Katla Björk sló eitt Íslandsmet og jafnaði annað í keppninni. Hún bætti sinn besta árangur í snörun um þrjú kíló og jafnaði Íslandsmetið með því að lyfta 83 kílóum í síðustu snörun.
Katla fór síðan upp með 99 kílóa stöng í jafnhendingu sem var sjö kílóa persónuleg bæting hjá henni.
Katla bætti sig því um heil tíu kíló í samanlögðu sem er svakalega mikil bæting á einu bretti.
Kötlu hefur farið mikið fram á æfingum síðast liðna mánuði en keppti hún á Sumarmóti LSÍ á Selfossi til þess eins að ná lágmörkum á EM U23 og er því búin að stefna að mótinu í ágætis tíma.
Þessi góða frammistaða í snörun og jafnhendingu þýddi að Katla lyfti alls 182 kílóum í samanlögðu og setti nýtt Íslandsmet í bæði 64 kílóa flokki 23 ára og yngri sem og hjá fullorðnum.
Með þessum árangri náði Katla líka 240,28 Sinclair stigum og hefur því náð C lágmörkum á Heimsmeistaramóti Senior í Uzbekistan í desember.
Katla hefur keppt í lyftingum frá því hún var sextán ára gömul eða í fimm ár og hefur hún set 86 Íslandsmet á ferlinum.