Ásmundur fyrsti þingmaður Framsóknar í Reykjavík norður síðan 2013 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2021 04:53 Ásmundur segist hæstánægður með gengi flokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra, er fysti Framsóknarmaðurinn sem kemst á þing í Reykjavíkurkjördæmi norður síðan árið 2013. Ásmundur segist hæstánægður með framgang flokksins í kosningunum. „Ég er ótrúlega ánægður með þessa niðurstöðu. Það hefur ekki verið þingmaður í Reykjavík norður fyrir Framsókn síðan 2013 þannig að ég vissi að þetta yrði erfitt en var allan tíman sannfærður um að þegar við færum að segja frá því sem við höfum gert og því sem okkur langar til að gera og halda áfram á sömu braut og við höfum verið á myndi það hljóta brautargengi og falla í góðan jarðveg í höfuðborginni,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu en hann var á leiðinni heim til sín þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segist þakklátur fyrir það traust sem honum sé sýnt. „Fyrir það er ég þakkátur og tek það sem merki um það að það sé mikill, ríkur vilji að við förum í þá breyttu hugsun sem við vorum að boða í okkar kosningabaráttu og byggir á sama grunni og við höfum verið að byggja á í málefnum barna. Ég held að það sé það sem ég tek með mér í þessu,“ segir Ásmundur. Mikla athygli vakti í kvöld að mikill fjöldi ungs fólks var á kosningavöku Framsóknar á Granda. Það er talsverð breyting miðað við fyrri ár og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, að ný kynslóð sé komin inn í flokkinn. Ásmundur tekur undir þetta. „Við erum að fá mikið af öflugu og ungu fólki í framboð með okkur og líka þau mál sem við höfum verið að vinna að, bæði í félagsmálaráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu eru mál sem snúa mikið að ungu fólki og barnafjölskyldum,“ segir Ásmundur. „Við höfum fundið aukinn og vaxandi hljómgrunn fyrir okkar áherslum. Það held ég að sé að skila sér og ótrúlega mikil orka, gleði og jákvæðni sem hefur verið í öllu fólki sem hefur komið að þessu undanfarnar vikur og mánuði. Við bara sjáum að það er að koma ný kynslóð inn og það er bara gaman að fá að taka þátt í því og vera hluti af því.“ Eins og staðan er núna er núverandi ríkisstjórn með 38 þingmenn. Aðspurður hvort Framsóknarflokkurinn muni sækjast eftir forsætisráðuneytinu segir Ásmundur að ekkert slíkt muni ráðast í nótt. „Er ekki bara best að leyfa þessari nótt að líða? Ég er búinn að sofa ótrúlega lítið síðustu daga og vikur og ég ætla að reyna að ná heim til mín og ná átta tíma svefni og leyfa mér að njóta þess að hafa náð þessu ætlunarverki svo tekur morgundagurinn við og heimurinn hrynur ekki þó þessi mál verði ekki leyst á kosninganóttinni.“ Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með þessa niðurstöðu. Það hefur ekki verið þingmaður í Reykjavík norður fyrir Framsókn síðan 2013 þannig að ég vissi að þetta yrði erfitt en var allan tíman sannfærður um að þegar við færum að segja frá því sem við höfum gert og því sem okkur langar til að gera og halda áfram á sömu braut og við höfum verið á myndi það hljóta brautargengi og falla í góðan jarðveg í höfuðborginni,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu en hann var á leiðinni heim til sín þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segist þakklátur fyrir það traust sem honum sé sýnt. „Fyrir það er ég þakkátur og tek það sem merki um það að það sé mikill, ríkur vilji að við förum í þá breyttu hugsun sem við vorum að boða í okkar kosningabaráttu og byggir á sama grunni og við höfum verið að byggja á í málefnum barna. Ég held að það sé það sem ég tek með mér í þessu,“ segir Ásmundur. Mikla athygli vakti í kvöld að mikill fjöldi ungs fólks var á kosningavöku Framsóknar á Granda. Það er talsverð breyting miðað við fyrri ár og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, að ný kynslóð sé komin inn í flokkinn. Ásmundur tekur undir þetta. „Við erum að fá mikið af öflugu og ungu fólki í framboð með okkur og líka þau mál sem við höfum verið að vinna að, bæði í félagsmálaráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu eru mál sem snúa mikið að ungu fólki og barnafjölskyldum,“ segir Ásmundur. „Við höfum fundið aukinn og vaxandi hljómgrunn fyrir okkar áherslum. Það held ég að sé að skila sér og ótrúlega mikil orka, gleði og jákvæðni sem hefur verið í öllu fólki sem hefur komið að þessu undanfarnar vikur og mánuði. Við bara sjáum að það er að koma ný kynslóð inn og það er bara gaman að fá að taka þátt í því og vera hluti af því.“ Eins og staðan er núna er núverandi ríkisstjórn með 38 þingmenn. Aðspurður hvort Framsóknarflokkurinn muni sækjast eftir forsætisráðuneytinu segir Ásmundur að ekkert slíkt muni ráðast í nótt. „Er ekki bara best að leyfa þessari nótt að líða? Ég er búinn að sofa ótrúlega lítið síðustu daga og vikur og ég ætla að reyna að ná heim til mín og ná átta tíma svefni og leyfa mér að njóta þess að hafa náð þessu ætlunarverki svo tekur morgundagurinn við og heimurinn hrynur ekki þó þessi mál verði ekki leyst á kosninganóttinni.“
Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira