfélag um land allt. Fyrir því mun ég berjast. En hvað er ég að tala um? Ég vil sjá stórátak í samgöngum, sér í lagi þegar kemur að safn,- og tengivegum þannig að góðar samgöngur séu tryggðar innan héraða og að byggðarlög séu tengd betur saman til að gera þau sterkari. Þá þarf að stytta vegalengdir og gera þær greiðfærari. Sú hagræðing sem að hlýst af styttri vegalengdum minnkar ekki aðeins akstur og útblástur heldur tengir hún betur byggðirnar og þéttir atvinnusvæði. Fjarskipti og háhraðatengingar eru enn víða í ólestri. Til þess að störf án staðsetninga, atvinnuklasar og nýsköpun geri þrifist með góðu móti þurfa þessir innviðir að vera til staðar og einfaldlega til að auka lífsgæði fólks. Ekki hefur verið nóg gert í þessum málaflokki nú undir stjórn samgönguráðherra Framsóknarflokksins og mikilvægt að meiri kraftur verði settur í þetta verkefni. Þá er orkuöryggi og jöfnun rafmagns,- og húshitunarkostnaðar ofarlega í huga þeirra sem búa við skerta þjónustu eða ójöfn kjör í þeim efnum og mikilvægt að leiðrétta þá mismunun. Mikilvægt er að gerð verði gangskör að því að gera mun betur í að jafna flutningskostnað á landsbyggðinni til að jafna búsetuskilyrði og til að fyrirtæki sem þar starfa búi ekki við skert starfsumhverfi. Sköpum tækifærunum farveg Á landinu öllu eru tækifærin sannarlega til staðar, bæði til lands og sjávar. Við þurfum að skapa þeim farveg og rétt umhverfi. Við viljum efla nýsköpun og þátt skapandi greina í þeirri uppbyggingu sem að við sjáum fyrir okkur um land allt. Á landsbyggðinni eru mikilvæg rannsókna- og þróunarsetur og öflugir háskólar. Þrír þeirra eru í mínu kjördæmi. Háskólarnir gæða samfélagið lífi og rannsóknir og miðlun þekkingar styrkja ekki síst nærumhverfið. Það er okkar hlutverk að tryggja háskólunum á landsbyggðinni tækifæri til að vaxa og dafna. Þá er fjölbreytt námsval og fjölskylduvænar lausnir á öðrum námsstigum mikilvægar fyrir byggðaþróun og byggðafestu. Við þurfum að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla í samstarfi við sveitarfélögin svo að sama aðgengi sé um land allt. Við þurfum að standa vörð um framhaldsskólana og framhaldsdeildir, þannig að hægt sé að stunda nám í heimabyggð eða næsta nágrenni og ekki síst búa enn betur að iðn- og verknáminu. Við þurfum að efla hlut skapandi greina út um land en þær veita þekkingu og hæfni til starfa í greinum sem eru í senn vaxandi og fjölbreyttar. Skapandi lausnir verða sífellt mikilvægari eftir því sem fram vindur og viðfangsefni samfélagsins verða stærri og flóknari. Á landsbyggðinni er frjór jarðvegur fyrir skapandi lausnir og er það mín trú að með fræðilegum og hagnýtum rannsóknum muni fara hönd í hönd staðbundin þekking og nýjar lausnir Starf háskóla á landsbyggðinni er í því tilliti ómetanlegt fyrir framþróun atvinnuvega og nýsköpun, ekki síst í matvælaiðnaði. Kosningar eru tímamót og þá lítum við til framtíðar. Við Vinstri græn ætlum að standa vörð um velsæld og lífsgæði með innviðauppbyggingu og bættum búsetuskilyrðum um land allt. Á síðustu árum höfum við sýnt það í verki að við getum tekist á við erfiðar áskoranir og leitt samfélagið í gegnum þær. Af sömu áræðni höfum við leitt fjölmörg framfaramál á sviðum heilbrigðismála og náttúruverndar, velferðar og mannréttinda. Á sama hátt getum við leitt samfélagið áfram á öðrum sviðum. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun