Vinnum á undirmönnun heilbrigðiskerfisins Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar 22. september 2021 17:30 Á Íslandi viljum við hafa jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu. Það felst í fleiru en að byggja og reka sjúkrahús og heilsugæslu. Það þarf líka að tryggja að þessar stofnanir hafi starfsfólk til að halda uppi heilbrigðisþjónustu. Mönnunarvandi heilbrigðisþjónustu Ísland er þegar fyrir neðan meðaltal þjóða Efnahags- og framfarastofnunar (OECD), sé miðað við leiðréttar tölur sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur lagt fram um fjölda starfandi hjúkrunarfræðinga á hverja 1000 íbúa. Einnig hefur félagið bent á að 4.-5. hver hjúkrunarfræðingur hættir eftir 5 ár í starfi. Það er ljóst að þegar uppi er staðið er of fáliðað starfslið ávísun á aukin útgjöld í formi yfirvinnu og aukinna veikinda af völdum álags og streitu auk þess að geta skapað hættu fyrir skjólstæðinga kerfisins. Það eru allir sammála um að mikið hefur mætt á hjúkrunarfræðingum í Covid-faraldrinum, við skipulagningu, umönnun og bólusetningu og hefur stéttin og aðrar heilbrigðisstéttir staðið þessa vakt með miklum sóma. Rétt er að líta til þess að hjúkrunarfræðingar starfa nú samkvæmt kjarasamningum sem eru niðurstaða gerðardóms, sem hjúkrunarfræðingar sjálfir voru mjög ósáttir við. Til að tryggja mönnun sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana til framtíðar er mikilvægt að vinna með markvissum hætti að því að ná sátt í samningum um starfsumhverfi og kjör stétta. Heilbrigðisstarfsfólk hefur frestað sumarfríum og jafnvel fæðingarorlofi til að vinna meðan faraldur geisar, en það er hætt við því að eftir að við erum komin fyrir vind hvað Covid varðar þá hafi margir fengið nóg. Því er nauðsynlegt að bregðast við og skapa sátt. Aðgerðir Bregðast þarf við brotthvarfi hjúkrunarfræðinga úr starfi og grípa til aðgerða til að hvetja hjúkrunarfræðinga og jafnvel aðrar heilbrigðisstéttir til að starfa áfram á sínu fagsviði. Covid tengdar álagsgreiðslur eru eitt en svo eru einnig atriði sem horfa til framtíðar eins og t.d. að ríkið greiði af námslánum þeirra meðan þau starfa hjá ríkinu að heilbrigðisþjónustu. En fyrst og fremst þarf að taka upp samtalið og semja við þessar stéttir, þannig að þær starfi eftir kjarasamningum sem eru niðurstaða samninga en ekki ákvarðana gerðardóms. Höfundur er framkvæmdastjóri og skipar 3. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Elsa Smáradóttir Framsóknarflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi viljum við hafa jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu. Það felst í fleiru en að byggja og reka sjúkrahús og heilsugæslu. Það þarf líka að tryggja að þessar stofnanir hafi starfsfólk til að halda uppi heilbrigðisþjónustu. Mönnunarvandi heilbrigðisþjónustu Ísland er þegar fyrir neðan meðaltal þjóða Efnahags- og framfarastofnunar (OECD), sé miðað við leiðréttar tölur sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur lagt fram um fjölda starfandi hjúkrunarfræðinga á hverja 1000 íbúa. Einnig hefur félagið bent á að 4.-5. hver hjúkrunarfræðingur hættir eftir 5 ár í starfi. Það er ljóst að þegar uppi er staðið er of fáliðað starfslið ávísun á aukin útgjöld í formi yfirvinnu og aukinna veikinda af völdum álags og streitu auk þess að geta skapað hættu fyrir skjólstæðinga kerfisins. Það eru allir sammála um að mikið hefur mætt á hjúkrunarfræðingum í Covid-faraldrinum, við skipulagningu, umönnun og bólusetningu og hefur stéttin og aðrar heilbrigðisstéttir staðið þessa vakt með miklum sóma. Rétt er að líta til þess að hjúkrunarfræðingar starfa nú samkvæmt kjarasamningum sem eru niðurstaða gerðardóms, sem hjúkrunarfræðingar sjálfir voru mjög ósáttir við. Til að tryggja mönnun sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana til framtíðar er mikilvægt að vinna með markvissum hætti að því að ná sátt í samningum um starfsumhverfi og kjör stétta. Heilbrigðisstarfsfólk hefur frestað sumarfríum og jafnvel fæðingarorlofi til að vinna meðan faraldur geisar, en það er hætt við því að eftir að við erum komin fyrir vind hvað Covid varðar þá hafi margir fengið nóg. Því er nauðsynlegt að bregðast við og skapa sátt. Aðgerðir Bregðast þarf við brotthvarfi hjúkrunarfræðinga úr starfi og grípa til aðgerða til að hvetja hjúkrunarfræðinga og jafnvel aðrar heilbrigðisstéttir til að starfa áfram á sínu fagsviði. Covid tengdar álagsgreiðslur eru eitt en svo eru einnig atriði sem horfa til framtíðar eins og t.d. að ríkið greiði af námslánum þeirra meðan þau starfa hjá ríkinu að heilbrigðisþjónustu. En fyrst og fremst þarf að taka upp samtalið og semja við þessar stéttir, þannig að þær starfi eftir kjarasamningum sem eru niðurstaða samninga en ekki ákvarðana gerðardóms. Höfundur er framkvæmdastjóri og skipar 3. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík suður.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun