Ræða utanríkisráðherra á allsherjarþingi SÞ: Loftslagsmál, bóluefni og mannréttindi í forgrunni Þorgils Jónsson skrifar 27. september 2021 17:50 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti ávarp fyrir allsherjarþingi SÞ í dag. Aðgerðir í loftslagsmálum, jafnari dreifing bóluefna á heimsvísu og mikilvægi mannréttinda og alþjóðalaga voru efst á baugi í ræðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í ræðu hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Allsherjarþingið ber keim af heimsfaraldursmálum og fer að þessu sinni fram sem blanda af fjarfundum og beinni þátttöku í höfuðstöðunum i New York. Guðlaugur Þór ávarpaði þingið af skjá síðdegis í dag á íslenskum tíma, þar sem hann hvatti til aukinnar samstöðu um áskoranir samtímans. Loftslagsbreytingar, yfirstandandi heimsfaraldur og vaxandi spenna í alþjóðsamskiptum gera kröfu um aukið traust og samstarf, ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Tryggja þyrfti jafnari dreifingu bóluefna og færa samfélög til meiri sjálfbærni í kjölfar heimsfaraldursins í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði brýnt að standa við Parísarsamkomulagið og reifaði áherslur og stefnu Íslands, bæði aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands og vaxandi stuðning við loftslagsaðgerðir í þróunarsamvinnu. Ísland væri tilbúið að vinna með öðrum ríkjum að orkuskiptum, sérstaklega í tengslum við nýtingu jarðhita. „Sem heimserindreki orkumála beitir Ísland sér á virkan hátt fyrir að markmiðum um sjálfbæra orku fyrir alla verði náð. Ísland hefur um áratuga skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum; með rannsóknum, uppfræðslu, miðlun reynslu og samvinnu. Nú ætlum við sem heimserindrekar að bæta enn frekar í,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá brýndi hann ríki til að stuðla að úrbótum í mannréttinda- og jafnréttismálum sem skiluðu sér í bættum samfélögum og aukinni velmegun, þar sem allir hefðu tækifæri til að leggja sitt af mörkum. „Ef við viljum stuðla að framþróun og umbótum, þá þurfum við að auka virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og jafnrétti, sem eru hornsteinar farsælla samfélaga. Fjárfestingar í umbótum, friði og mannréttindi eru á endanum hagkvæmari og bera meiri ávöxt en að fást við hryllilegar afleiðingar fátæktar, stríðsátaka og óréttlætis,“ sagði ráðherra í ræðunni. Guðlaugur Þór vék einnig að helstu átaka- og spennusvæðum heimsins og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála í Afganistan, sérstaklega aðför að réttindum kvenna og mannréttindabrotum. Að endingu lagði ráðherra áherslu á að ríki stæðu saman að því að efla og styrkja starf Sameinuðu þjóðanna til að gera þeim betur fært að takast á við tækifæri og áskoranir framtíðarinnar. „Með von og vilja að vopni, og með því að standa við sameiginlegar skuldbindingar okkar, getum við mætt áskorunum og staðið við fyrirheit stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna svo varðveita megi frið og tryggja mannréttindi og þróun. Framtíð okkar er undir,“ sagði hann að lokum. Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Allsherjarþingið ber keim af heimsfaraldursmálum og fer að þessu sinni fram sem blanda af fjarfundum og beinni þátttöku í höfuðstöðunum i New York. Guðlaugur Þór ávarpaði þingið af skjá síðdegis í dag á íslenskum tíma, þar sem hann hvatti til aukinnar samstöðu um áskoranir samtímans. Loftslagsbreytingar, yfirstandandi heimsfaraldur og vaxandi spenna í alþjóðsamskiptum gera kröfu um aukið traust og samstarf, ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Tryggja þyrfti jafnari dreifingu bóluefna og færa samfélög til meiri sjálfbærni í kjölfar heimsfaraldursins í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði brýnt að standa við Parísarsamkomulagið og reifaði áherslur og stefnu Íslands, bæði aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands og vaxandi stuðning við loftslagsaðgerðir í þróunarsamvinnu. Ísland væri tilbúið að vinna með öðrum ríkjum að orkuskiptum, sérstaklega í tengslum við nýtingu jarðhita. „Sem heimserindreki orkumála beitir Ísland sér á virkan hátt fyrir að markmiðum um sjálfbæra orku fyrir alla verði náð. Ísland hefur um áratuga skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum; með rannsóknum, uppfræðslu, miðlun reynslu og samvinnu. Nú ætlum við sem heimserindrekar að bæta enn frekar í,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá brýndi hann ríki til að stuðla að úrbótum í mannréttinda- og jafnréttismálum sem skiluðu sér í bættum samfélögum og aukinni velmegun, þar sem allir hefðu tækifæri til að leggja sitt af mörkum. „Ef við viljum stuðla að framþróun og umbótum, þá þurfum við að auka virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og jafnrétti, sem eru hornsteinar farsælla samfélaga. Fjárfestingar í umbótum, friði og mannréttindi eru á endanum hagkvæmari og bera meiri ávöxt en að fást við hryllilegar afleiðingar fátæktar, stríðsátaka og óréttlætis,“ sagði ráðherra í ræðunni. Guðlaugur Þór vék einnig að helstu átaka- og spennusvæðum heimsins og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála í Afganistan, sérstaklega aðför að réttindum kvenna og mannréttindabrotum. Að endingu lagði ráðherra áherslu á að ríki stæðu saman að því að efla og styrkja starf Sameinuðu þjóðanna til að gera þeim betur fært að takast á við tækifæri og áskoranir framtíðarinnar. „Með von og vilja að vopni, og með því að standa við sameiginlegar skuldbindingar okkar, getum við mætt áskorunum og staðið við fyrirheit stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna svo varðveita megi frið og tryggja mannréttindi og þróun. Framtíð okkar er undir,“ sagði hann að lokum.
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira