Guðbjörg Fanndal og Gullý bjóða sig fram í stjórn KSÍ Runólfur Trausti Þórhallsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. september 2021 20:35 Skipuð verður ný stjórn í upphafi næsta mánaðar. KSÍ Guðbjörg Fanndal Torfadóttir, formaður knattspyrnudeildar Aftureldingar, og Suðurnesjakonan Gullý Sig hafa ákveðið að bjóða sig fram í stjórn Knattspyrnusambands Íslands. Stjórn KSÍ sagði af sér í lok síðasta mánaðar eins og hún leggur sig skömmu eftir að Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður. Afsagnirnar komu í kjölfar mikillar samfélags- og fjölmiðlaumræðu um ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Umræðan hófst eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir af hálfu leikmanns landsliðsins. Ástæða frásagnarinnar var sú að Guðni Bergsson sagði í Kastljósi á RÚV að KSÍ hafi ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi, sem Þórhildur sagði ekki satt, mál hennar hafi komið inn á borð sambandsins. Eftir að stjórnin sagði af sér boðaði hún til aukaárþings KSÍ sem fer fram laugardaginn 2. október næstkomandi. Þar verður kjörinn nýr formaður og kosið í stjórn á nýjan leik. Hávær krafa hefur verið uppi um að jafna kynjahlutfall í stjórn sambandsins. Í fráfarandi stjórn sátu tvæor konur en á annan tug karla. Það stefnir allt í að Vanda Sigurgeirsdóttir verði næsti formaður sambandsins en hún er sem stendur eina manneskjan í framboði. Þá eru sex í framboði til stjórnar: Guðbjörg Fanndal, Gullý Sig, Ásgrímur Helgi Einarsson, Helga Helgadóttir og Þóroddur Hjaltalín (í varastjórn) hafa öll gefið kost á sér. Hér að neðan má sjá tilkynningarnar sem Gullý og Guðbjörg Fanndal sendu frá sér. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ þegar kosið verður á aukaþingi þess laugardaginn 2.október næstkomandi. Ég er fædd og uppalin í Garðinum (Suðurnesjabæ) og kem frá mikilli fótboltafjölskyldu. Ég hef kynnst fótboltanum frá öllum hliðum fótboltans í gegnum Knattspyrnufélagið Víðir Garði alveg frá barnæsku. Hef verið leikmaður, þjálfari, stjórnarmaður, formaður, foreldri og margt fleira. Ég legg mikinn metnað í það sem ég tek mér fyrir hendur og tel mig geta nýtt krafta mína fyrir KSÍ,“ segir Gullý á Facebook-síðu sinni. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ á komandi aukaþingi 2. október. Fótbolti hefur verið hluti af öllum mínum þroska skeiðum, frá því að vera iðkandi í stjórnsetur og allt þar á milli. Fótbolti hefur veitt mér gleði og ég hef metnaði í að gera betur, því vil ég leggja mitt að mörkum til að styrkja ímynd KSÍ. Saman eru við sterkari og því þarf knattspyrnuhreyfingin í heild sinni að standa saman á þessum tímamótum. Gleði og hamingja,“ segir Guðbjörg Fanndal í færslu á Facebook-síðu sinni. Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fulltrúar FIFA fylgjast með stöðunni hjá KSÍ og buðu fram hendur á dekk „FIFA vill bara vera upplýst um stöðuna og býður fram aðstoð eins og þarf,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um komu tveggja fulltrúa FIFA til landsins. Fulltrúarnir sátu fund fráfarandi stjórnar KSÍ á þriðjudag. 24. september 2021 15:00 Engin ákvörðun tekin um starfslokasamning Guðna Fráfarandi stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ekki ákveðið hvernig starfslokum fyrrverandi formanns, Guðna Bergssonar, verður háttað. 24. september 2021 12:31 Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29 Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30 Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01 Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. 23. september 2021 08:00 Vill afsökunarbeiðni frá KSÍ og íhugar bótamál Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar vill að Knattspyrnusamband Íslands biðjist afsökunar á því að hafa tekið leikmanninn úr leikmannahópi landsliðsins undir lok ágústmánaðar. Þá segir lögmaðurinn að sambandið gæti þurft að greiða miska- og fjártjónsbætur. 22. september 2021 17:15 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Stjórn KSÍ sagði af sér í lok síðasta mánaðar eins og hún leggur sig skömmu eftir að Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður. Afsagnirnar komu í kjölfar mikillar samfélags- og fjölmiðlaumræðu um ofbeldisbrot leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Umræðan hófst eftir að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og greindi frá ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir af hálfu leikmanns landsliðsins. Ástæða frásagnarinnar var sú að Guðni Bergsson sagði í Kastljósi á RÚV að KSÍ hafi ekki borist formlegar tilkynningar um kynferðisofbeldi, sem Þórhildur sagði ekki satt, mál hennar hafi komið inn á borð sambandsins. Eftir að stjórnin sagði af sér boðaði hún til aukaárþings KSÍ sem fer fram laugardaginn 2. október næstkomandi. Þar verður kjörinn nýr formaður og kosið í stjórn á nýjan leik. Hávær krafa hefur verið uppi um að jafna kynjahlutfall í stjórn sambandsins. Í fráfarandi stjórn sátu tvæor konur en á annan tug karla. Það stefnir allt í að Vanda Sigurgeirsdóttir verði næsti formaður sambandsins en hún er sem stendur eina manneskjan í framboði. Þá eru sex í framboði til stjórnar: Guðbjörg Fanndal, Gullý Sig, Ásgrímur Helgi Einarsson, Helga Helgadóttir og Þóroddur Hjaltalín (í varastjórn) hafa öll gefið kost á sér. Hér að neðan má sjá tilkynningarnar sem Gullý og Guðbjörg Fanndal sendu frá sér. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ þegar kosið verður á aukaþingi þess laugardaginn 2.október næstkomandi. Ég er fædd og uppalin í Garðinum (Suðurnesjabæ) og kem frá mikilli fótboltafjölskyldu. Ég hef kynnst fótboltanum frá öllum hliðum fótboltans í gegnum Knattspyrnufélagið Víðir Garði alveg frá barnæsku. Hef verið leikmaður, þjálfari, stjórnarmaður, formaður, foreldri og margt fleira. Ég legg mikinn metnað í það sem ég tek mér fyrir hendur og tel mig geta nýtt krafta mína fyrir KSÍ,“ segir Gullý á Facebook-síðu sinni. „Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í stjórn KSÍ á komandi aukaþingi 2. október. Fótbolti hefur verið hluti af öllum mínum þroska skeiðum, frá því að vera iðkandi í stjórnsetur og allt þar á milli. Fótbolti hefur veitt mér gleði og ég hef metnaði í að gera betur, því vil ég leggja mitt að mörkum til að styrkja ímynd KSÍ. Saman eru við sterkari og því þarf knattspyrnuhreyfingin í heild sinni að standa saman á þessum tímamótum. Gleði og hamingja,“ segir Guðbjörg Fanndal í færslu á Facebook-síðu sinni.
Fótbolti KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fulltrúar FIFA fylgjast með stöðunni hjá KSÍ og buðu fram hendur á dekk „FIFA vill bara vera upplýst um stöðuna og býður fram aðstoð eins og þarf,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um komu tveggja fulltrúa FIFA til landsins. Fulltrúarnir sátu fund fráfarandi stjórnar KSÍ á þriðjudag. 24. september 2021 15:00 Engin ákvörðun tekin um starfslokasamning Guðna Fráfarandi stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ekki ákveðið hvernig starfslokum fyrrverandi formanns, Guðna Bergssonar, verður háttað. 24. september 2021 12:31 Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29 Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30 Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01 Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. 23. september 2021 08:00 Vill afsökunarbeiðni frá KSÍ og íhugar bótamál Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar vill að Knattspyrnusamband Íslands biðjist afsökunar á því að hafa tekið leikmanninn úr leikmannahópi landsliðsins undir lok ágústmánaðar. Þá segir lögmaðurinn að sambandið gæti þurft að greiða miska- og fjártjónsbætur. 22. september 2021 17:15 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Sjá meira
Fulltrúar FIFA fylgjast með stöðunni hjá KSÍ og buðu fram hendur á dekk „FIFA vill bara vera upplýst um stöðuna og býður fram aðstoð eins og þarf,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um komu tveggja fulltrúa FIFA til landsins. Fulltrúarnir sátu fund fráfarandi stjórnar KSÍ á þriðjudag. 24. september 2021 15:00
Engin ákvörðun tekin um starfslokasamning Guðna Fráfarandi stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur ekki ákveðið hvernig starfslokum fyrrverandi formanns, Guðna Bergssonar, verður háttað. 24. september 2021 12:31
Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29
Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30
Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01
Segir Kolbein verða að „gangast við því að hann sé gerandi“ og hjálpa öðrum Ef að Kolbeinn Sigþórsson á að spila aftur fyrir lið IFK Gautaborgar krefst það afar mikillar vinnu af hálfu bæði hans og félagsins, svo að fólki geti liðið vel með að hann njóti þeirra forrétinda. Sumum mun ekki líða vel með það. 23. september 2021 08:00
Vill afsökunarbeiðni frá KSÍ og íhugar bótamál Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar vill að Knattspyrnusamband Íslands biðjist afsökunar á því að hafa tekið leikmanninn úr leikmannahópi landsliðsins undir lok ágústmánaðar. Þá segir lögmaðurinn að sambandið gæti þurft að greiða miska- og fjártjónsbætur. 22. september 2021 17:15
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti